Fylkir


Fylkir - 25.03.1966, Qupperneq 2

Fylkir - 25.03.1966, Qupperneq 2
FYLKIR 2.i Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannacyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 11 tí Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. SAMGÖNGUR Lega þessa byggðarlags gerir það að verkum, að samgöngumál Iiljóta að vera ofarlega í huga allra er hér búa, og þá einkum þeirra, er að einhverju leyti eru forsjá byggðarlagsins. Það er þvi ef til vill eðlilegt að þessi mál séu venju fremur rædd nú en endi-a nær, þeg- ar stutt er til kosninga. Allir vilja ná í cinhverja skrautfjöður í sinn halt, og kröfur um betra samgnög- ur og meiri eru vænlegri til árarig- urs um kjörfylgi en margt annað. Það er rétt að samgöngur hafa batnað mjög hingað hin síðari ár, bæði er að fþjgferðum hefur fjölg- að, aðstaða til flugs heíur batnað og þá sérstaklega vegna tilkomu þver- úi'autai’innar, og á cnn eftir að batna er þverbrautin verður gerð fullkomnari og betri, þá er rétt, að benda á ferðir Herjólfs, sem eru þrátt fyrir ýmsa vankanta, að vissu leyti iífæð atvinnulíísins, og gerl hafa ómetanlegt gagn og ógerlegt væri að vera án. Og sannleikurinn cr sá, að þrátt fyrir erfiðar aðstæð ur búum við í Eyjum við meira samgönguöryggi heldur en margir aðrir og sambærilegir staðir hér á landi. En þrátt fyrir þetta er vissulega margt, sem bæta má í samgöngu- málum héraðsins og að því verður að stefna. Ber þar hæst flugvallar- gerðina. Halda verður áfram sleitu- Jaust að vinna við flugvöllinn. Þá er mjög til athugunar, hvernig hægt er með bættum samgöngum á sjó að auðvelda fólki að flytja bíla sína til „fastalandsins", og á þann hátt njóta þessara farartækja í rikara mæli en nú er gert. Sjálfstæðisflokkurinn og foruslu menn hans í Eyjum vita mætavel hve mikla þýðingu góðar og örugg- ar samgöngur hafa fyrir byggSar- lagiðv Þess vegna mun SjálfEtæðis- fiokkurinn eins og hingað lil leggja ríka áherzlu á, aö samgöngurnar verði gerðar eins góöar og frekast er kostur á og einskis látið ófreist- að til þess að gera þær sem beztar. M er M sem d oð sporo Stjórnarandstaðan lætur sér ann- að veifið tíðrætt um sparnað í rík- isrekstrinum. Er ríkisstjórninni þá gjarnan brugðið um bruðl og sukk, sem mæta verði með þungum álög- um á landsmenn. Þessu sparnaðar- tali stjórnarandstæðinga er ætlað að hafa eitthvert áróðursgildi og aðra þýðingu hefur það naumast. Það er að vísu sjálfsagt að sýna fyllstu viðleitni til sparnaðar í rekstri ríkisins, enda hefur núver- andi ríkisstjórn unnið að því á mark vissan hátt. Hins vegar er það ekki annað en gaspur eitt, að hægt sé með sparnaði á beinum reksturs- kóstnaði ríkisins að lækka ríkisút- gjöldin þannig, að á því verði byggð ar skatta- og tollaiækkanir, nema menn eigi þá við stórfellda launa- lækkun opinberra starfsmanna. Ef framkvæma á lækkun á ríkisút- gjöldum, þannig að verulega muni eða stefnuhvörfum valdi, þá er það ekki hægt nema með því að ger- breyta um afskipti ríkisins af mál- efnum landsmanna. í umræðum á Alþingi um af- greiðsju fjárlaga fyrir árið 1966, þar sem stjórnarandstaðan var all- hávær í gaspri sínu um eyðslu og sukk í ríkisrekstrinum reið Eysteinn Jónsson á vaðið við fyrslu umræðu 18. okt. s. 1. og sagði m. a.: „Til þcss að ná grciðsluafgangi hefur vcrið haugað á stórfelldari nýjum sköttum og álögum en nokkru sinni áður eru dæmi um, cn nú kemur í ljós, áð eyðslan og súkkið' vex cnn meira en á- lögurnar, þótt ótrúlegt raegi tclja . . (Tíminn 19. okt. 1965). Þessi ummæli eru ekki ný fyrir Eysteini Jónssyni. Hann hefur marg oft heyrt þau áður. Og það hefur eigi ósjaldan fallið í hans hlut að svara þeim. Hliðstæðum ummælum svaraði t .d. Eysteinn í útvarpsum- ræðum á Alþingi við þriðju um- ræðu fjáriaga fyrir 1952, 12. des. 1951 og mælti á þessa leið: „Hvað er það, scm á að spara? Ilvað er það, scm er svo auðvelt að spara og á að vcra svo þung- vægt, aö straumhvörfum valdi í skattaálögum? Vilja þeir fækka dómurum og lögreglumönnum? Vilja þeir draga úr landhelgis gæzlunni eða fækka mönnum á varðskipunum? Vilja þcir fækka læknum, spítölum cða fækka slarfsfólki á spilölunum, cða draga úr fæðiskostnaöi sjúklinga eða hækka daggjökl á spitölun- um? Vilja þeir draga úr styrkj- um til berklasjúklinga cða vilja þcir lækka l'ramlög til þeirra, scm þjásl af langvarandi sjúk- dómum? Vilja þeir draga úr framlögum til nýrra vega eða til viðhalds vega, framlögum til hafnargcrða og vita, framlögum til flugmála og strandferða? Vilja þeir fækka prestum? Vilja þcir loka skólum cða lcggja nið- ur skóla? Vilja þeir lögbjóða lcngri vinnutima fyrir kcnnara og fækka kennurum? Vilja þeir loka söfnunum? Vilja þeir draga úr námsstyrkjunum? Vilja þeir lækka jarðræktarstyrkinn, fram lög til Búnaðarbankans, skóg- ræktar og sandgræðslu? Vilja þcir lækka framlög til fjárskipt- anna cða hætta við þau i miðju kafi, draga úr framlögum til afla fryggingarsjóðs eða til Fiskifc- lagsins eða til raforkumála? Vilja þeir lækka framlög til Tryggingarslofnunar ríkisins, til sjúkrasamlaganna, framlög til bygginga í kaupstööum og kaup túnum? Vilja þeir láta hætta að grciða eftirlaun eða draga úr eft irlaununum? Vilja þeir láta lækka laun opinbcrra starfs- manna? Þannig mætti lialda á- fram að spyrja . . . “ (Alþingistíðindi 1951, B, bls. 483—484.) Síður verður Eysteini brugðið um fáfræði en óskammfeilni. Ný sending af PLAST-NETAFLOTUM (hringjum) væntanlcg um næstu mánaðamót. Gcrið pantanir strax! GUÐLAUGUR STEFÁNSSON UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Básaskcrsbryggju 1. — Simi 1139. Opnum á morgun, laugardaginn 26. marz, BÍLA-VARAHLUTA- VERZLUN, að Strandvcgi 63 A, undir nafninu LITLA BÍLABÚÐIN. Komið og rcyniö viðskiptin! Litla Bílabúðin Strandvcgi 43A. Húsbyggjendur! Grindurnar í fataskápa og plastskúffurnar í cldhús, ásamt ýmsu öðru til innrcttinga, vcrður til sýnis i glugga Ilúsgagnabólstrunar EGGERTS SIGUR LÁSSONAR, um þcssa hclgi. Tréverk s. f. Flölum 18. — Sími 2228. Hið heimsfræga PATTON’S GARN. — Ný sending. Drífandi h. f. Sími 112X.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.