Fylkir


Fylkir - 25.03.1966, Page 1

Fylkir - 25.03.1966, Page 1
Málgagn Sjálfstæðíso flokksíiw 12. tölublað. Víðast hvar í lýðræðislöndum cru húsnæðismálin meðal hinna þýðingarmestu mála. Fólk, sem býr í heilsuspillandi íbúðum eða í of- þrengslum eða getur ekki stofnað heimili vegna húsnæðisskorts, get- ur átt við ósegjanlega erfiðleika að stríða. Það getur haft háskaleg á- hrif á heilsufar, leyst upp heimilis- tengsl og gert framtíðarvonir að engu. Fólk, sem böl húsnæðisskorts ins hrjáir, getur leiðzt til hvers konar örþrifaráða, sem riðið geta efnahag þess að fullu. Allir heil- brigðir menn hafa samúð með fólki, sem lendir í slikum erfiðleikum. Einmitt vegna þessarar sérstöðu húsnæðismálanna verður sumum stjórnmálaflokkum hætt við að nota þau enn frekar en önnur mál í lýðskrums- og auglýsingaskyni. Verður ekki annað sagt en stjórnar andstaðan hafi æði oft fallið í þessa gröf. Sortir þá ekki á, að hún fari hugnæmum orðum um raunir hinna húsnæðislausu, en síður er hirt um að benda á raunhæf úrræði. Þessi veikleiki stjórnarandstöð- unnar beinist nú cinkum að upp- hrópunum um hækkun byggingar- kostnaðar. Er ríkisstjórnin fordæmd mjög fyrir það, að byggingarkostn- aður hefur farið mjög hækkandi, en ekki hirt um að rekja orsakir hækkunarinnar eða aðdraganda. Til glöggvunar í þessu máli skal hér birt tafla yfir vísitölu bygging- arkostnaðar frá októbermánuði 1949 til októbermánaðar s. 1. Október 1938 er 100. ár. októb. 1949 ................... 527 1950 ................... 674 1951 ................... 790 1952 ................... 801 1953 ................... 836 1954 ................... 904 1955 ................... 969 1956 ...... (ekki reiknuð út) 1957 1134 1958 1298 1959 1279 1960 1454 1961 1628 1962 1744 1963 1909 1964 2132 1965 2587 Af framangreindri töflu má marka, ) á tímabilinu október 1949 til október 1958 hækkaði vísitala bygg ingarkostnaðar um 147,3% eða sem svarar meðalhækkun frá ári til árs allt tímabilið 10,5%. 2) á tímabilinu október 1958 til október 1965 hækkaði vísitala bygg ingarkostnaðar um 93,3% eða sem svarar meðalhækkun frá ári til árs yfir allt tímabilið 10,3%. Af þessu sést, sem raunar var vitað, að komið hefur það fyrir, áð- ur en í tíð núverandi ríkisstjórnar, að byggingarkostnaður hefur hækk að. og ekki hallar á núverandi rík- isstjorn í þessu efni borið saman við það, sem áður hefur verið. En að sjálfsögðu hefur það ekki raun- hæfa þýðingu að metast á um það, hvenær byggingarkostnaður hefur hækkað mest. Kaupgjaldshækkanir ráða þar langmestu um fyrr og síð- ar. Það, sem raunhæfa þýðingu hef ur á hverjum tíma, er að ríkjandi stjórnarstefna og aðgerðir stjórnar- valda geri almenningi sem bezt kleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Á undanförnum árum hefur einn meginvandinn í þessu efni verið sá fyrir allan almenning, að fá láns fé til byggingaframkvæmda. Veiga- mesti þátturinn í þeirri' viðleitni að bæta hér úr hefur verið starfræksla veðlánakerfis Húsnæðismálastjórn- ar. Einn bezti mælikvarðinn á á- stand húsnæðismálanna er því að bera saman upphæð íbúðarhúslána Húsnæðismálastjórnar og vísitölu byggingai'kostnaðar. Árið 1958 var hámarkslán út á hverja íbúð 100 þús kr., en árið 1965 280 þús. kr. Við samanburð á hækkun íbúðar- lána og hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar kemur í ljós, að á tímabil inu frá október 1958 til október 1965 hefur 1) vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 99,3%, en 2) íbúðarlánin hækkað um 280% Þess má vel minnast, þegar rætt er um ástand húsnæðismálanna í dag. Ný mjólkurbúð. Ágúst Helgason, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar hér í Eyjum, hefur tjáð blaðinu, að bráðlega verði opn- uð ný mjólkurbúð. Svo sem kunn- ugt er hefur Mjólkursamsalan í samvinnu við aðra verið að byggja verzlunarhúsnæði við torgið, þar sem Austurvegur, Heimagata og Helgafellsbraut koma saman. Innrétting þessa verzlunarhús- næðis er nú langt komin, og taldi Ágúst, að ef til vill yrði hægt að opna mjólkurbúð þarna fyrir pásk- ana. En ef ekki þá yrði hún opn- uð fljótlega upp úr páskum. Með opnun mjólkurbúðar þarna er kom ið á móts við óskir austurbæinga, enda mikið hagræði að opnun mjólk urbúðar á þessum stað fyrir alla þá, er búa í Austurbænum, og þarna í grennd. Hafnargerðin. Stöðugt er unnið að bryggjugerð- inni, inni í Friðahöfn. Fyrir nokkru var lokið við að ganga frá járnþil- inu á þeim hluta verksins, sem nú er undir. Er lengd þessa járnþils 96 metrar, en alls verður járnþilið liðlega 200 metra langt, er bryggju- gerðinni verður að fullu lokið. Grafskip hafnarinnar er nú að dæla sandi í uppfyllingu og gengur það verk vel, og segja má mjög vel, ef tekið er tillit til aðstæðna við það verk. Áætlað er, að verkið í heild muni kosta 16—20 milljónir króna. Verður héraðabann inu aflélf! Á bæjarstjórnarfundi s. 1. föstu- dag bar Magnús Magnússon fram tillögu þess efnis, að í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar á vori komanda yrði látin fara fram at- kvæðagreiðsla um, hvort héraðs- bann um sölu á áfengi yrði áfram hér við lýði eða ekki. Litlar umræður munu hafa orðið um tillögu þessa á fundinum, en samþykkt var að láta fara fram um hana tvær umræður, og sam- kvæmt því vísaði fundurinn tillög- unni til annarrar umræðu. 76 bátar á vertíð. Á þessari vertíð eru alls gerðir út héðan frá Eyjum 76 bátar. Veiðiað- ferðir bátanna eru sem hér segir: 30 eru með net, 29 stunda botn- vörpuveiðar, 15 eru með nót, 1 „er á línu“ og einn með handfæri. Á vertíðinni 1965 voru gerðir út héðan 83 bátar, þá var „séiptingin“ á þessa leið: 34 bátar voru á netaveiðum, 25 voru með botnvörpu, 21 bátur var með nót og 3 bátar voru á línuveið- um. Það skal tekið fram, að greindar tölur í sambandi við veiðiaðferðir bátanna eru miðaðar við 15. marz, hvort ár fyrir sig. Það kann að vera að eftir þennan tíma verði einhver breyting á þessu, og þ áeinna helzt í sambandi við að bátar breyti um af „nót“ yfir í ,,net“ eða öfugt, en varla verður það stórvægilegt. Athugið, að skrifstofa flokksins í Vinnslustöðvarhúsinu er opin alla virka daga frá kl. 5 — 7 e. h. Komið í skrifstofuna og látið þar í té upplýsingar, er að gagni mega koma í sambandi við flokksstarfið.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.