Fylkir


Fylkir - 18.03.1966, Síða 4

Fylkir - 18.03.1966, Síða 4
r Neðan frá sjó. Malgo q» Sjólkt«ðí»- flokktint Gæftir: Það sem af er vikunni, hafa verið ágæt sjóveður, þau beztu scm komið hafa á þessari vertíð. Má segja, að tími hafi verið til kom inn, eftir alla ótíðina. Er það von manna, að „hann“ breyti nú til um veður, að upp renni eitt samfelt gæftatímabil til vertíðarloka. — Afli: Aflinn er ennþá tregur, og má einu gilda í hvaða veiðarfæri er. Að vísu er alltaf einn og einn bátur, er rekur í róður og róður, en aflinn er yfirleitt mjög lítill, svona „yfir línuna“. En það er nú reyndar ekki óvanalegt hin síðari ár að marz sé frekar kostarýr hvað afla áhrærir. Er skemmst að minn- ast vertíðarinnar í fyrra ,þá var marz mjög rýr. Það er aprílmán- uður, sem allt stendur og fellur með. Bregðist hann verður varla „stór“ vertíð. Nctin: Alltaf eru það fleiri og fleiri, sem taka netin. Mönnum finnst tíminn vera kominn og vilja vera tilbúnir, þegar sá guli syndir í ála. Þeir bátar, sem hafa verið á botnvörpu frá vertíðarbyrjun, en ætlað á net seinnipart vertíðar, eru nú sem óðast að skipta yfir, eins er um nótabátana. En sem fyrr er sagl er enginn fiskur genginn svo að tregt hefur verið, það er þá helzt að bátur og bátur hefur fengið all- góðan ufsaróður, um og yfir 20 tonn. Botnvarpan: Bátunum, sem þess- ar veiðar hafa stundað fer nú fækk andi, eru að fara yfir í netin sumir hverjir, enda erfitl við að eiga, — ónæði mikið — sótt að þeim bæði úr lofti og af legi. Er margur sjó- maðurinn heldur súr, sem eðlilegt má teljast, þegar allar aðstæður eru athugaðar. En ekki meira um það í bili a. m. k. — Annars hafa sum- ir botnvörpubátarnir verið að „smákroppa“, 6—10 tonn eftir til- tölulega stuttan tíma. Aflinn hefur verið mest ýsa, allsæmileg til vinnslu. Nótin: Loðnan virðist vera alveg búin hér heima við, þótt ennþá sé talsvert af henni á fjarlægari mið- um. Hafa nokkrir bátar haldið vest ur fyrir land með loðnunæturnar. Lítið hefur ennþá fengizt í fisknót- ina. Virðist mér sumir skipstjórarn ir vera vondaufir með að fiskur fá- ist í þetta veiðarfæri í vetur og að minnsta kosti leggja þeir minna upp úr þessu veiðarfæri núna en áðui', og sumir þeirra er hafa ein- göngu verið á nót undaníarnar ver- tíðir — hafa nú allan netaútbúnað lilbúinn. Línan: Nú er aðeins einn bátur eftir á línu, „þristur". Og í blíð- ui\ni nú þessa dagana, hefur hann fengið alisæmilet. Fékk t. d. á mið Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaförður og afa, KRISTINNS SIGURÐSSONAR, Löndum. Oktavía Jóhannsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Rósa Krislinsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Garðar Sigurjónsson, Sigurður Kristinsson, Guðbjörg Bergmundsdóttir, og barnabörn. Alúðarþakkir til hinna mörgu, er sýndu mér vinsemd og virð- ingu á 60 ára afmæli mínu þann 19. febrúar s. 1„ með gjöfum, skeytum og veizluhöldum. Eggert Brandsson. vikudaginn 5 tonn, sem má teljast gott, þegar tekið er tillit til línu- lengdar. Góð'ir mcnn: Hér í Eyjum, þar sem allt stendur og fellur með bless uðum þorskinum og því, sem úr sjónum fæst, er eðlilega mikill á- hugi fyrir aflabrögðum og hvað afl- ast daglega. Og tii að fá vitneskju þar um er þá allan jafnan farið niður á „vigíarnar". Verða því vigt- armennirnir fyrir miklu ónæði og kvabbi. Gæti maður því haldið að þessir menn væru stundum stutt- ir í spuna við gesti og gangandi, en því er nú ekki alldeiiis að heilsa. Alltaf eru þeir eins liðlegir og fús- ir að greiða úr fyrir mönnum. Er sama hver af þessum mönnum er. Þessi greiðvikni ,og viðmótshlýja er ekki lítilsvirði fyrir menn, sem æði oft eru að snyglast niður við sjó í upplýsingaleit. Þetta ber að þakka — og þakka ég hér með fyr- ir mig. — Aflaskýrslan: Hér fara á eftir nöfn þeirra báta, er á miðvikudags kvöld höfðu fengið 140 tonn og yf- ir miðað við óslægðan fisk: (Talið í tonnum). Skálaberg 250 Andvari 196 Sæbjörg ........................ 195 Björg SU ........................ 191 Júlía ................................... 191 Leó ......................... ■ 188 Glófaxi 178 Björg VE 165 Stigandi 164 Sæfaxi .................................. 155 Björg NK 147 Suðurey ........................ 146 Lundi ........................ 145 Þcir konia og fara: Alltaf cru lalsverðar „breytingar" á flotanum frá ári til árs. Menn niissa báta, selja báta og bátar íara í fúa. Frá seinustu vertíð man ég eftir eftir- töldum bátum, er ekki eru á vertíð í vetur: Þórunn, Atli, Sídon, Sjöfn, Guðbjörg, Kap, Kári og Valur. í þessara báta stað hafa svo komið: Vörður, Hávarður, Dagrún, Sigurð- ur, Andvari, Ingiber Ólafsson, Ver, Kópur og Hannes lóðs. Sem sé bát- ar eru eins og mannfólkið, þeir fara og þeir koma. Færcyskt skip: Nýlunda var að sja færeyskt flutningaskip hér í höfn- inni í gær. Er þetta lögulegasta skip, lítið að vísu, en snyrtilegt og vandað að sjá. Heitir skipið Arnar- tindur og var hér að lesta loðnu- mjöl hjá Einari Sigurðssyni. ...**» Tereline-buxur. Fjölbreytt úrval af stökum tereline- buxum. Alföt h. f. Sími 1816. Til sölu Silvercross barnakerra og kerru- poki. — Verð kr. 1500,00. — Upp- lýsingar í síma 1822. 2 - 3 herbergja ibúð óskast i vor. Upplýsingar í sima 2132. Þjóðkirkjan: Messufall verður á sunnudaginn vegna fjarveru prest- anna úr bænum, Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4,30. Barnaguðsþjónusta kl. 1 e. h. Afmæli: Magnús Jóhannesson, Kirkjuvegi 41, varð 70 ára í gær. Jarðarför: S. 1. þriðjudag fór fram frá Landakirkju útför Kristjönu sál. Óladóttur. Séra Þorsleinn L. Jónsson jarðsöng. Nýtt fyrirtæki: Þeir Birgir Magn- ússon, Fjólugötu 17 og Ólafur Jó- hannesson hafa nýlega stofnsett trésmíðafyrirtæki. Tekur fyrirtækið að sér allskonar trésmíðavinnu. Ný bæjarmálasamþykkt: Fyrir bæjarstjórnarfundi í dag liggur fyr ir til endanlegrar samþykktar ný bæjarmálasamþykkt. Ný verzlun: Páll Þorbjörnsson, stórkaupmaður, hefur opnað sölu- búð í húsi sínu við Slrandveg. Er þar á boðstólum einkum: veiðarfæri og vórur til útgerðar og skipa. Hjónaband: S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóhanni Hlíðar, ungfrú Fríður Al- freðsdóttir (Sturlusonar frá Hvassa felli) og Sæmundur Sæmundsson, bifvélavirki frá Oddhól. Fylkir óskar brúðhjónunum allra heilla. Iljónaefni: Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Ágústa Ágústsdóttir, skrifstofumær úr Reykjavik, og Jóh. Sævar Jóhann- cssson, Kirkjulundi. Blaðið óskar hjónaefnunum heilla. Frá „Nýja Bridge-klúbbnum“. Síðastliðið föstudagskvöld lauk þriggja kvölda tvimenningskeppni, sem spiluð var í Akóges-húsinu. — Röð efstu paranna varð sem hér segir: Baldur — Gunnar 334 stig. Guðmundus — Sigurður 310 stig. Björn — Hjálmar 295 stig. 8 pör tóku þátt í keppninni öli kvöldin og komu þau eingöngu til við lokaútreikning stiga, en í 2. um- ferð voru þátttakendur alls 14 pör. Ef slik þátttaka fengist að staðaldri er greinilega fyrir hendi grundvöll- ur fyrir Bridgefélagi. Spilað verð- ur í kvöld, sennilega ,,óformleg“ sveitakeppni, en úr því má búast við, að þessum spilakvöldum fari að fækka. Þó mætti vel koma á spilakvöldum í apríl t. d. í landleg- um og yrðu þau þá augiýst. í scptember næsta haust er hug- myndin að hefjast handa á nýjan leik, og yrði þuð þá auglýst með fyr irvara. Er vonandi, að Bridge-á- lmgainenn sýni þá áhuga sinn í verki svo að unnt verði að halda uppi starfi næsta hausl og velur.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.