Fylkir


Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 6
r Neðan f rá sjó. Gæftir: Veður til sjósóknar hefur verið skaplegt að undanförnu, og suma dagana alveg ágætt. Allur flotinn hefur því verið úti, en því miður hefur margur haft meira erf- iði en erindi. Netin: Enn er alveg sáratregt í netin. Einn og einn bátur fær að vísu sæmilegan róður öðru hvoru, en yfirleitt ördeyða og líklega einna slakast í fyrradag. Bíða nú allir í ofvæni eftir páskahrotunni og finnst mörgum all seint ganga, en aðrir taka þessu aflaleysi með meiri ró — og segja og endurtaka í sífellu — hann kemur, hann kemur. Botnvarpan: Eini ljósi punkturinn hvað viðvíkur aflabrögðunum er botnvarpan. f vörpuna hefur verið góður afli, og hjá mörgum alveg af- bragð. Má í þessu sambandi benda á Suðurey, er km einn daginn með 41 tonn. Voru um 30 tonn áf þorski, hitt að mestu koli. Allt af afla Suð ureyjar var slægt. Þá kom Baldur inn núna í vikunni með um 30 tonn. — Af þessu sést,, að það hefur heldur betur hlaupið á snær- ið hjá trollbátunum. „Nótafiskararnir": í þorsknótina hefur alveg verið steindautt að undanfórnu. Um seinustu helgi fréttist af síld hérna „suður frá". Tóku þá nokkrir nótabátar síldar- nætur um borð, en lítið kom „út úr því". Fengu 3 bátar smáslatta, mest um 200 tunnur, — Halkion. Ennþá eru um bátar með loðnunót. En líklega fer þeim fækkandi úr þessu. Mestan afla af loðnu hefur Gjafar, alveg um 32 þús. tunnur. íslenfur IV. fylgir honum fast eft- ir með eitthvað dálítið minna magn. Hefur Gunnari Jónssyni frá Mið- ey, sem hefur verið skipstjóri á Isleifi IV. aS undanförnu, gengið ljómandi skemmtilega, og virðist alveg hafa náð tökum á nótaveið- um. Er gaman til þess að vita, þeg- ar svona vel fer á stað hjá nýbyrj- endum. Loðnan: Fiskimjölsverksmiðjan h. f. er nú um það bil að ljúka við að bræða loðnuna. Hefur lítið verið afskipað af loðnumjöli að undan- förnu og því miklar birgðir fyrir- liggjandi. Er nokkur sölutregða eins og stendur á fiskimjöli, og nokkuð verðfall hefur átt sér stað og þá einkum á mjöli unnið úr loðnu. Perú-menn hafa fiskað ein- hver ósköp að undanförnu og seg- ír slíkt vanalega til sín í einhverju verðfalli og sölutregðu. Aflaskýrslan: S. 1. miðvikudags- kvöld voru eftirtaldir bátar komnir með 200 tonna afla og yfir: Skálaberg ..............• 410 Andvari ................ 36r, Leó ...................... 360 leggur þinn skerf af.mörkum, ferð ekki á mis við blessunina. Verum minnug orða Drottins Jesú Krists: „Hvað sem þú gerir einum þessara minna minnstu bræðra, hafið þér gjört mér." Vinnum í þeim anda, innum kær leiksþjónustu af hendi með því að styrkja Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga. Fjölmennum í Landa- kirkju, fjölmennum til kaffidrykkju í hús K. F. U. M. og.K. á pálma- sunnudag. Jóhann S. Hlíðar. Ulsaumaður sængurfatnaður og VÖGGUSETT, nýkomið Einnig sængurver úr silkidamaski, LÖK OG KODDAVER. GLÆSILEG VARA! Seglagerð Halldórs VERZLUN VIÐ HEIMATORG Pálmasunnudagur - Krislniboðsdagur. Sú hefð hefur skapazt víða um land að helga pálmasunnudag kristniboðsstarfi meðal heiðinna þjóða. Hér í Vestmannaeyjum hef ur það verið gert við guðsþjónustu í Landakirkju, þar sem tekið hefur verið á móti frjálsum fjárframlög- um til styrktar kristniboðsstarf- semi, mun svo gert einnig að þessu sinni, en við guðsþjónustuna kl. 2 e. h. mun cand. theol. Benedikt Ai-nkelsson stíga í stólinn. Þá hef- ir K. F. U. K. gengizt fyrir kaffi- sölu í húsi sínu allan þann dag frá kl. 3 e. h. og fram á kvöld, og hef- ur ágóðinn af þeirri sölu runnið ó- skiptur til sama starfs, og mun svo einnig verða að þessu sinni. Þessi fáu orð eiga að vekja at- hygli yðar, góðir bæjarbúar, á þess um tveim tækifærum, sem pálma- sunnudagur býður upp á til þess að styrkja kristniboð meðal heiðinna þjóða. Áhugafólk innan þjóðkirkjunnar, sem stendur að Sambandi íslenzkra kristniboðsfélaga hefur um árabil rekið kristniboðsstarf í Konsó í Eþiópíu, sem kunnugt er. Samband ið nýtur engra opinberra styrkja. Allt kristniboðsstarf í Konsó er kostað af þeim gjöfum, sem ein- staklingar, sem unna þessu starfi, og skilning hafa á gildi þess, leggja fram af örlæti miklu og hlýhug, Sem að líkum lætur eykst þörf S. I. K. með ári hverju. í Konsó er ört vaxandi starf, sem krefst auk- inna bygginga, svo sem sjúkraskýl- is, skóla, íbúðarhúsa, starfsliðs o. fl. auk launa starfsfólks, íslenzks og þarlends. Allt er þetta háð örlæti og kærleika kristniboðsvina hér heima til þessa mikilvæga mannúð- ar- og trúarstarfs. Þessu starfi fylgir blessun. Mik- illi neyð er mætt og úr henni bætt með kærleiksþjónustu. Þú, sem Björg SU ................ 298 Sæbjörg................ 296 Glófaxi .................. 296 Suðurey .................. 277 Júlía .................... 261 Björg VE ................. 258 Lundi .................... 246 Þráinn NK.............. 245 Stigandi ............... V. 243 Björg NK ................ 235 Baldur .......,.......... 230 Ver ...................... 218 Einir .................... 209 Stefán Árnason .......... 206 Sæfaxi.................... 200 Ósköp er nú dapurlegt fyrir krat ana að vera að fjasa um bílastyrk til bæjarstjórans hér í Eyjum. Það kann nú að rifjast upp fyrir manni og manni, að kratarnir hafa nú yfir leitt ekki verið afskiptir, þegar um eitthvað hefur verið að ræða hjá ríki eða bæ. Og af því að vitað er að kratarnir vilja láta Guðlaug njóta sanngirni, og eru lausir við að vera með órökstuddar dylgjur í hans garð, er þá ekki alveg upp- lagt að gera samanburð á tekjum Guðlaugs og einhvers úr þingliði kratanna. Það má einu gilda hver af þessum höfðingjum er. Þegar þessi samanburður liggur, fyrir skýrast malin vonandi fyrir kröt- unum og óðrum, og gæti þá ef til vill komið í ljós, að ef aðeins væri sneitt utan af bílastyrkjum topp- kratanna mætti byggja heilt sjúkra hús fyrir það, sem við það sparað- ist. Sigurður Stefánsson spyr í sein- asta Eyjablaði, hvaðan það fólk komi, sem aldrei hafi séð milbik- aða götu. Því er fljótsvarað, það kemur austan af Norðfirði, en þar hafa kommarnir ráðið í tugi ára. NÁTTÚRUGRIPASAFN kaupstaðarins við Heiðarveg, er opið sem hér segir: Þriðjudaga kl. 8—9 e. h. Fimmtudaga kl. 8—9 e. h. Laugardaga kl. 5—7 e. h. Sunnudaga kl. 4—6 e. h. Um páskana: Föstudaginn langa kl. 4—6 e. h. Páskadag kl. 4—6 e. h. Annan í páskum kl. 4—6 e. h. Þjóðkirkjan: Messað á sunnudag inn kl. 2 e. h. Séra Jóhann S. Hlíð- ar prédikar. Um páskahátíðina: Á skírdag kl. 5, séra Þorst. L. Jónsson. Föstud. langa kl. 2, séra J. Hlíðar. Páskadag kl. 8 f. h. Þ. L. J. og kl. 2, J. Hlíðar. 2. dag páska kl. 2 Þ. L. Jónsson. Betel: Samkoma n. k. sunnudag 4,a0. Barnaguðsþjónusta kl. 1. Afmæli: Eftirtaldir borgarar eiga afmæli á næstunni: Sigurbjörg Benediktsdóttir, Sólhlíð 7, verður 50 ára á morgun. Sigrún Lúðvíks- dóttir, Fífilgötu 10, verður 50 ára 9. apríl og Kristján Th. Tómasson, Vestmannabraut 58B, verður 50 ára 10. apríl. Þann 6. apríl verður 70 ára Sigurjón Eiríksson, Boðaslóð 1. Sigríður Árnadóttir, Vesturv. 15B, verður 80 ára 10 apríl. Blaðið ósk- ar öllum þessum afmælisbörnum heilla. Æskulýðsleiðtogi: Hér var á ferð í vikunni séra Bragi Friðriksson, æskulýðsleiðtogi Þjóðkirkjunnar. — Kom hann hingað til að kynna sóknarnefnd Landakirkju fyrirhug- aðar byggingarframkvæmdir ung- lingabúða er reisa á í nánd við Krísuvík á sumri komanda. Verða sumarbúðir þessar reistar á vegum Kjalarnessprófastsdæmis, og er ætl unin, að allir kaupstaðirnir innan prófastsdæmisins reisi eigin skála innan þessara unglingabúða. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur verið ákveðið að taka þátt í þessu samstarfi, mun bæjarsjóður kosta byggingarframkvæmdir, en safnaðar nefndir innan prófastsdæmisins sjá um rekstur. Aðalsteinn Hallsson: Nýlega hef- ur Aðalsteinn Hallsson, kennari ver ið ráðinn til þess að sjá um skipu- lagningu og endurbætur á barna- leikvöllum bæjarins. Aðalstéinn er , gjörkunnugur þessum málum. Til aðstoðar Aðalsteini við þetta starf mun verða flokkur unglinga á aldr inum 11—12 ára. Er hugmyndin, að þessi unglingavinna verði skipu- lögð á þan veg, að hver flokkur vinni í 2—3 vikur í senn. Aðal- steinn mun taka til starfa að lok- inni kennslu í Barnaskólanum eða strax í maí. Brúðkaup: Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Landakirkju af séra Þorsteini L. Jónssyni, ungfrú Kristbjörg Ágústsdóttir, Sólhlíð 7, og Friðrik Alexandersson, stýri- maður, Reykjavík. Áfengisvarnarráð: Sigurður Gunn arsson, skólastjóri, fulltrúi Áfengis varnarráðs, var í bænum í þessari viku, og sýndi í skólum bæjarins fræðslukvikmyndir um skaðsemi tóbaks og áfengis.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.