Fylkir


Fylkir - 29.04.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 29.04.1966, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjólfstæðis- ffokksins n*"-^-¦»¦¦*•¦< 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 29. apríl 1966 16. tölublað flvfli hefði HddÉ oert í fromtolsnefnd og hvoð geioi hann nieðan hann snt í yfírshottonefnd í Brautinni 13. þ. m. er Mm. með aðdróttanir um, að fiskvinnslustöðv arnar hér og að því er ráða má einnig síldarverksmiðjan greiði út- svör hér eftir öðrum reglum en aðrir. Um þessi fyrirtæki segir hann þetta: „Þau greiða hlutfallslega mjög lág útsvör og miklu minni en víða annarsstaðar, þó vitað sé, að að- staða þeirra sé á margan hátt mun betri en sambærilegra fyrirtækja á öðrhm stöðum." Er þetta mjög lævís áróður og lúalegur, því mér er kunnugt um, að Mm. veit að hann fer þarna með allt annað en sannleikann. Einnig er þetta bein aðdróttun til framtalsnefndar um, að hún hafi misséð sig í starfi, því svo hlyti að vera, ef einhver greiddi „hlutfalls- lega" lægra útsvar en annar, þar sem grundvallarregla útsvarslag- anna er, að allir greiði sama útsvar á hverjum stað af sömu tekjum. Einstaklingar eftir einum ákveðn- um löggiltum útsvarsstiga og félög eftir öðrum. Eg kemst því ekki hjá því sem formaður framtalsnefndar, að gera sérstaka grein fyrir grund- velli að álagningu útsvara á um- rædd fyrirtæki. Er óeðlilegt að til slíks skuli þurfa að koma, vegna trúnaðar, sem á framtalsnefnd hvíl- ir. En vegna aðdróttana Mm. verður ekki hjá þessu komizt. Um þetta vil ég segja þetta: Fiskiðjuverin öll, einnig Fiski- mjölsverksmiðjan h. f., skiluðu framtölum og reksturs- og efnahags reikningi, sem gerðir voru upp og undirritaðir af viðurkenndum lög- giltum endurskoðendum. Ríkisskattstjóri fékk framtöl þess ara aðila nú, eins og áður til sér- stakrar athugunar og er mér kunn ugt um, að hann hafði samband við þá endurskoðendur, sem þau gerðu og fékk hjá þeim þær upplýsingar, sem hann taldi nauðsynlegar til þess að sannreyna, að framtölin voru að hans dómi rétt . Á þessum framtölum eru útsvör stöðvanna byggð og þau að sjálf- sögðu reiknuð út eftir nákvæmlega sömu reglum og gildir um önnur félög, sem rekstur hafa. Að þau greiði „hlutfallslega" lægri útsvör en aðrir eru því hrein ósannindi. Að þessu athuguðu er ekki óeðli Hörmulegt umferðarslys Aðfararnótt s. 1. föstudags varð stórslys við bifreiðaárekstur hér í bænum, og biðu þrír unglingar bana af völdum þess. Slysið varð með þeim hætti, að Volkswagen-bifreið var ekið á mik- illi ferð afturundir pall kyrrstæðs vörubíls, sem stóð vestan megin á Heiðarvegi gegn Hótel HB. Ökumaður og farþegarnir voru fluttir á sjúkrahúsið og þar lézt ökumaðurínn, Stefán Gíslason, Há- steinsvegi 36, skömmu síðar. Hörð- ur Sigmundsson, Hásteinsvegi 38 og Sigrún Kolbrún Ragnrsdóttir, Stórholti 12, Reykjavík, voru flutt í sjúkrahús í Reykjavík, þar sem þau síðan létust nokkru síðar. Þau hin tvö, er í bílnum voru, munu vera á batavegi, enda ekki alvar- lega meidd. Fylkir sendir aðstandendum þeirra er létust innilegustu samúð- arkveðjur vegna hins hörmulega slyss. legt að spyrja Mm.: Hvað hefði hann gert, ef hann hefði verið í framtalsnefnd árið 1965 og haft þau gögn fyrir sér, sem nefndin hafði, er niðurjöfnun fór fram? Og það er ekkert óeðli- legt, fyrst hann gaf tilefni til þess- ara umræðna, að spyrja hann, hvað hann gerði í sambandi við útsvör stöðvanna þau ár, sem hann var í yfirskattanefnd? Framtöl voru þá almennt mikíu ónákvæmari en nú er krafizt eins og breytt form þeirra sýnir. Gerði Mm. þá nokkurntíma at- hugasemdir um að útsvar á stöðv- arnar væru of lág? Spjaldskrá yfir útsvörin hjá bæj- arsjóði sýnir, að þeim var aldrei í neinu tilfelli breytt til hækkunar af yfirskattanefnd. Að þessu athuguðu verða aðdrótt anir Mm. nú bæði ódrengilegri og óheiðarlegri í garð framtalsnefnd- ar, þegar hann hefur enga aðstöðu til að dæma um gjörðir nefndarinn ar í þessu sambandi. Og líklegast er, að hann hafi ekki einu sinni reynt að leita sér upplýsinga eða að kynna sér málið. En ef hann telur sér það sæmandi að reyna að afla sér atkvæða með því að vera með aðdróttanir um að þessi eða hinn sé að svíkja undan skatti og að framtalsnefnd láti það gott heita, þá er það hans mál. En hann verður bara að geta staðið við það, ef hann vill ekki verða ómerk- ur orða sinna. í sambandi við fullyrðingu hans um að vinnslustöðvarnar hér greiði Framhald á 4. síðu. ALDREI HEIMA segir Sigurgeir Kristjánsson. — Eg hef þó aðeins mætt á 3 fundum færra en hann á kjörtímabilinu. sem lögregluþjónn, um hvað gerist í bænum en þetta, fer að verða lít- ið úr fullyrðingum félaga hans J. B. um, að hann sé fæddur í þetta starf af Guðs náð og enginn sé hon- um þar fremri. Og hvað segir fundargerðabók bæjarstjórnar um þetta? Það má segja, að asninn ríði ekki við einteyming í áróðri þeirra Framsóknarmanna. í síðasta Framsóknarblaði heldur Sigurgeir Kristjánsson því blákalt fram, að ég sé aldrei heima. Segir hann um þetta orðrétt: „Svo sem Vestmannaeyingum er kunnugt, hefur Guðlaugur Gísla- son bæjarstjóri allt árið aðsetur í Reykjavík." Er han með þessu að sjálfsögðu að reyna að telja fólki trú um, að ég komi ekki nærri aðalstarfi mínu, bæjarstjórastarfinu. Mig furð ar á, að hann skuli ekki sjá, að vita gagnslaust er að halda slíku fram. Bæjarbúar vita, að hann fer þarna með vísvitandi ósannindi. Þing hefur undanfarin ár að jafn aði seHið sex eða rúma sex mánuði. Utan þess tíma hef ég verið hér að mestu alveg óslitið. Mörg árin ekki einu sinni farið í sumarfrí. Það er því hreint vandræðafálm að vera að halda því fram í kosninga áróðri nú, að ég hafi aðsetur í Reykjavík allt árið. Og ef hann fylgist ekki betur með í starfi sínu, Samkvæmt henni hefur Sigurgeir Kristjánsson mætt á 39 fundum síðasta kjörtímabil, en ég á 36 fundum, eða aðeins þrem fundum færra, en hann, sem þó er hér í bænum allt árið. Ef hægt er að skamma mig fyrir fjarveru frá skyldustörfum fyrir bæinn, þá sex mánuði ársins, sem ég hef ekki lög- leg forföll, hvað er þá hægt að segja um hann, ef borin er saman fundarsókn okkar. Þeir Framsókn- armenn hér í Eyjum, eru svo marg- staðnir að því að sjá betur flísina í auga náungans, en bjálkann í sínu eigin, að þær fullyrðingar S.K. um fjarvist mína frá störfum, sem hér hafa verið ræddar, eru ekkert einsdæmi. Guðl. Gíslason. Itosninpskrifsf&fa Sjáifstæðisfiokksins er s Samkomuhúsinu, - Sími 22B

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.