Fylkir


Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 5

Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 5
FYLKI R $ón biskup 19tdalin Framhald af 4. síðu skapur milli þeirra og bar margt til. Þar mættust stálin stinn, því báðir voru skapmenn, bráðlyndir og sáust lítt fyrir. Og sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þá var og vín- öld mikil og forsmáðu þeir höfð- ingjar hins veraldlega og andlega valds ekki þær veigar. Hrukku þá mörg orð og stundum ófögur á báða bóga. Hafa þessar erjur vafa- laust mætt þunglega á Jóni bísk- upi. Með 18du öldinni hófst ein hin mesta óáran, sem saga landsins get- ur. Ördeyða var á fiskimiðum, harðindi til landsins, þúsundir manna féllu af hungri og harðrétti. Þá kom út mikið rit Arngríms, bróður Jóns biskups, rektors á Lá- landi, um endurreisn íslands, þar sem hann leggur til við konung, að verzlunin verði gefin frjáls, komið á iðnaði, þilskipaútgerð o. fl. En góð meining enga gerði stoð þá sem oftar. Árið 1707 fór hin ægilega bólusótt um landið eins og eldur í sinu. Er talið, að sem næst 12 þús- und manns hafi dáið í Skálholts- 'biskupsdæmi. Á síðustu árum ævinnar kenndi Jón biskup krankleika, einkum síðustings og fótaverkjar. En hann vann eigi að síður og eitt síðasta verk hans var, er hann í júlímánuði 1720 afhenti stftamtmanni nýjar til- lögur úm viðreisn landsins, en að- alefni þeirra var, að efnt yrði til fjársöfnunar til fiskiskipakaupa, saltvinnsla sett á stofn á Reykja- nesi, ungir menn sendir út til iðn- náms og hafin kornyrkja og garð- rækt. Sjálfur hefði hann sáð byggi og rúgi, sem náði þroska, en eyði- lagðist í haustrigningunum. — En nú dró að ævilokum. Á auðn- um íslands, hrikalegum og fögrum, kvaddi hinn stórbrotni andans mað- ur þetta líf þann 30. ágúst 1720. Fyrsta útgáfa Vídalínspostillu kom út 1718, prentuð á Hólum, en hin síðasta 1945, þ. e. 14. útgáfa. Útg. síðari parts munu vera tveim færri. Auk þess hafa verið prent- uð sex rit Jóns biskups önnur, pré- dikanir, bænir og líkræður og nokk- ur rit hans eru óprentuð í Lands- bókasafni. Mest þeirra mun vera Nýja Testamentis þýðing hans. Ljóð Jóns biskups, flest ort á lat- ínu, hafa og ekki verið prentuð. Það sætir vissulega furðu, að hin íslenzka bókaþjóð, skuli enga bók eiga um Meistara Jón. Hins vegar hefur komið bók um hann á dönsku árið 1929, eftir Arne Möll- er. íslendingar hafa reist Meistara Jóni tvö minnismerki, eirmynd Rík harðs Jónssonar sunnan við Dóm- kirkjuna í Reykjavík 1920 og kross inn á Kaldadal, sem Akurnesingar áttu frumkvæði að og reistur var fyrir fáum árum. Er þetta virðing- arvert og þeim sem hlut áttu að til sóma. En óbrotgjarnasta minnis- varðann hefur hann reist sér sjálf- ur, með einu mesta stórverki ís- lenzkrar tungu: Vídalínspostillu. „Hans meistaraorð á þann eld og það vald, sem eilífs varir í gildi." (E. Ben). Vörubíll. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmaiuiabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. JÓN HJALTASON hrl Til sölu Chervolet-vörubíll, Skrifstofa: Drífanda við Baru árgerð 1955. Upplýsingar gefur ÍSLEIKUR JÓNSSON B. S. V. götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga ki 11 — 12 f. h. — Sími 184/ BEZTA HRESSINGIN COCA COLA er gæðodrykkur, sem hressir upp á sálina, léttir srörfin og gerir lífið ánægjulegt. HMGHMGHMGHMGHMGMMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG X X X & % Húsgognc- X i Horinós Guðmundssonsr % Brimnólabraut 1. — Sími 1200. ö X o X i X o X X © X HMGHMGHMGHMfcHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMC og gólfteppaverzlun GÓLFTEPPI : ViS viljum vinsamlegast benda fólki á, að gjöra teppa- pantanirnar tímanlega vegna afgreiðslufrests frá verk- smiðjum. Ný mynstur nýkomin. ÁLAFOSS - VEFARINN - WESTON horno á milli ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT!

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.