Fylkir


Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 4

Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 4
/ Öllum þeim mörgu, sem auðsýndu mér og fjölskyldu minni hluttekningu við fráfall konu, minnar HELGU HANSDÓTTUR, þakka ég af heilum hug og bið ykkur blessunar Drottins. Ólafur Ólafsson, Vestmannabraut 60, Vestmannaeyjum. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vinsemd á 60 ára afmæli mínu hinn 4. marz s. 1. Fanný Guðjónsdóttir. ÆFINGATAFLA Mánudaga (Gagnfræð'askólinn): Kl. 6,15 — 7,15 5. fl. (10 ára og eldri). — Kl. 7,15 — 8,15 IV. fl. — Kl. 8,15 — 9,15 2. — 3. fl. — Kl. 9,15 — 10,15 Handbolti, stúlkur, 1. fl. Miðvikudaga (Barnaskólinn): Kl. 8,15 — 9,15 glíma. — Kl. 9,15 — 10,15 glíma. Fimmtudaga (Barnaskólinn): Kl. 6,15 — 7,15 5. fl. yngri en 10 ára. — Kl. 7,15 — 8,15 5. fl. eldri. — Kl. 8,15 — 9,15 handbolti 2. fl. — Kl. 9,15 — 10,15 Old Boys. Föstudaga (Gagnfræðaskólinn): Kl. 7,15 — 8,15 IV. fl. — Kl. 8,15 — 9,15 2.-3. fl. — Kl. 9,15 — 10,15 Handboltni stúlkna, 1. fl. Laugardaga (Barnaskólinn): KI. 6,15 — 7,15 5. fl. yngri en 10 ára. — Kl. 7,15 — 8,15 handbolti, 2. fl. — Kl. 8,15 — 9,15 leikfimi og frjálsar íþrótt- ir. — Kl. 9,15 — 10,15 Glíma. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. ÁRSSKÝRSLA BÓKASAFNSINS r n Neðan frá sjó. v_________ ) Gæftir: Sæmilegar gæftir hafa verið seinustu dagana, þó hins veg- ar, að sjóveður hafi aldrei verið verulega góð, brim og súgur. En sól er hækkandi á lofti, og vona menn að veður fari batnandi. Afli: Þann 1. marz s. 1. voru kom in hér á land 2818 tonn af fiski. Á sama tíma í fyrra voru komin á land 7826 tonn. Munurinn er 5 þús. tonn. Er það ískyggilega mikil munur, svo langt liðið á vertíð. En menn vona, að marz og þá sérstak- lega apríl verði gjöfull, sem oft áð- ur. Netin: Það er alveg ördeyða enn sem komið er í netin. Sama hvar reynt er. Komið hefur fyrir, að dregin hefur verið heil 15 neta trossa án þess að nokkur einasti fiskur væri í. Er að vonum dauft yfir þeim, er stunda netaveiðar. Þa ðlitla, sem fæst, er þorskur, og göngulegur, svo vonandi fer „hann“ að láta sjá sig. Annars segja eldri sjómenn, að ekki sé að vænta þess að verulegur „fiskur“ komi fyrr heldur en nokkuð er liðið á marz. Botnvarpan: Yfir þessum veiðum hefur verið dauft sem öðrum veiði- skap, þó hefur bátur og bátur orð- ið vel var. Stígandi kom til dæmis í gær með 37 tonn. Var aflinn mest stór og fallegur þorskur. — Seigur Helgi eins og fyrri daginn. Loð'nan: Loðnuveiðin virðist vera búin í bili a. m. k. Hefur nær eng- in loðna komið á land það sem af er þessari viku. Nótafiskararnir fengu alldeilis kipp í sig á mánu- daginn, þá fengu margir dálítið af síld í loðnunæturnar. Ruku margir þeirra til og skiptu yfir og tóku síldarnæturnar um borð. En mjög lítið kom „út úr“ þessu, enginn varð var síldar daginn eftir. — Alls eru komnar á land 275 þús. tunn- ur af loðnu. Er það margfalt meira magn heldur en í fyrra. Síldarverk smiðja Einars Sigurðssonar mun nú hafa lokið bræðslu á loðnunni, en talsvert mun óbrætt hjá Fiski- mjölsverksmiðjunni, enda hefur hún tekið á móti mun meira magni. Höfnin: Talsvert hefur verið um skipakomur að undanförnu. Tvö dönsk skip .voru í vikunni, lestaði annað 600 tonn af loðnumjöli frá Fiskimjölsverksmiðjunni en hitt lýsi frá sama aðilja. Tungufoss var einnig hér í vikunni, var hann með ýmsar vörur. Þá kom Selá og lest- aði lítilsháttar af saltfiski og af- fermdi vöruslatta. Nýr bátur í bæinn: Þeir Sigurður Óskarsson frá Hvassafelli og Guð- mundur Guðfinnsson, skipstjóri, hafa fest kaup á m/b Verði frá Grenivík, trébát 70 tonna. Haraldur Guðnason, bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja, hefur nýlega sent frá sér skýrslu um starfsemi safnsins á árinu 1965. Er skýrsla þessi að vanda mjög athygl isverð um margt. í henni er m. a. að finna skýrslu um lesvenjur safns notenda, útlán, bókakaup o. fl. Samkvæmt skýrslunni var bóka- eign safnsins í árslok 13175 bindi, hafði aukizt á árinu um 670 bindi. Ritaukinn var mestur í frum- sömdum bókum á íslenzku, 261 bindi. Útlán voru alls á árinu 32027 bindi (29000 á fyrra ári). Mest var lánað í nóvember, 3903 bindi. Aflinn í gær: Aðeins virtist vera að lifna yfir fiskiríinu í gær. Mest- an afla höfðu Andvari 34 tonn (net), Björg SU 20 tonn (net), Gylfi 25 tonn (troll), Leó 34 tonn (net). Haustmánuðirnir virðast vera sem fyrr mest notaðir til lestrar. Mest var lánað út af skáldritum, 14677 bindi, en minnst um tungumál, að- eins 3 bindi. — Af erlendum ritum var mest lánað út af ritum skrifuð- um á einhverju Norðurlandamál- anna, 1441, en alls var lánað út 1869 bindi skrifuð á erlend mál. Mest lesnu höfundarnir voru Ingibjörg Sigurðardóttir, með 488 útlán, næst er svo Guðrún frá Lundi með 316 útlán. Eru „kerl- ingarithöfundarnir11 eins og bók- menntafræðingar kalla þær, í mest um metum eins og svo oft áður. Nóbelsverðlaunahöfundurinn Hall- dór Laxness, er í 8. sæti með 200 útlán. f lok skýrslu sinnar skrifar bóka- vörðurinn nokkur orð um húsakost safnsins, er þar ekkert ofmælt og tekur ritstjóri þessa blaðs heils hugar undir þau. Þjóðkirkjan: Messað n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn L. Jónsson prédikar. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4,30 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 1 e. h. Andlát og jarðarfarir: Jarðarför Kristins sál. Sigurðssonar, er andað ist í sjúkrahúsinu 5. þ. m. fer fram á morgun frá Landakirkju. Athöfn- in hefst kl. 2 e. h. S. 1. mánudag, 7. þ. m. andaðist í Sjúkrahúsinu Kristjana Óladóttir fyrrverandi bæjarritari. Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Unnur Aðal- steinsdóttir úr Reykjavík og Páll Einarsson (Guttormssonar læknis). Frá Nýja briðgeklúbbnum: Para- keppninni lýkur í kvöld. Spilað verður í Akógeshúsinu. Frá Taflfélaginu. Unglingameistarmóti Vestmanna- eyja í skák lauk nýlega. Úrslit urðu þau, að Páll Magnússon (Magn ússonar símstjóra) sigraði, hlaut 8,5 vinninga, af níu mögulegum. Páll hafði forystuna allt mótið í gegn, og var sigurinn honum verð- skuldaður. Verður gaman að fylgj ast með Páli í framtíðinni, en hann er aðeins tólf ára. í öðru sæti hafn- aði Friðrik Guðlaugsson (Einars- sonar) með 8 vinninga. Hann er einnig gott skákefni, enda bróðir Vestmannaeyjameistarans. í þriðja sæti var Einar Ottó Högnason (frá Lágafelli), með 7 vinninga og fjórði var Steinar Óskarsson (Jósúason- ar), hann hlaut 6 vinninga. Kepp- endur voru tíu talsins. Meistaramót unglinga í hrað- skák var um svipað leyti, og fóru þeir Friðrik Guðlaugsson og Einar Ottó Högnason með sigur af hólmi, hlutu 6,5 vinninga. Tefldu þeir síð- an til úrslita og varð Friðrik hlut- skarpari. í þriðja sæti var Hjalti Elíasson (frá Varmadal) með 4 vinninga. Mótin fóru í alla staði mjög vel fram, og sýndu hinir ungu skák- menn mikinn áhuga og getu. Meg- um við mikils vænta í framtíðinni af þessum unglingum, og er það gleðilegt til að vita, að unglingar leiti á náðir þeirra menningarfé- laga, sem enn eru starfandi. Teflt var í „félagsheimili" Framsóknar- manna, Gefjun, en þar er léleg að- staða til tafliðkana. Taflfélagið hef ur fengið inni hjá Framsóknar- mönnum, en gegn okurleigu. Slíkan bróðurhug bera Framsóknarmenn til Taflfélagsins. hb.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.