Fylkir


Fylkir - 01.04.1966, Page 3

Fylkir - 01.04.1966, Page 3
F YLKI R 3 Uaraldur Qudnason $ón biskup Vidalm 1666 Eg mun rifja upp í stórum drátt- um æviferil Meistara Jóns Þorkels- sonar Vídalíns. Enda þótt svo hafi verið gert í blöðum og útvarpi um síðustu helgi, þá verður að fallast á, að vart sé hægt að efna til minn- ingardagskrár um Meistara Jón án þess að gera þessum þætti nokkur skil. Og Vestmannaeyingar hafa vissulega ástæðu til að minnast Jóns Vídalíns. Hann dvaldi hér tvær vertíðir við útróðra, þá um tvítugsaldur. Hann hefur því þekkt til manna og málefna í verstöðinni. Og í sjómannaprédikun hans kem- ur glögglega fram, að þar talar maður með sjómannsreynslu. Hin önnur ástæðan er sú, að Jón átti hér til ættar að telja, því séra Jón Þorsteinsson píslarvottur, prestur á Kirkjubæ 1612—1627, var lang- afi hans. Jón var fæddur 21. marz 1666 í Görðum á Álftanesi. Faðir hans var Þorkell prestur Arngrímsson hins lærða í Mel í Miðfirði. Þorkell var fæddur 1629. Hann þótti hinn merk asti klerkur, var kunnur fyrir lækn ingar og áhuga á náttúrufræðum. I-Iann var og skáld og orti á latínu og íslenzku jöfnum höndum. Þor- kell kvæntist 1660 Margréti Þor- steinsdóttur, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar prests Þor- steinssonar, sem fyrr segir. Mar- grét þótti atkvæðakona og skörung- ur; hún dó í Skálholti 1706. Börn þeirra hjóna voru fjögur, þrír syn- ir og ein dóttir. Þeir bræður urðu allir þjóðkunnir menn: Jón biskup, Þórður rektor og læknir og Arn- grimur rektor. Þá er Jón var 11 vetra missti hann föður sinn, 1677, var þá ærið þröngur hagur fjölskyldunnar og engar eignir eftir, „því þeim lang- feðgum lét ekki búskapur“ segir Jón forseti. Þeim lét betur fræði- mennska og vísindastörf. Afi Jóns, Arngrímur Jónsson var kallaður hinn lærði, og ekki að ástæðulausu, því fræðslurit hans um ísland á latínu öfluðu honum frægðar meðal menntamanna álfunnar. Arngrím- ur kallaði sig fyrstur Vídalín, því hann var uppalinn í Víðidal. Þá er rætt var um þá frændur var oft talað um „hina lærðu Vídalína“. Jón var svo bráðþroska, að talið er, að hann hafi verið á sjöunda ári þó er hann hóf latínunám. Þá var hann við nám hjó ýmsum prest um m. a. Páli í Selárdal. En þá er 1966 hann hefur tvo um tvítugt fer hann til háskólanáms í Kaupmannahöfn með styrk frænda sinna, það var árið 1687. Að loknu tveggja ára námi við háskólann að fengnum góðum vitn- isburði, ber nú svo til, að Jón hverf ur ekki heim til íslands, heldur ger ist hann sjóliði í danska hernum í tvö ár og átti þá ósk heitasta að losna úr þjónustu á flota hins danska majestets. Sumir hafa undr- ast þessa ráðabreytni og aðrir vilj- að draga fjöður yfir þennan kafla í ævisögu Jóns biskups. En Jón Vídalín var stórhuga og hvatlynd- ur. Er ætlað, að hann hafi talið sér búinn skjótan frama í hernum, en þær vonir brugðust. En þá er Jón lauk námi var ekki til fagnað- ar að flýta sér að fara til íslands. Þetta var öld myrkurs mannlegr- ar hugsunar, öld hjátrúar, menn brenndir fyrir galdur, miskunnar- laus öld. Það er sagt, að aldrei hafi verið minna af sannri og lifandi trú á íslandi. Réttarfarið var nafnið tómt. Danir heimtuðu menn til sjó- róðra, tvö dagsverk um slátt af hverjum bónda og hesta þegar þurfti. Einveldið samþykkt í Kópa- vogi eftir miðja öldina, 1662. En verst af ölu var þó einokunarverzl- unin. Á íslandi gengu ýmsar sögur af því, hvernig Jón hafi komizt úr herþjónustu. Og raunar varð hann fljótt þjóðsagnarpersóna og skráð- ar um hann nokkrar skemmtilegar sögur. Jón prófastur Halldórsson segir, að Heidemann landfógeti hafi leyst Jón úr herþjónustu með nokkru fjárgjaldi fyrir bón kunn- ingja hans og einkum þó móður hans, en hann kom heim til íslands árið 1691. Þjóðsagan segir, að þá er konungur var í kirkju og hirð hans, þá bar svo við, að prestur varð sjúkur í stólnum og féll niður mess an. Þá spurði konungur, hvort eng- inn væri sá innan kirkju, sem gæti préikað fyrir söfnuðinn. Þar var í kirkjunni flokkur hermanna, gekk einn þeirra fram og laut konungi, kvaðst þess albúinn að flytja ræð- una, ef hann vildi leyfa. Lagði hann þá frá sér vopn og herklæði, fór í búning, sem hæfði og flutti skörulega ræðu. Líkaði konungi ræðan svo vel, að hann spurði pré- dikax-ann að nafni og sagði, að hann mætti biðja sig einhverrar bónar. En Jón bað að hann veitti sér lausn HAPPDRÆTTI Islands í dag ATH.: Vegna páskahátíðarmnar, verður síðasti endurnýjunar- dagur laugardaginn 9. apríl. Verður þá opið frá kl. 10,30 til 12 og kl. li tU 16. UMBOÐSMAÐUR. Hundahald Samkvæmt reglugerð nr. 9 frá 10. janúar 1940 má enginn hafa hund í Vestmannaeyjum nema að hann hafi til þess leyfi bæjarstjórnar. — Bæjarstjórn veitir Ieyfi því aðeins, að umsækjandi hafi meðmæli lögreglustjóra og sanni, að um þarfahund sé að ræða. Brot á reglugerð þessari varðar sektum, og er hver hundur réttdræpur, sem fyrirfinnst í lögsagn- arumdæminu, ef ekki er fengin heimild fyrir hon- um. Að gefnu tilefni eru menn beðnir að taka þetta til athugunar og fjarlægja nú þegar þá hunda, sem kunna að vera hér án heimildar. BÆJARFÓGETI. hefst endurnýjun til 4. flokks. Háskóla Hattn vann / HASKOLANS úr herþjónustunni og orlof til ís- lands. En sumir segja, að konung- ur hafi líka lofað Jóni biskupsdæmi þá er það losnaði. Þetta er þjóðsag- an um þessi kapítulaskipti í lífi Jóns Vídalíns. Jón fór nú í þjónustu Þórðar biskups Þorlákssonar um hríð, varð kirkjuprestur í Skálholti 1693, fékk Garða á Álftanesi 1695, en á önd- verðu ári 1697 var hann skipaður aðstoðarmaður biskups samkvæmt beiðni hans. Eftir lát biskups sama ár fór hann utan og fékk veitingu fyrir Skálholtsbiskupsdæmi 16. nóv. s. á., vígðist 1. maí árið eftir. Lá við sjálft, að Jón næði ekki em- bættinu, því Niels Juul aðmíráll vildi koma í það dönskum manni. En hér naut Jón Árna próf. Magn- ússonar og það reið baggamuninn. Árið 1699 gekk Jón að eiga Sigríði, dóttur Jóns biskups Vigfússonar á Hólum. Var hún talinn hinn bezti kvenkostur. Þá er Jón varð biskup hlaut han magisters eða meistara-nafnbót frá Kaupmannahafnar háskóla. En alþýða lagði á nafnið „Meistari Jón“ miklu dýpri merkingu og virð

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.