Fylkir


Fylkir - 29.04.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 29.04.1966, Blaðsíða 4
Hvað hefði Magnús gert krsanaTM&iiaixsantiríisiairi&S^ jMMÆaa TEPPI H.F. Ný mynstur. — Síðustu forvöð að panta teppi fyrir ferminguna. Seglagerð Halldórs VERZLUN VIÐ HEIMATORG Bifreiðaeigendur! Þið, sem eruð með lausar tryggingar 1. maí n. k., látið okkur tryggja bifreið yðar næstu ár. Þeir, sem hafa verið tjónlausir 4 sl. ár, fá 60% afslátt af iðgjaldi. Athugið að hafa samband við umboðsmann okkar sem allra fyrst, svo tryggingarnar verði í lagi fyrir skoðunina, sem hefst 2. maí. Vátryggingafélagið h. f. Umboðsmaður í Vestmannaeyjum; Richard Þorgeirsson Faxastíg 14. — Sími 1605 Til fermingargjafa: Gærur, 12 litir. Kálfsskinn, margir litir. Tryppahúðir, margir litir. Seglagerð Halldórs VERZLUN VIÐ HEIMATORG I X D Sjálfstæðisfólk XD Kosningaskrifstofa Sjólfstæðisflokksinns er í Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233. Hafið samband við skrifstofuna og gef- ið upplýsingar um það sjálfstæðisfólk, er kann að verða utanbæjar á kjördag. Skrifstofan er opin frá kl. 10,00 til kl. 22,00. KJÓSIÐ D-LISTANN. Framhald af 1. síðu. miklu minni útsvör en annars stað- ar, þá leyfi ég mér að draga það í efa, að hann hafi haft nokkra skýrslu fyrir framan sig um þetta atriði, þegar hann skrifaði um- rædda grein sína. Eg hefi slíka skýrslu ekki held- ur, en mun reyna að afla mér hennar. En það sem ég veit bezt um þetta hygg ég að í ljós myndi koma, ef athugun færi fram á þessu er, að mjög fáar stöðvar aðr- ar en stöðvarnar hér, hefðu á s. I. ári raunverulega greitt nokkur tekju- eða eignaútsvör. Síldarverksmiðjan á Norðfirði. Útsvar Síldarverksmiðjunnar á Norðfirði á s. 1. ári hefur að von- um vakið mikla eftirtekt um land allt. Mun hér vera um hæsta út- svar, sem til nokkurs bæjarfélags hefur fallið að ræða utan Reykja- víkur. Hefur þetta að sjálfsögðu verið tekið til samanburðar bæði hér og annarsstaðar, og þá, að minnsta kosti af kommum reynt að nota það í pólitískum tilgangi. Er ekkert við það að athuga. Ekki mun þeim af veita. Eg hef reynt að afla mér upplýs inga um útsvarsgreiðslur þessa fyx- irtækis á undanförnum árum . Það, sem í ljós hefur komið er, að iyrirtæki þetta hafði fra stofn- un og allt fram til ársins 1965 sára lítið útsvar greitt og sum árin ekk- ert. Árið 1964 mun útsvar þess hafa numið milli þrjú og fjögur hundruð þúsund krónum og var það hæsta, sem það fram að þeim tíma hafði greitt. Árið 1965 skeður það aftur á móti, að útsvar verskmiðjunnar verður 6,3 milljónir króna. Eg hef spurzt fyrir um hvaða skýring væri á þessu og fengið þau svör, að þegar bræðslusíldarverð var ákveðið fyrir sumarvertíðina 1964 hafi verið gengið út frá sömu Orðsending fil bifreiðaeigenda. NÝKOMIÐ: Aurhlífar á eftirtaldar bif- reiðir: Volkswagen, Mosko- wits, Saab, Simca, Opel, Daupine o. m. fl. Höfum kerti í allar gerðir bifreiða, einnig bremsuborða í margar gerðir og mikið úr- val af bremsugúmmíum. Smurslðð Skeljungs B. S. V. Sími 2132. forsendum um aflamagn og fitu síldarinnar og áður. Nú reyndist síldarafli fyrir Aust- urlandi mjög góður 1964, en það réði ekki úrslitum um afkomu síld- arverksmiðjanna þar. Heldur miklu frekar, eftir því sem mér er tjáð, að austfjarða síldin reyndist mun feitari þetta ár en gengið var út frá við verðlagningu hennar. Þetta gaf þeim verksmiðjum, sem við sumarsíldaraflanum tóku alveg ó- væntan gróða, sem líkja má við hreint happdrætti. Þegar svona ber að, hefði ekki verið óeðlilegt þó einhverjum hluta gróðans hefði verið jafnað út til sjómanna og útgerðarmanna, sem síld lögðu upp bæði á Norð- firði og öðrum austfjarðahöfnum þetta sumar. Hefðu sjómenn hér og útgerðarmenn notið góðs af í rík- um mæli, ef það hefði verið gert. En auðvitað eru ráðamenn á Norð- firði mannlegir í peningamálum eins og aðrir, þó kommúnistar séu með jöfnunarhugsjón þeirrar stefnu. Þeir sáu sér hag í því að láta sjálfa sig og sitt bæjarfélag sitja að þessum óvænta gróða og höfðu til þess fulla heimild. Eftir því sem vitað er um af- komu verksmiðjunnar þar á síðasta ári, mun útsvar hennar 1966 ekki vera nema hluti af því sem það var s. 1. ár. Eg hefi rakið þetta hér vegna þess, að ég hefi greinilega orðið var við að reynt hefur verið að læða því að almenningi, að síldarverksmiðjunni hér hafi verið hlíft í útsvari, og þá miðað við Nor ðf j arðarverksmið j una. Eg hef áður hér að framan bent á, að svo var ekki samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja og skatt- yfirvöld hafa ekki treyst sér til að véfengja. Hjá Norðfjarðarverksmiðj unni var um hreint happdrætti að ræða þetta ár. Hjá síldarverksmiðj- unni hér var um góðan eðlilegan rekstur að ræða, sem ekkert annað liggur fyrir um en að hafi greitt j gjöld til bæjarins, samkvæmt þeim l lögum og reglum, sem þar gilda. Guðl. Gíslason. Vorið er komið! Harriet Hubbard Ayer- snyrtivörur. Andlitsnyrting, Raolon-handsnyrting, i Fótsnyrting, Megrunarnudd. Ljósböð, Pantið tíma í síma 1149. Snyrtistofan, Landagötu 21. AFLASKÝRSLA. S. 1. miðvikudag voru eftirtaldir bátar komnir yfir 400 tonn. Leó ....................... 664 Skálaberg ................. 660 Andvari ................... 598 Sæbjörg ................... 541 Bergur .................... 533 Stígandi .................. 514 Björg SU .................. 510 Þráinn .................... 500 Suðurey ................... 489 Glófaxi ................... 499 Sindri 451 Júlía 440 Lundi 421 Baldur . 417 Björg II 408 Jón Stefánsson 410 Barnavagn sem nýr til sölu. Upplýsingar í sínia 1524. 55

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.