Fylkir


Fylkir - 18.03.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 18.03.1966, Blaðsíða 3
FYLKI R ¦AfíknWWmMnn^BSSS FRÁ FYRRI DÖGUM IH. Lítið brot úr verzlunarsögu. I fyrri daga var láns-, og vöru- skiptaverzlun nær allsi'áðandi. Bændur lögðu inn aíurðir búa sinna tvisvar á ári, vor og haust. En það valt á ýmsu um verzlunar- jöínuðinn. Þar hallaði miklu oftar á „viðskipavininn" heldur en verzl- unina. Líf bóndans var að verulegu leyti þrotlaus barátta við það, að neitað yrði um úttekt, en verra gat varla skeð utan veikindi uppáféllu. Aðstaða bóndans og kaupmannsins var ærið ólík; sá síðarnefndi réði verði á vörunni sem hann seldi og líka þeirri ,sem hann keypti, bónd- inn réði engu, nema stórbændur með mikið innlegg, þeir gátu náð betri kjörum. Á þessum tíma var oft sent til kaupmannsins eða verzlnarstjórans með skriflega úttektarbeiðni þar sem sá, sem valdið hafði, var titl- aður virðulega, svo kom þá listi yf- ir það allra nauðsynlegasta. Stund- um voru unglingar sendir þessara erinda, ef ekki var langt að fara. Það var þá meiri von, að þeir færu ekki með öllu tómhentir heim, heldur en að sjálfur skuldaþrjótur- inn birtist. Eg man, að ég fór eitt sinn með slíkan seðil fyrir nágrannabónda til Guðbrands kaupfélagsstjóra í Hall- geirsey. Þetta man ég vegna ávarps- ins, sem mér þótti kyndugt: „Kjær heilsan Guðbrandur minn." Eg færði svo karli það, sem um var beðið, því sjaldan lét Guðbrandur menn synjandi frá sér fara. Við skulum nú líta á nokkra út- tektarseðla, sem voru skrifaðir fyr- ir 70—80 árum. Það gefur nokkra hugmynd um, hvað fólk vanhagaði mest um. Jón Jakobsson á Berg- þórshvoli skrifar Helga Jónssyni faklor í Garðinum: „Eg undírskrif aður bið Faktor Helga Jónsson að lána mér út í minn reikning 1 pund Kandís, 1 pund Export, % pund Rullu, 2 pund kaffi". Bóndi í Mýr- dalnum biður um eina alin af lér-| efti, 1 lóð af svörtu saffongarni.l striga 4y2 alin, 1 vasaklút. Þetta má kalla hóflega úttekt nauðsynja, en efst á blaðinu stendur: „5 pottar brennivín." Annar mektarbóndi skrifar aðeins tvennt á sinn seðil: 50 pd. kaffi og 3 potta brennivín. Stundum var brennivinið sett á miðann miðjan með stóru bili svo ekkert færi milli mála. Eg hef ekki verðlag á vínum á þessum tíma, en líklega hefur brennivínið verið nálægt krónu flaskan. En 20 árum síðar (1911) kostaði koníakið hjá Bryde kr. 2,65, wiskí 2,35 og portvín 2,85. Þetta eru að vísu lágar tölur, en líkast til hefur ekki verið ódýrara að kaupa vín þá, miðað við kaupgjald. Ef „statusinn" var mjög slæmur, og það var hann oft, þá var þrauta- lendingin að biðja einhvern, sem átti mikið undir sér, að hjálpa upp á sakirnar. Jón Halldórsson í Vík sendir faktornum í Vík orðsend- ingu, að bóndi í Álftaveri biðji hann „að taka sig til ábyrgðar með borgun á 2 skeffum af mat, eða lána sér það í reikning minn, og lofa ég því hérmeð." Á þessum tíma var allt í „milli- skrift", peningar -sáust varla frem- ur en rauða gull. Ef maður skuld- aði lítilræði og greiðslan þoldi enga bið, þá var reynt að fara bónarveg að faktornum „að svara þessu út úr reikningnum" handa viðkom- andi manni. Sama var, ef maður vildi lána náunga sínum nokkrar krónur. Þann 16. júní 1892 biður Sigurður í Kálfafelli faktorinn í Vík að láta tiltekna ekkju fá 10 krónur úr reikning sínum. En næsta dag skrifar þessi sama ekkja herra faktornum og biður hann „svo vel að gjöra, að láta mig fá í minn reikn ing til Kristbjargar í Kálfafelli 1 pd. kaffi, Ms pd. sykur, 1 bita rjól (neftóbak óskorið, þá tóku allmarg ar konur í nefið) og 1 krónu." Heiðmundur í Götu biður verzl- unarm. hjá Bryde að svara B. Á. í Holti út úr sinum reikning 5 krón- um. En hann er ekki viss um að á þetta verði fallizt. Hann bætir því við: „Ef svo færi, að þér gjörðuð það ekki, þá bið ég Guðna Jónsson að svara honum þessu út. H. Hjalta son." Að lokum krónu ávísun svohljóð- andi: „Að ég hafi ávísað Sveini Ingimundarsyni í Efri Ey á 1 kr. — eina krónu — út í reikning minn viðurkennist hérmeð. S. Jónsson." Sveinn bóndi í Efri Ey var faðir Jó- hannesar Kjarvals listmálarans igþjóðkunna. H. G. Barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 1224. Fundizt hefur herrafrakki. — Upplýsingar i síma 1981. Undirstaða hins ytra útlits er réttur innri fatnaður. Veitið yður þá öruggu tilfinningu, sem ný- týzku innri klæðnaður skapar. — Notið teygjubuxur, ef þér eruð ekki meðal þeirra fjölmörgu, sem velja teygjubuxur um fram allt annað, en gætið þess, að þær séu með löngum skálmum. í hinu fjólbreytta úrvali frá KANTER'S getið þér valið um teygjubuxur hvort held- ur er úr Spandex eða gúmmíþræði. BH 808, á myndhmi, er úr vönduðustu gcrð af nælonblúndu, með „foam" stuðn- ingi að neðan, fellur vel að og er mjúkur Og þægilegur. Biðjið um KANTER'S — og þér fáið það bezta. VV.V>V»ViVA'WAai

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.