Fylkir


Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 4
4. F Y L K I R f *+-i0>^++>**-*»*** ¦- «*» ^*m*m +-^-~-*--i*-*~~*--~-~~*~-^-+~-» Nýkomin ný sending FERMINGARFATA. Góð - falleg - ódýr. Kf. Veslmannaeyja Gömlu dansarnir í Alþýðuhúsinu laugard. kl. 10-2. ELDAR sjá um fjörið. Miða- og borðpantanir í síma 1537 milli kl. 5 og 6 á laugardag. TÝR. KNATTSPYRNUÆHNGAR verða á íþrórravellinum fyrst um sinn sem hér segir: I. — II. «.: Sunnudaga kl. 14,00. Þriðjudaga kl. 18,00. Fimmtud. kl. 19,00 (gagnírsk.) Laugardaga kl. 16,30. m. fi. Þriðjudaga kl. 17,00. Fimmtudaga kl. 17,00. Laugardaga kl. 15,00. V. fl.: Mánudaga kl. 16,00 (yngri) kl. 17.00 (eldri) Föstudaga kl. 16,00 (yngri) kl. 17,00 (eldri) Sunnudaga kl. 13,00 (eldri). Þjálfari: Rudolf Krcil. Mætið vel og stundvíslega. Knatrspyrnufélagið TÝR. Bifreiðaeigendur, athugið: Tökum að okkur slönguviðgerðir, og gerum við um leið. Munum við svo eftir kl. 6 koma á stað- inn og gera við. Ennfremur höfum við umboð fyrir NITTO, CON- TINENTAL og BRIDGESTONE hjólbarða og slöngur. Og munið, að til okkar cr helzt að lcita, ef yður vantar citthvað í bílinn. Litla Bílabúðin. $ón biskup Vidalin ingu, en títt var að sá titill einn gæfi tilefni til. í hugum íslendinga er aðeins einn Meistari Jón. Þá er Jón biskup tók við stólfor- ráðum þótti hann brátt ærið rögg- samur. Hann vildi að prestar væru sómi stéttar sinnar, en út af því vildi bregða, og þá var Jón biskup harður í horn að taka. Hann gekk stranglega eftir að kirkjum væri vel við haldið. Bústjórn hans og stjórn á skólanum var með mikilli reisn og efnaðist hann vel. Hann dró föng víða að og horfði ekki í kostnað. Sagt er, að hann hafi sent boð Guðmundi bónda í Brokey og beðið hann að selja sér fisk eins mikinn og hann mætti missa. Verð- inu mátti Guðmundur einn ráða. En það hefði Brynjólfur Sveinsson ekki gert, segir sögumaðurinn. Hér er ekki tími til að rekja störf Jóns Vídalíns á biskupsstóli. Þótt hann hafi rækt þau röggsamlega og samviskusamlega munu þau ekki halda nafni hans lengst á lofti. Þau eru raunar flestum gleymd. En húslestrarbók Jóns biskups, Vídalínspostilla eða Jónsbók, eins og hún var kölluð í mínu ungdæmi, mun trúlega lifa jafn lengi og ís- lenzk tunga verður töluð og Jón í henni, enda þótt boðskapur hans sé ekki talinn henta nútímanum. Lúth crska kirkjan á íslandi hefur eign- azt tvö klassísk verk: Passíusálm- ana og Vídalínspostillu. Það er merkilegt, að út skuli hafa komið 14 útgáfur af jafn geysistórri hús- lestrarbók og Vídalínspostillu, nær 800 stórar bls. Og þessi lestrarbók var einvöld á svo til öllum íslenzk- um heimilum i hálfa aðra öld. Svo mikil var trú fólksins á þessari bók, að haft var að orðtaki: „Jónspost- illu hafðu á hillu, hún ver illu grandi." Og jafnvel þá, er postillur jafn mætra kennimanna og Árna Helgasonar (1822 og 1839), Helga- postilla (1883) og Pálspostilla (1894) voru flestum gleymdar, þá var jónsbók enn lesin víða um land. En smám saman vann bók Péturs biskups (fyrst útg. 1856) á, en það tók langan tíma. Eg man það vel, að þá er ég var barn að aldri var Jónsbók lesin á einum bæ í hverfinu. Eg hlustaði þar á nokkra lestra. Og þótt skiln- ingur minn á efninu væri takmark- aður, þá varð cg undrandi á þess- ari orðkyngi bg krafti. Á mínum bæ var Pétursbók lesin og fannst mér hún satt að segja heldur bragð dauf cftir þessa þrumulestra meist- arans. Og ávallt talaði fólk með mikilli virðingu um Meistara Jón og bók hans. Um Jón biskup segir Jón Sigurðs son, að hann hafi verið lærðastur biskupa á íslandi, annar en Brynj- ólfur Sveinsson, og svo var hann mikið latínuskáld, að hann mælti fram vers á latínu eins hratt og hann talaði. Jón Helgason biskup segir um hann að: „Eldur og kraft- ur sannfæringarinnar, skarpleiki og dýpt hugsunarinnar, logandi mælska og andans fjör og flug", hafi einkennt ræðu hans alla. Og Jón biskup segir ennfremur, að hann hafi kynnt sér feril kenni- manna á Norðurlöndum um daga Jóns, og komist að þeirri niður- stöðu að Jón hafi verið mestur skör ungur kennimanna, ekki aðeins á íslandi heldur um öll Norðurlönd. Það hefur verið stór stund hverj- um manni að sjá og heyra Jón biskup í ræðustól, því það fór saman að hann var frábær mælskumaður og búinn persónutöfrum. Honum er svo lýst, „að hann hafi verið vel í vexti og vel limaður, fríður sýnum og tígulegur, snareygur mjög og að öllu vel farinn. Hann hafði hreint málfæri og skírt og var hinn snjall asti. Hann var og hinn mesti kenni maður, vandaði kenningar sínar mjög, og var vandur að því við aðra." Ýmsum þótti kenning Jóns biskups hörð um of. Sagt er, að þá er hann flutti hina harðorðu ræðu um lagaréttinn á Alþingi 10. júlí 1718 hafi Páll frændi hans Vídalín gengið út og mælt fyrir munni sér: „Skárri er það nú ræðan. Mikiil dómadags kjaftur er á honum Jóni." En í þessum orðum felst vissulega viðurkenning á Meiscara Jóni, þótt óhefluð kunni að þykja. Enda þótt ferill Jóns Vidalíns á biskupsstóli um nær aldarfjórðung hafi verið með glæsibrag um margt varð honum margt mótdrægt um ævinu. Þau hjón áttu ekki barna- láni að fagna, áttu tvö börn, annað var fætt andvana en hitt andaðist í Stórubólu á unga aldri. Jón biskup skipaði sér í flokk hinna fáu umbótamanna þessa tíma bils og studdi fast Árna Magnús- son og Pál Vídalín, frænda sinn. Hófust um 1712 miklar deilur með Jóni biskupi og Oddi lögmanni Sig- urðssyni (1681—1741) og fleiri valdamönnum. Var þeim mála- rekstri ekki lokið er • Jón biskup féll frá 1720. Valdahneigð Odds var mikil og vildi hann öllu ráða, en upphaf ó- vildar þeirra var það, að Jón boð- aði til prcstastefnu án vitundar Odds og gengu dómar í málum presta án vitundar fulltrúa stift- amtmanns. Varð brátt fullur fjand-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.