Fylkir


Fylkir - 15.04.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 15.04.1966, Blaðsíða 4
r "n Neðan frá sjó. V_________ ________) Gæftir: Það á ekki af okkur að gagna á þessari vertíð. Eilífur aust- an og norðaustan þræsingur dag eftir dag, og aldrei almennilegt sjó- veður. Sjómenn segja, að ekki hafi komið nema 3 eða 4 góðir sjóveð- ursdagar í vetur. Og það sem verst er, að þessir staðvindar eru, að sjómanna sögn, afleitir fyrir fiski- göngur. Netin: Það má segja að ennþá sé sami „dauðinn" í netin. Bátur og bátur fær að vísu róður og róð- ur, en yfirleitt er sáratregt. Menn bundu miklar vonir við að eitthvað myndi úr rætast um páskana, en þær vonir urðu að engu. Það kom engin páskahrota, sem svo oft hef ur „bjargað" vertíðinni. Bátarnir hafa haldið sig mest á vestursvæð- inu, en nú eru skipstjórarnir farnir að tala um að flytja netin austur í bugtir og reyna þar fyrir sér, eða þá að taka alveg upp netin og reyna við botnvörpuna. Nótin: Nótabátarnir halda sig nú allir austur í bugtum. Þar hafa nokkrir bátar fengið geysiafla i þorsknótina. Má til dæmis geta þess, að Gísli á Seley fékk þar al- veg um 80 tonn á tiltölulega skömmum tíma. Þá var Halkion að landa í gær 30 tonnum. : Bothvarpan: Veðráttan hefur komið illilega við botnvörpubát- ana sem fleiri. En þegar út hefur verið komizt, þá hefur nú kroppazt dálítið og sumir hafa gert það al- veg ágætt eins og t. d. Addi á Suð urey, sem er búinn að fá 364 tonn. Aflaskýrslan: Hve vertíðin er fá dæma léleg má bezt marka á því, að aðeins einn bátur, Skálaberg, er kominn með yfir 500 tonn, — og kominn miður apríl. Hér fara á eft ir nöfn þeirra báta, er á miðviku- dagskvöld höfðu yfir 300 tonn: Skálaberg 544 Leó 495 Andvari 471 Sæbjörg 411 Þráinn NK 404 Glófaxi 388 Stígandi 381 Björg SU 371 Suðurey 364 Sindri ... 351 Júlía 342 Björg VE ... 328 Lundi 324 Öðlingur 315 Björg NK 3 313 Ver 301 Bamavagn Gamli skólastjórinn okkar sendir mér kveðju sína í bréfsformi í sein asta tölublaði Brautarinnar. Vil ég lítillega kvitta fyrir svo löngu til- skrifi, sem ég er satt að segja dá- lítið hreykinn af, ég hef nefnilega aldrei fengið svona langt — opið bréf. — Hinu furðar mig satt að segja dálítið á, hve miklu púðri hann eyðir á mig — ekki merki- legri persónu — að hans áliti. Þetta er nú heldur en ekki lang- loka, og það sem verra er, hálfgert torf, skrifað í lítt skiljanlegu lík- ingamáli eins og Mafíu-greinarnar, og sannar enn einu sinni sem löng- um var vitað, að komist menn ein- hvern tíma í vondan félagsskap, þá bíða þeir þess seint bætur, — og þá einkum, ef upplagið er rætið og fúlt. — Og blessaður sauðurinn, þú lézt þig ekki muna um að nota páskadaginn til þess að koma þessu frá þér. Einhverjum fellur sjálfsagt þessi páskahugvekja þín vel og þeir og þú hafa gaman af. Og er þá ekki tilganginum náð? Aðaltilgangur þessa langa bréfs, segir þú vera að ég hafi verið að lett i óþverranum úr klaufunum yfir fæðingarsveit þína, Norðfjörð. Hvaða stóryrðavaðall er þetta eig- . g..? Ætlarðu aldrei að láta af .. -uu og ieyna að ----- INU, og -ou eg svo um fæðingar- ovcu pma, iNorofjorð? Jú, að göt- urnar þar, séu ekki malbikaðar. Er það ekki satt? Þær eru steinsteypt- ar segir þú. Annars er það fallegt af þér, Þorsteinn minn, að láta þér þykja vænt um þína fæðingarsveit. Þér er ekki alls varnað. Verst að þú skyld ir ekki vera þar kyrr. Það hefði einhvern veginn slampast af hér í Eyjum án þinnar nærveru og þú nefðir sjálfsagt orðið að einhverju liði fyrir austan. Þú getur ómögulega ætlazt til þess að ég fari að eltast við þetta gamla raus þitt um íhaldsklíkuna uér i Eyjum og alla vondu menn- ii.AU. Það vita allir, að þú átt bágt, - o vera innan um þetta vonda fólk, -i þu verður bara að taka því eins -g xiverju öðru mótlæti. Manna Þ-g upp og vera dálítið hressileg- ur. Þú lætur að því liggja, að ég eigi von á fleiri bréfum. Ekki skaltu búast við, að ég svari þeim. Vestmannaeyj ar eru lítill bær, það þekkja okkur allir, og þó að við værum með einhver illyrði hvor við annan, þá breytir það engu um álit samborgaranna. Fólkið hef- ur sínar skoðanir á mönnum, er það hefur myndað sér af kynnum og daglegri umgengni — skvaldur og illyrðavaðall breytir þar engu um. — En úr þvi þú hefur gaman af þessum bréfaskrifum, þá blessað- ur haltu áfram með þau, — en í guðanna bænum hafðu þau dálítið styttri en þetta í Brautinni, það má nefnilega búast við því, að haldirðu þessari ógna lengd — þá gefist ég upp við að brjótast í gegnum þau. — Nú, bókarkornið sendirðu mér með eiginhandar áritun. í lok þessa langa bréft óskar þú þess, að mér mætti alltaf líða vel. Meinarðu þetta, Þorsteinn? Ef svo er, þá þakka ég þér fyrir. Og svo biðurðu mig um að falla ekki fyrir freistingunum. Það var nú verri sagan, mér er nefnilega svo anzi hætt við að falla fyrir þeim — ég er nefnilega dálítið mannlegur. Björn Guðmundsson. Barnakerra til sölu að Brekastig 19. SJÚRAHÚSSJÓÐUR LÍKNAR Sjúkrahússjóður Kvenfél. Líkn- ar hefur merkjasölu á sunnudaginn kemur. Takið börnunum vel. Kaup ið merki sjúkraliússjóðs og styrk- ið gott málefni. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 10. april s. 1. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Eg bið góðan Guð að blessa ykkur öll. Sigríður Árnadóttir, Reynifelli. ÞAKKARORÐ. Eins og Eyjabúar hafa tekið eftir, var kveikt á flóðlýsingu við Landa- kirkju s. 1. skírdagskvöld. Þessi fagra lýsing er gjöf frá hjónunum Júlíu Erlendsdóttur frá Gilsbakka hér í bæ og Ragnari Jónssyni, forstjóra, Reykjavík. Er þessi minningargjöf um foreldra Júlíu, Björgu Sighvatsdóttur og Erlend Árnason, trésmíðameistara, en á s. 1. ári voru 100 ár liðin frá fæð- ingu hans. Sóknarnefnd vill fyrir hönd safnaðarins þakka þessa höfðinglegu gjöf til hinnar öldnu Landakirkju og óskar gefendum allrar Guðs blessunar. Þá vill sóknarnefndin einnig þakka hr. Garðari Sigurjónssyni, raf- veitustjóra, sem sá um útvegun og tilhögun við uppsetningu flóðlýsing- arinnar. F. h. sóknarnefndar, FRIÐFINNUR FINNSSON formaður. Tilboð óskast í lögreglubifreiðina V-lll í því ásigkomulagi, sem hún nú er í á bifreiðastæði lögreglustöðvarinnar. Tilboðin verða opnuð á fundi bæjarráðs 25. apríl n. k. kl. 4 e. h. BÆJARSTJÓRI. Nýkomnar Sumardragtir, fjölbreytt úrval. Tereline frakkar, margir litir. Dömutöskur í ljósum litum, fallegt úrval. Ennfremur apaskinnsjakkar á dömur og telpur. Verzlunin Skemma n Sími 2080. Sendiferðabíll til sölu. Hagstætt verð. — Upplýsingar gefur ' Guðni B. Guðnason, Kaupfélagi Vestmannaeyja. til sölu. Upplýsingar í síma 1418.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.