Fylkir


Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 13. maí 1966 18. tölublað. MálgosB *|onw!aBoii» HofdcsSns ■n :■ Hörður Arsæll Sigmundsson Fæddur 30. des. 1947. - Dóinn 22. apríl 1966 M I N N I N G. 1962 1963 1964 1965 19.400 18.300 20.000 21.000 18.1000 18.000 23.100 25.300 19.400 18.000 19.800 18.400 16.500 15.800 15.400 14.100 Samanburður á úlsvörum hér í Vest-mannaeyjum og þremur öðrum kaupstöðum þar sem samsteypa vinstri flokkanna ræður. Er miðað við 100 þús. króna útsvarsskyldar tekjur. 1. Kópavogur 2. Húsavík 3. Neskaupstaður — 19.400 4. Vestmannaeyjar — 16.500 Liggja hér fyrir óvéfengjanlegar tölur um álagningu útsvara á ofangreindum stöðum undanfarið kjörtímabil. Sést af því, að útsvör hér í Eyjum hafa allt kjörtimabilið verið mun lægri en þar, sem kommúnistar eða samsteypa vinstri flokkanna hefur ráðið, og það svo, að útsvör voru hér rúmlega 50% lægri en þau voru að jafnaði í fyrrgreindum kaupstöðum síðastliðið ár. Stafar þetta af því, að af- sláttur, sem vinstri flokkarnir raunar telja ekki æskilegan, var hér mun hærri en annarsstaðar. Að hægt sé að gefa einum afslátt af út- svari en öðrum ekki, eins og Eyjablaðið hefur verið að fjasa um, er hrein firra. Séu útsvör að niðurjöfnun lokinni hækkuð eða lækk- uð, verður það lögum samkvæmt að ganga jafnt yfir alla. Einmitt þetta er aðalatriðið fyrir hvern kjósanda að meta, hve mikinn hluta af launum sínum hann er látinn greiða í útsvar til bæjarins og hvaða þjónustu og framkvæmdir hann fær í staðinn. Stjórn Sjálfstæðisflokksins á bæjarmálunum hér stenzt saman- burð við hvaða kaupstað sem er á landinu, hvað þessi tvö megin- atriði varðar. Kjósendur eru því mjög varaðir við að leggja á ný út í vinstri stjórnar ævintýri og ættu að hyggja vel að þeirri reynslu, sem af þvi fékkst hér á árunum. Hörður! Mig langar til að kveðja þig vin- ur í síðasta sinn og þakka þér all- ar þær yndislegu stundir, sem þú hefur veitt mér frá því ég man fyrst eftir mér. Eg minnist þín á- vallt sem bezta vinar sem ég hef áttt og mér er það næsta óbærilegt að sjá á bak þér yfir landamæri lífs og dauða. Eg þakka þér allar þær stundir, sem ég fékk að vera með þér í leik og starfi. Þær verða mér ógleyman- legar stundirnar, sem ég fékk að hlusta á þig við æfingar með hljóm sveitinni þinni. Hve vanmáttug eru okkar einföldu orð, er dómurinn þungi er kveðinn. En vertu að eilífu styrkur sem storð þótt skilji okkur náköldu beðin. Vertu sæll, elsku Hörður minn, mér er það huggun, að guð tekur þig í sínar engla sveitir. Þinn vinur, Simmi. Frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. Á fundi, sem haldinn var í fél- aginu 6. 5. 1966, var samþykkt að segja upp samningum félagsins við atvinnurekendur, sem renna út 1. okt. næstkomandi. Ennfremur var eftirxarandi tillaga samþykkt á fundinum: „Fundur haldinn í Sveinafélagi járniðnaðarmanna í Vestmannaeyj- um 6. 5. 1966 þakkar Bæjarstjórn Vestmannaeyja framtakið við iðn- skólabygginguna og skorar jafn- framt á Bæjarstjórn og skólanefnd að beita sér fyrir því að komið verði upp tæknibókasafni í iðn- skólabyggingunni. Hörður Á. Sigmundsson. Sú vonin las sinn dauðadóm við dagsins lok á heiði. Nú leggur ástin blóðrauð blóm á barnsins kæra leiði. Nú hefurðu verið kvaddur í hinzta sinn, vinur kær. Við þau tímamót er margs að minnast fyr- ir þína ástkæru foreldra og syst- kini, sem hafa notið samvista við þig sem elskulegs sonar og bróður. Fyrir okkur hin, sem stöndum þér fjær, er horfinn góður vinur, sem sárt er að sjá á bak, en hugg- un er í hax-mi „að þeir, sem guðirn- elska deyja ungir“. Okkur varð það öllum mikil hai-mafregn, er við heyrðum um hið hörmulega slys, sem varð til þess að binda enda á líf þitt, því lífi, sem hafði fyllingu og veitti öðrum af gleði sinni og göfgi. Hörður Ársæll Sigmundsson var fæddur hér í Vestmannaeyjum 31. des. 1947. Hann var sonur hjónanna Klöru Kristjánsdóttur og Sigmund- ar Karlssonar, Hásteinsvegi 38. Hann ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahóp. — Snemma hneigðist hugur Hai’ðar að tónlist- inni, enda átti hann ekki langt að sækja gáfurnar, því hann var syst- ursonur Oddgeirs heitins Kristjáns- sonar, tónskálds. Hörður byrjaði snemma að leika í danshljómsveit, og þó hann legði mikla rækt við dansmúsík, var áhuginn engu minni fyrir hinni klassísku. Hans líf og yndi var tónlist, og óvíst er, hve langt hann hefði komizt á þeirri braut, ef hann hefði ekki verið kvaddur svo snögglega burt til annars heims. Eg vil að lokum biðja góðan guð um huggun til eftirlifandi foreldra og systkina. Vinur. MÁLVERKASÝNING S. 1. miðvikudagskvöld opnaði frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir mál- verkasýningu í húsi K. F. U. M. — Frúin sýnir þarna 27 vatnslita- myndir og 83 myndir málaðar á rekavið. Heildarsvipur sýningarinn ar er mjög skemmtilegur og sérstak lega athygli vekja „rekaviðar mynd irnar“ sem frúin hefur málað. Þetta er nýung, og er skemmtilegt og um leið athyglisvert, hvernig list- hæfni frúarinnar og hin ýmsu form viðarins laða fram ótrúlegustu myndir og myndaform. — Sýning- in er opin daglega frá kl. 4 e. h. til kl. 10 e. h., lýkur á sunnud.kvöld

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.