Fylkir


Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 4
FYLKIR EYVERJAR elna til Iveggja utan- landsferða í sumar, ef næg þátt- taka fæst, - öllum heimil þátllaka * 10 doga Noregsferð, * íerSin hefst 4. {úlí, * flogið utan og heim, * ferðin kostar 8.600 krónur. Flogið til Oslo, ekið til Geilo - Voss - Gud- vangen — siglt til Sógndals — ekið til Léik- anger — Balestrand — Olden — Loen — Grotti Geiranger og Andalsnes — flogið heim frá Oslo. - - * 5 landa sýn, * 22 daga ferð, * ferðin hefst þann 12. ágúsf, * flogið utan og heim, * ferðin kostar 15.950 krónur. Flogið til Gautaborgar - ekið til Trelle- borg — með ferju til Trawemunde - ekið til Amsterdam - Koblenz — Interlaken — Mun" chen — Kassel - Hamborgar— Kaupmanna- hafnar - flogið heim frá Gautaborg. Vanir fararstjórar verða með í báðum ferð- unúiti. Allar upplýsingar gefnar í Skóverzlun Axels 0. Lárussonar, Sími 1826. Bsjarbúor víta d hverju þeír eiga von ef vinstri /lohkornir wí hér völdum Afsláttur af útsvörum ekki talinn æskilegup. Blöð minnihlutaflokkanna í bæj- arstjórn hafa nokkuð rætt álagn- ingu útsvara hér í Vestmannaeyj- um að undanförnu. Óttast þau sjá- anlega að kjósendur meti nokkuð, að útsvör hafa verið lægri hér í Eyj um allt kjörtímabilið heldur en í nokkrum kaupstað öðrum á land- inu. í síðasta Eyjablaði segir orðrétt: „Það ræður að líkum, að það fer eftir upphæð útsvara á hverjum stað og hverjum tíma, hversu mið- ar uppbyggingu eins bæjarfélags og á engan hátt æskilegt að skerða lögákveðinn tekjustofn bæjarfélags ins að óþörfu, eins og telja verður að gert sé með alhliða lækkun út- svara." Svo mörg eru þau orð. Að sjálfsögðu er það hrein fjar- stða að upbygging bæjarfélagsins fari eftir upphæð útsvaranna á hverjum tíma. Engir hafa betri sönnun fyrir þessu en Vestmanna- eyingar, að þessi fullyrðing blaðsins er fávísleg og röng. Meðan vinstri flokkarnir réðu hér voru útsvör hærri í Vestmanna- eyjum en í nokkrum kaupstað öðr- um á landinu, en framkvæmdir minni en þær hafa nokkurn tíma verið fyrr né síðar og minni en í flestum öðrum sambærilegum stöð um. Hin síðari ár hafa útsvör hins- vegar verið lægri hér í Eyjum en annarsstaðar og það svo að eftirtekt hefur vakið um land allt, en fram- kvæmdir meiri en nokkru sinni áð- ur og mun meiri en í þeim kaup- stöðum, þar sem samstjórn, komma, krata og framsóknar hefur ráðið, eins og til dæmis í Kópavogi, þar sem útsvör voru árið 1965 réttum 50% hærri en í Eyjum miðað við 100 þúsund króna útsvarsskyldar tekjur. Auðvitað er það allt anað, sem þarna kemur til greina. Það, sem fyrst og fremst ræður úrslitum hversu vel þróun og uppbyggingu byggðarlagsins miðar áfram er, hvernig á málum þess er haldið í heild og einstökum atriðum á hverj um tíma. Kemur þetta glöglgega í ljós við samanburð á útsvörum og framkvæmdum í stjórnartíð vinstri flokkanna annarsvegar og Sjálfstæð isflokkjins hinsvegar á málefnum þessa byggðarlags. En það er ágætt og mjög þakkar- vert, að blöð vinstri flokkanna skuli boða það nú fyrir kosningar, að þau telji lækkun útsvara frá gildandi stiga að niðurjöfnun lokið ekki vera æskilega. Með þessu hafa þeir skapað nokkuð hreina línu í kosningunum nú í vor. Þeir, sem vilja hafa út- svörin hærri hér en þau hafa ver- ið, kjósa vinstri flokkana. En þeir, sem vilja að fylgt verði þeirri reglu að hafa útsvörin lægri hér í Vest- mannaeyjum en annarsstaðar, eins og þau hafa verið undanfarin átta ár, kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Um þeta hlýtur kosningin 22. maí n. k. að snúast fyrst og fremst og ætti hótun vinstri flokkanna um hærri útsvör, ef þeir ná hér völdum, að auðvelda kjósendum valið, þegar að kjörborðinu kem- H. F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS. Aðalfundur. Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fund- arsalnum í húsi félagsins i Reykjavik, fimmtudaginn V&. maí 1966 kl. 13,30. Dagskrá samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, sam- kvæmt niðurlagi ákvæða 15. gr. samþykktanna (ef til- lögur koma fram. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hliithöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 9. — 10. maí. Reykjavík, 4. apríl 1966. STJÓRNIN.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.