Fylkir


Fylkir - 21.05.1966, Page 4

Fylkir - 21.05.1966, Page 4
Áður uttu þeir hugsjónir Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú um tólf ára skeið farið með fram kvæmd bæjarmálanna. Á þessu tímabili hafa hér orðið meiri framfarir en nokkurn tíma fyrr í sögu byggðarlagsins. Meir gróska hefur verið í uppbyggingu bæjarins, bæði frá hendi einstaklinga og bæjarfélagsins. Mörg stór verkefni hafa verið leyst af hendi og mörg framundan, sem krefjast samhentrar og sterkrar stjórnar og aðstöðu til að koma þeim fram og gera þau að veruleika eins og fyrirhugaða vatnsveitu o. fl. Haldi Sjálfstæðisfl. aðstöðu sinni og verði honum falin framkvæmd bæjarmálanna, mun hann leggja sig allan fram um, að áframhaldandi uppbygging byggðarlagsins eigi sér stað, án þess að gjaldendum verði í- þyngt meira en frekast er kostur í álagningu útsvara. Það er þetta, sem kjósendur eru beðnir að gera sér grein fyrir, er þeir ganga að kjörborðinu á sunnudaginn kemur. Það er þetta, sem átt hefur sér stað síðustu þrjú árin, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haft á hendi framkvæmd bæjarmálanna. Og það er þetta, sem verða mun, ef kjósendur veita honum til þess stuðning með atkvæði sínu. V estmannaey ingar! Sameinist um hag og heill byggðarlagsins! Kjósið lista Sjálfstæðisflokksins, — D-LISTANN. í síðustu Brautinni er það talinn rosti hjá Fylki, að benda kjósend- um á, að hér muni verða mynduð vinstri bæjarstjórn, ef þeir flokkar fá nægilega marga fulltrúa kosna til þess. Kemur greinilega fram hjá Brautinni ótti við, að kjósendur vinstri flokkanna — einhverjir að minnsta kosti — hugsi sig vel um áður en þeir með atkvæði sínu RÆTT við Guðmund Guðmundsson yfirlögregluþjón Svo sem bæjarbúar hafa orðið varir við, þá er verið að setja upp ýmiskonar umferðarmerki og fyrir hugaðar eru ýmsar breytingar á umferðinni í bænum. Breytingar þessar eru það viðamiklar, að þær verða ekki skýrðar til neinnar hlít- ar í stuttri blaðagrein, enda ekki þörf á þessu stigi máls, þar sem lögreglan mun á næstunni birta tilkynningar og auglýsingar þar að lútandi. Eigi að síður taldi Fylkir rétt að hafa samband við Guðmund Guð- mundsson, yfirlögregluþjón og spyrja hann frétta um þetta mál og og samstarf hans við fólkið í bæn- um. Guðmundur kvað samstarf lög rglunnar við bæjarbúa vera með ágætum og í nær öllum tilfellum mun betra, en hann hefði kynni af annarsstaðar. Hefði hann mætt skilningi og velvild af hálfu bæj- aryfirvalda í sambandi við starf sitt. „Mér líkar starfið vel, það er gaman að starfa að þessum málum. Kynni mín af Vestmannaeyingum og Vestmannaeyjum eru með ágæt um og ég hygg gott til dvalar hér í framtíðinni." Hver er hinn raunverulegi Mafíuforingi! Það skyldi þó aldrei vera bæjarmaður, sem á hegning- arvottorð í „Gylltum ramma" og á nafn sitt á annarrihverri síðu í dómabókum hæstarétt- ar, enda „nokkrum sinnum“ setið inni og er, að því er bezt verður séð, að skrifa sjálfsævi sögu sína með hinum svo- nefndu „Mafíu“-greinum. i efna til slíks samstarfs. Þó að blaðið segi það ekki beint, er það að láta í það skína, að ó- hætt sé að kjósa kratana .Þeir muni, ef úrslit kosninganna verða þann- ig, taka upp samstarf við Sjálfstæð isflokkinn að kosningum afstöðn- um. Er þetta í samræmi við hvísl- ingar þeirra til þeirra kjósenda flokksins, sem látið hafa uppi efa um, að vinstri stjórn á bæjarmál- unum væri það æskilegasta. Auð- vitað er hér um hreina blekkingu forystumanna krata að ræða. Verð- ur ekki annað sagt, en að aum- ur sé málstaður þess flokks, sem reynir að afla sér fylgis á þennan hátt. Auðvitað getur Sjálfstæðisflokk- urinn verið ánægður með það traust, sem honum er sýnt með þessu. Einu sinni áttu kratar sér hug- sjónir, sem þeir þorðu að halda á lofti til að afla flokki sínum fylg- is og tiltrú fólksins. Ekkert af þessu virðist vera fyrir hendi lengur. Eina vonin er, að hengja sig aftan í Sjálfstæðisflokk- inn, íhaldið, eins og þeir nefna það. í raun og sannleika er þetta ekki í samræmi við neinar eðlilegar lýð- ræðisreglur. Það verður að krefjast þess af for ystumönnum hvers flokks, að þeir þori að halda fram stefnu og gjörð um síns flokks og standa og falla með því, en vera ekki að reyna að afla sér fylgis með blekkingum um hugsanlegt samstarf við aðila, sem meira traust hafa. Slíkt er of lítilmótlegt og ekki einu sinni sæmandi forystumönn- um krata hér í Eyjum. Svo sem kunnugt er, er vinna við væntanlega vatnsleiðslu frá „fastalandinu“ kom- in af undirbúningsstigi á framkvæmdastig. Leiðslurnar í landlögnina eru komnar til landsins, og er verið að skipa þeim upp í Þorlákshöfn. Myndin hér að ofan er af uppskipuninni. í sumar verður lögð leiðsla á landi frá vatnsbólinu í landi Syðstu-Markar til sjávar, samhliða verður unnið að lagningu innanbæjarkerfisins. Sumarið 1967 verður lögð einföld leiðsla frá landi út til Vestmannaeyja, sem getur flutt 900 smálestir af vatni á sólarhring, án þrýstidælu. Áætlað er að kostnaður við lögn Vatnsveitunnar verði 55—60 millónir króna. Það mun koma í hlut þeirrar bæjarstjórnar, sem kosin verður á morgun, að sjá um fjármála- lega og framkvæmdarlega hlið þessa stærsta verkefnis, er Vestmannaeyingar hafa lagt í. Almennt er álitið, að þeir menn, sem skipa lista Sjálfstæð isflokksins séu sigurstranglegastir til þess að koma vatnsmálinu og öðrum verkefnum, er fyrir liggur að framkvæma á næsta kjörtímabili, í heila höfn. Stöndum því öll saman og kjósum Sjálfstæðisflokkinn á morgun. X D - listinn

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.