Fylkir


Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R trW Æskulýðs- félags- tg tómstundaheimili Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Vaitýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Vinsfri erjur. í síðasta Eyjablaði stendur þessi klausa meðal anars. „Ó já, víst sýndu kratarnir enn einu sinni stjórnvizku sína með því að hafna samstöðu í kosningunum og satt er það líka, að vinstri erj- ur smávegis eiga sér stað endrum og eins,” Þetta er það sem vinstri flokk- arnir bjóða upp á um stjórn bæjar- málanna, ef þeir ná hér meirihluta. Þegar þess er gætt að þannig er samkomulagið meðan þeir eru í minnihluta, getur hver og einn gert sér í hugarlund hvernig það myndi verða, ef þeir ættu að taka hð sér stjórn bæjarmála og bera ábyrgð á þeim. Víst er um það, að ef svo færi, þyrftu þeir oft að taka ákvarð anir í ýmsum málum, sem orkað gæti tvímælis um hvort vinsæl væru. Er alveg sjáanlegt að í slík- um tilfellum myndi hver höndin verða upp á móti annarri og hver fyrir sig reyna að kenna öðrum um, ef slíkar ákvarðanir yrðu gagn- rýndar. Kjósendur hljóta að verða að gera sér ljóst, að ef þeir stofna til slíks meirihluta í kosningunum 22. maí n.k. muni framkvæmd bæjar- málanna verða laus í reipunum og ruglingskennd, auk þess, sem vinstri flokkarnir eru þegar farnir að boða hækkun útsvara ef þeir komast hér til valda, samanber yf- irlýsingu þeirra í næst síðasta Eyja blaði, þar sem lækkun útsvara frá gildandi útsvarstiga var ekki tal- inn æskilegur. Hinir gætnari kjósendur munu að sjálfsögðu taka slíkum boðskap fálega og haga atkvæði sínu sam- kvæmt því. Kjósið lista Sjálfstæðisflokksins- — D listann og tryggið þannig á- framhaldandi uppbygingu byggð- arlagsins og eðlilega þróun þess. Guðl. Gíslason. hhi á síðusta misseri hefir mjög vaxið hér í bæjarblöðunum áhugi fyrir starfrækslu æskulýðs- og tómstundaheimis. Einn af skriffinnum bæjarblað- anna var þó svo langt aftur í tím- ann þenkjandi, að hann minntist þess að einhverntíma muni nú hafa verið rekið hér tómstundaheimili en lætur jafnframt að því liggja að til heimilisins hafi bæjarsjóður í fjárhagsáætlun áætlað kr. 400.000,- til tækja og áhaldakaupa og biður skriffinnur þessi um upplýsingar um hvernig fé þessu hafi verið var ið og hvar þær eignir og áhöld séu nú, sem hér hafi verið fjárfest í. Varla veit ég hvort rétt muni vera að ég svari þessu, þó vil ég með þessum línum leggja hér orð í belg.. Eftir að hafa fengið samþykkta í bæjarstjórn tillögu um að bæjar- sjóður gengizt fyrir stofnun og rekstri tómstundaheimilis hér í Eyjum, þá ritaði ég bréf til Jóns Pálssonar, tómstundaráðunauts, og bað um upplýsingar og aðstoð til að skipuleggja slíkt heimili. Sá ágæti maður, Jón Pálsson, varð mjög vel við málaleitan minni og boðaði mig til fundar við sig í Reykjavík, þar sem við gætum séð slíkt heimili í fullu starfi. Varð þá úr að Guðmundur Lárusson, raf- virki og Karl Ólafur Gránz fóru til Reykjavíkur ásamt mér til at- hugunar og undirbúnings í málinu. Sáum við þar þau heimili er í starfsrækslu voru og nutum í hví- vetna góðrar fyrirgreiðslu Jóns Pálssonar. Að lokinni þessari athugun og að fengnum tillögum um undirbúning málsins héldum við fund hér í Eyj- um um málið. Fundur þessi var haldinn að Breiðabliki 22. marz 1960. Bæjar- stjórn hafði þá tekið húsnæðið á leigu til æskulýðsstarfsemi. Stofnfund þennan sóttu áhuga- menn um framgang málsins, ásamt með þeim aðiljum er tekið höfðu að sér að anast leiðbeiningar og til- sögn. Þeir leiðbeinendur er þar mættu voru auk mín: Páll Steingrímsson, kennari, er annaðist tilsögn í gítarleik o. fl. Helga Eiðsdóttir, kennari, er ann- aðist tilsögn í bast- og tágavinnu, auk leiðbeininga í þjóðdönsum. Guðmundur Lárusson, rafvirki, er sá um ljósmyndadeildina og gerði það allt til þess tíma er heimilið var lagt niður. Sverrir Einarsson, er mætti f. h. Taflfélags Vestmannaeyja og skipu lagði tilsögn í skák. Karl Ólafur Gránz og Guðjón Ól- afsson, skrifstofustjóri, sem eins og kunnugt er lauk prófi frá Hand íðaskóla íslands og tóku að sér til- sögn í föndri. Frú Unnur Guðjónsdóttir, leikkona, sem annaðist tilsögn í leiklist og framsögn. Magnús Magnússon, netagerðarm. er kenndi drengjum verklega sjó- vinnu. Þorsteinn Þ. Víglundsson, skóla- stjóri, sem hafði hóp skeljasafnara. Sigurjón Jónsson, símritari, en hann stofnaði kvikmyndaklúbb inn an heimilisins. Auk þessa fólks, sem hér er tal- ið má geta þess að frú Dagný Þor- steinsdóttir í Laufási tók fljótlega viðleiðsögn stúlkna í bast- og tág- vinnu af Helgu Eiðsdóttur. Gunnlaugur Axelsson, skrifstofu- maður, annaðist einnig föndur drengja. Eg læt þessa upptalningu nægja, en auk þessa mæta fólks lögðu ýmsir aðrir hér lið, sem vert er að þakka. Húsnæðið. Vissulega má segja, að húsnæðið hafi ekki verið sem bezt til þess fallið að reka slíka starfsemi í, en með mjög góðri samvinnu við hús- vörðinn gekk þetta allt saman snurðulaust. í kjallara hússins hafði Magnús sína netagerð og tilsögn í verklegri sjóvinnu. Eflaust munu margir unglingar minnast stundanna með Magnúsi í kjallaranum að Breiða- bliki. í norðurherbergjunum á 1. hæð var dyngjan, aðsetur stúlknanna. í suðurherbergi á 1. hæð (saln- um) höfðum við frjálsa stofu, þar var borðtennis, bobb, töfl og plötu- spilari. Allt í þessu herbergi var lagt til af unglingunum sjálfum. Þarna reyndum við einnig dans- leiki, sem því miður mistókust, enda hvorki hljómsveit né hús- rými, sem til hefði þurft. Önnur hæð að norðan var inn- réttuð sérstaklega fyrir ljósmynda- gerð. Var þetta nokuð kostnaðarsamt því bæði þurfti að kaupa tæki til framköllunar, kóperingar, stækk- unar og alls þess, er með þurfti. Ef ég man rétt þá kostuðu tæki þessi um 20 þús. kr. Innréttingu á þessu húsnæði annað ist Valdimar Kristjánss. og ég held ég megi fullyrða, að það verk var unnið' langt undir sannvirði. Auk þess, sem Guðmundur Lárus son gekk frá öllum ljósmyndatækj- um í sjálfboðavinnu. í suður hluta annarrar hæðar var aðsetur tafl- g spilaflokkanna. Eftir að Sverrir Einarsson hætti þar tilsögn tóku við Magnús Magn- ússon simstöðvarstjóri, Arnar Sig- urmundsson og Björn Karlsson. Þátttaka. Þá kemur að þeim þætti, er snert Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.