Fylkir


Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 2
2. FYLKIR GUÐJÓN ÁRMANN EYJOLFSSON, skólasrj. Ilm rehstur 09 viiorí óldns í Vestm.cvi Athugasemdir við grein S. K. í Fram- sóknarblaðinu 20. apríl s. i. Satt að segja var ég að vona, að Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyj um fengi að vera í friði fyrir í hönd farandi kosningar. Svo var þó ekki. í Framsóknarblaðinu frá 20. 'aríl s. 1. er aftur hafið nagg nokkúð um skólann og tekinn upp þráðurinn frá í fyrra og segir í nefndri grein, að það hafi verið „blátt áfram niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að þurfa einir allra landsmanna að standa undir kostnaði við sjómannafræðsluna." Vegna þess, að mér finnst nokk- uS hart fyrir skólann að liggja und ir þessum ásökunum Sigurgeirs Kristjánssonar, og skrif hans ekki réttmæt, vildi ég leggja nokkur orð í belg um þetta mál, bæði til skýringar málinu og varnar skól- anum. Eg vil strax taka það fram, að ég harma það mjög, að skólinn skuli hafa dregizt inn í pólitíszkar þrætur manna og skrif, eins og gerðist í fyrravetur og nú á að hefja aftur. Það er skoðun mín, að friður eigi að ríkja um skóla- stofnanir, og þar megi alls ekki kóma pólitísk sjónarmið til greina. S. K. heldur því fram nú sem áður, að skólinn hefði strax í upp- hafi átt að verða ríkisskóli, og tel- ur, sem fyrr greinir, rekstur hans níðurlægjandi fyrir Vestmannaey- inga. Eg leyfi mér að álíta, að hér sé um mjóg sögulegan misskilning að ræða. Hélt ég sannast sagna, að þessi misskilningur S. K. hefði leið- rétzt nú í vetur, þegar nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík sendu stjórnarvöldum harðorð mót mæli vegna vanbúnaðar skólans þar á tækjum. Bréf skólafélags Stýrimannaskól- ans í Reykjavík birtist í öllum blöSum Reykjavíkur og var m. a. sett stærstum stöfum í Tímanum, hinn 19. febrúar s. 1. Bjóst ég því við, að þessi mál skýrðust svo vel fyrir S. K., og hann sannfærðist um, að rétt leið hefði verið farin, þótt pólitískur andstæðingur hans hér í bæ ætti hlut að máli. Það var að sjálfsögðu alveg rétt hjá Tímanum að vekja athygli á, hve aðbúnaður stjórnarvalda að þessari menntastofnun sjómanna- stéttarinnar hefur verið bágbor- inn og þjóðinni til skammar. En eft ir upplýsingum skólastjóra í sama blaði, virðast allmargar stofnanir taka svo mikið rúm í skólanum, að sjálfur stýrimannaskólinn býr við plássleysi í húsi sjómanna, sem Bvo er kallað. A5 þessu athuguSu ætti þaS aS vera ljóst hverjum manni, sem þaS vill skilja, að vonlaust hefði verið, að ríkið hefði búiS hér út annan stýrimannaskóla, svo við- unandi væri, þegar höfuðskóla sjó- manna hefur ekki verið meiri sómi sýndur og eins og segir í bréfi nemenda: „skólinn mjög van- búinn siglingatækjum og fiskileit- artæki á hann ekki". ViS ofangreint má svo bæta, — svo furSulegt sem þaS nú er, — þegar forsvarsmenn sjómannastétt- arinnar eiga í hlut og reisa skyldi nýja menntastofnun fyrir stéttina, að forráSamenn Stýrimannaskólans í Reykjavík mæltu eindregið á móti stofnun stýrimannaskóla hér í Vest mannaeyjum, þó aS þeir í hinu orS inu kvarti undan húsnæSisleysi. Kemur hér fram sú stefna, sem hefur riðið við einteyming undan- farin ár, að allt eigi að vera í Reykjavík, þar eigi menningin heima og hvergi annars staðar á íslandi. Hélt ég, að S. K. væri þess- um hugsunarhætti andvígur, þann- ig hefur hann að minnsta kosti tal- að iðulega. Eg þykist nú hafa Nleitt í ljós augljós og söguleg rök þess, aS hér í Vestmannaeyjum hefði aldrei r'isið stýrimannaskóli, ef strax hefði átt að gera skólann að ríkis- skóla. Eg' skal hér viðurkenna, að ég var í nokkrum vafa í fyrstu, að sú leið, sem farin var, hefði verið nauSsynleg, en viS betri athugun og af því, sem ég hef að ofan greint, var ekki önnur leið fær, þeg ar málið tók að skýrast. Þetta hljóta allir réttsýnir mehn að sjá. Af reynslu minni á tveggja ára starfi, er ég sannfærður um, að við Vestmannaeyingar eigum aldrei aS sleppa skólanum alveg úr hönd- um okkar. Skólinn og tæki hans er eign Vestmannaeyinga og ber þeim að eiga stofnunina áfram, og má ég, vonandi meS leyfi allra, til- einka skólann sjómönnum öllum hér í bæ. Til hugarhægðar S. K. hlýtur það að vera, að rekstur skólans sé nú þegar aS % fyrir árið 1966 á höndum ríkisins og að sjálfsögðu mun verða unnið að því, og það réttmæt krafa, að ríkið borgi rekst ur skólans að % að minnsta kosti. En ekki tel ég það ríði bænum að fullu á heildarútgjöldum, þó að skólinn verði alltaf að Vá eða 1/5 rekinn af Vestmannaeyjabæ. Myndi þessi útgjaldaliður verða ca. V2% (skrifa hálft prósent) af heildarútgjöldum bæjarins og ekki trúi ég því, aS S. K. eSa öSrum þyki þaS of mikiS lagt til menn- ingarmála sjómanna hér í bæ, eins og menntastofnun þeirra hlýtur alltaf að vera. Þá vil ég benda á kosti þess, aS skólinn er ekki hreinn ríkisskóli. Þeir eru fyrst og fremst þeir, að Eyjamenn sjálfir og þá auðvitað sérstaklega sjómenn á staðnum geta haft hönd í bagga um fyrir- komulag á kennslu og fleiru. Auk þess er skólanum frjálst að láta óðrum stofnunum eða námskeiðum sjómanna hér í bæ, þjónustu í té. Hefur þetta þegar verið gert, t. d. við vélstjóranámskeið s. 1. haust og verknámsdeild Gagnfræðaskól- ans hér, þó að í smáu sé, en verð- ur að vonum aukið. Það er alkunna, að smávægileg aukning og tilfærsla á tímafjölda er oft illmöguleg hjá ríkisfyrirtækj \im og erfitt fyrir sérskóla að breyta mjög frá reglugerð. Vil ég benda S. K. á ,eins og reyndar hefur komið fram áður í 'viðtölum við mig um skólann, að sú aukning á tækjakennslu og verk legri kennslu í veiðarfærum, sem tekin var upp, hefði ekki verið framkvæmanleg og jafnvel óhugs- andi án sérstakrar heimildar, en allt fé til tækjakaupa hefði þurft sérstakrar fjárveitingar á fjárlög- um, eins og það nú er auðvelt. Sólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík á meðal annars við allt þetta að stríða, og mega menn fekki halda, að það sé af á- hugaleysi skólastjóra og kenn- ara, að skólinn hefur verið vanbú- inn tækjum. Nei, fjárveiting er beinlínis engin og mjög naum til tækjakaupa. Stýrimannaskólinn í Vestmanna- eyjum hefur aftur á móti frá stofn- un verið vel búinn tækjum, auk þess sem skólinn hefur notið þeirr ar gæfu að hafa á að skipa sérstök- um hæfileikamönnum til að kenna á þau, og hefur þannig kunnátta þeirra og leikni orðið sjómönnum til enn betri nota vegna tilkomu skólans. Fjárútlát til skólans ætla ég að hafi verið eðlileg, þegar miðað er við það, að alveg vaxð að byggja stofunina upp frá grunni, en laun mín, sem er eini fastráðni maður- inn við skólann, og annarra kenn- ara, eru skv. launum opinberra starfsmanna, þó með mun meiri kennsluskyldu minni, og hefi ég engan heyrt tala um, að laun rík- isstarfsmanna væru of há. Ókunn- ugir mættu samt ætla af skrifum S. K., að Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum væri Vestmanna eyjabæ þung byrði, af því að sjaldnast ræSir hann svo um bæj- armál og útgjaldaliði bæjarins, aS hann víki ekki að og hneykslist á rekstri bæjarins á skólanum eins og í nefndri grein. Hverjar eru svo þessar miklu byrðar, sem valda S. K. svo mikl- um áhyggjum? Á fjárhagsáætlun fyrir árið .1966 eru skólanum ætlaðar 700 þúsund krónur, þar af er ríkisframlag 225 þúsund krónur, og er því framlag bæjarins 475 þúsund kr. — í þess- um 700 þús. kr. er auk reksturs skólans ráðgerð kaup á nýju Loran tæki, sem mun kosta 80—90 þús. krónur, einnig er ætlað til heima- vistar um 20 þúsund kr. Fyrir bæ- inn er Loran-tækið bein eignaaukn- ing. Heildarútgjöld Vestmannaeyjabæj ar fyrir árið 1966 eru áætluð 45,5 Framhald á 6. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.