Fylkir


Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 6

Fylkir - 06.05.1966, Blaðsíða 6
Neðan frá sjó. Gæftir: Gæftir hafa verið með bezta móti seinni hluta apríl og það, sem af er þessum mánuði, enda kominn tími til að eitthvað sljákki í austanáttinni. Á þessari vertíð hefur austan- og norðaustan- átt verið ríkjandi liðlega 60 daga. Nótin: Síðari hluta aprílmánaðar aflaðist mjög vel í fisknótina, svo margir nótabátarnir eru komnir með allgóðan afla. Komu bátarnir oft með meiri afla en dæmi eru til um áður hér í Eyjum. 27. apríl kom Gjafar t. d. með 160 tonn af • þorski, sem er mesti fiskafli, sem borizt hefur á land hér úr einni veiðiferð báts. Nú eru flestir bát- arnir hættir með fisknótina, þó kom Reynir með 26 lestir í fyrradag og Ófeigur II. með 20, og búast þeir nú á síldveiðar. Síðustu daga hef- ur verið leitað að síld hér í kring um Eyjar, en árangur orðið lítill enn. Netin: Netavertíðinni er nú lokið og allir bátar búnir að taka upp. Hafa margir skipt yfir á botn- vörpu. Afli var yfirleitt mjög rýr í netin og kom aldrei umtalsverð ganga hér á heimamiðin, meira að segja hin árvissa páskahrota brást að þessu sinni. Botnvarpan: Botnvörpubátarnir hafa aflað afbragðs vel að undan- förnu. Hafa þeir landað óslægðum fiski, sem hefur gefið þeim mun meiri aflamöguleika, en þegar þeir verða að slægja allt um borð. Eru menn bjartsýnir á, að afli í botn- vörpu geti staðið eitthvað fram eftir mánuðinum. Vertíðarlok: Heita má að vertíð- inni sé lokið, nema hjá botnvörpu bátunum. Héðan stunduðu í vetur 79 bátar veiðar, þegar flestir voru, 28 með net, 29 með botnvörpu, 21 með nót og 1 með línu. Stærstu afladagar vertíðarinnar voru 27. aþríl, en þá bárust á land 1221 lest, 19 apríl með 1021 lest og 16. apríl með 952 lestir, vár þetta mest nóta- og botnvörpuafli. Um mánaðamótin höfðu borizt á land hér 24.590 lestir og var afla- hæsti báturinn með 721 lest. Á sama tíma í fyrra höfðu borizt hér á land 36.842 lestir og var þá afla- hæsti báturinn með 992 lestir. Aflaskýrslan: Eftirtaldir bátar höfðu aflað 400 lestir og þar yfir s. 1. miðvikudagskvöld: Leó ...................................................... 757 Skálaberg .................................... 671 Andvari .......................................... 643 Stígandi .......................................... 605 Sæbjörg .......................................... 603 Bergur .......................................... 571 Þráinn.......................................... 543 Suðurey .......................................... 534 Mntgagn '•okksinf I Okkar innilegustu þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður STEFÁNS GÍSLASONAR Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyjum. Asdís Guðmundsdóttir, Gísli Gíslason og systkini. Innilega þakka ég þeim mörgu, sem sýndu mér vináttumerki á áttræðisafmæli mínu, 27. f. m. með heimsóknum, hlýjum orð- um, handtökum, skeytum og gjöfum. Guð launi góðviljann og blessi ykkur öll. Unnsteinn Sigurðsson. Um rekstur Sfýrimannaskólans. Framhald af 2. síðu. milljónir kr., þannig að framlag Vestmannaeyjabæjar til skólans er rúmlega 1% (skrifa eitt prósent) af heildarútgjöldum. Það mun kallað að gera úlfalda úr mýflugu að fjasa jafn mikið út af jafn litlu eins og S. K. gerir um þetta mál. Finnst mér sjómenn al- veg eiga þessa upphæð inni hjá bænum og vel það. Virðist þá allt vera í betra lagi um bæjarmál en S. K. lætur vera, ef þetta er aðal- atriði, eins og skilja mætti af hin- um miklu skrifum hans um skól- ann í fyrra vetur. Önnur blöð en Framsóknarblað- ið hafa látið af skrifum um þetta, síðan málið lá ljóst fyrir. Um niðurlægingu Vestmannaey- inga fyrir að hafa staðið undir rekstri skólans vil ég segja þetta: Frá útvegsmönnum hér í bæ og sjómönnum, sem ég tek mest tillit til í sambandi við skólann, hefi ég ekki heyrt annað en þeir séu mjög ánægðir yfir, að bærinn skyldi ráð- ast í rekstur skólans og enginn tal- ið það eftir, heldur hafa þeir styrkt Glófaxi .......................................... 532 Björg SU .................................... 530 Sindri ................................................ 521 Júlía ................................................ 479 Lundi ................................................ 464 Björg II .......................................... 461 Baldur ................................................ 455 Jón Stefánsson ........................ 448 Björg VE .................................... 438 Huginn II .................................... 438 ísleifur II.................................... 425 Gjafar.......................................... 411 Ver...................................................... 407 Freyja ................................................ 403 Stefán Árnason ....................... 400 skólann með stórgjöfum margir hverjir, enda gamalt baráttumál þeirra. En sem sjómanna er vani, hafa þeir ekki farið í pólitískan "mannjöfnuð. Úti í frá hefi ég ekki heyrt eða reynt annað en hið sama. í Sjó- mannablaðinu Víkingi, 3. tbl. 1965 segir m. a. svo. um skólann: „Vestmannaeyingar hafa líka sýnt, að þeir verðskulda að eiga stýrimannaskóla í sínu kauptúni, svo myndarlega fóru þeir af stað. Stýrimannaskóli í Vestmannaeyj- um er gamalt baráttumál Eyja- skeggja, sem mætti þó allmikilli andstöðu út á við. Var talið ómógu legt fyrir þá að koma sér upp tækjabúnaði, en fórnfýsi, samtaka- máttur og áhugi þeirra hefur kom- ið því svo fyrir, að kunnugir telja skóla þeirra fullkomnari að þessu leyti, heldur en hinn 75 ára gamla Stýrimannaskóla í Reykjavík. Ó- svinna þætti mér ekki, að Vest- mannaeyingar kæmu sér einnig upp vélskóla, og þá búinn tækjum í sama glæsta hlutfalli og stýri- mannaskóli þeirra er." Eg vil aðeins í þessu sambandi benda S. K. á, að stofnun stýri- mannaskólans hér er hliðstætt dæmi við margt annað, sem hefur verið gert í þessu byggðarlagi og eins og segir í ofangreindri grein með „fórnfýsi, samtakamætti og áhuga". Vil ég hér sem dæmi taka lagningu síma árið 1911 og kaup björgunarskipsins „Þór" árið 1919, en það skip var,. auk þess að vera verndarvættur Vestmannaeyja- báta, til hjálpar og þjónustu öllum íslenzkum skipum á þeim tíma. Á sama hátt vona ég, að Stýrimanna skólinn í Vestmannaeyjum megi þjóna sem flestum íslenzkum sjó- mönnum og að leiðir þeirra liggi hingað til Vestmannaeyja. Tel ég kostnað þann, sem því yrði sam- fara, okkur frekar til lyftingar og framfara, en hið gagnstæða. Eg hef hér leitazt við að skýra þessi mál eins og þau koma hlut- laust fyrir og svarað skrifum, sem mér finnast vera tilefnislaus og ó- sanngjörn. Eg vona, að hverjir svo sem for- ráðamenn bæjarfélagsins verða um ókomna framtíð, þá standi þeir dyggan vörð um skólann og láti hann aldrei fara úr eigu bæjar félagsins — þykist ég hér hafa fært rök að því, hversvegna slíkt væri óráðlegt. Að lokum vil ég enda þessar lín- ur með þeirri ósk og vinsamlegu tilmælum til allra, að Stýrimanna skólanum í Vestmannaeyjum verði haldið utan pólitískra deilu- mála. Það er öllum fyrir beztu. En það er sannfæring mín, að hér í Vestmannaeyjum geti öflug- ur sjómannaskóli orðið byggðarlag- inu lyftistöng — og mun ég víkja að því á öðrum vettvangi. í þessum efnum sem fleiru höf- um við engum öðrum að treysta 'en okkur sjálfum. Segir máltækið: „að sameinaðir stöndum við, en sundraðir föllum við", og á það ekki sízt við í litlu bæjarfélagi. Guðjón Ármann Eyjólfsson. skólastjóri. Til sölu. Ein elzta og grónasta verzlun bæjarins er til sölu. Verzlunin er staðsett á einum bezta stað bæjarins og fylgja henni dýrmæt lóðarréttindi svo og samþykkt teikning að nýju verzlunarhúsi. Einstakt tækifæri fyrir þá, sem vilja skapa sér örugga fram- tíð. — Allar nánari upplýsingar gefur, BRÁGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31 (Kaupangi). — Sími: 1878. Heima: 2178. Viðtalstími 17,30 — 19,00.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.