Fylkir


Fylkir - 10.06.1966, Page 1

Fylkir - 10.06.1966, Page 1
Enjjinn idiefnasamningur milli vinstri flohhnnno Aðeins gert róð fyrir að koma ófram þeim málum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði hafizt handa um framkvæmd á eða var búinn að ákveða. Venja er, þegar flokkar vinna á í kosningum og fá aðstöðu til stjórn armyndunar, að þeir gangi gunn- reifir og bjartsýnir til verks og geri aimenningi grein fyrir stefnu sinni og fyrirætlunum, þegar eftir stjórnarmyndun. Því er nú ekki al- deilis að heilsa með þann meiri- hluta, sem nú hefur verið myndað- ur um stjórn á málefnum kaupstað- arins. Má segja, að berlega komi í ljós hjá ákveðnum kjósendum vinstri flokkanna, jafnt og forystumönnum þeirra, að þeir hafa mjög takmark aða trú á að vinstri stjórn hér í Eyjum muni betur duga en stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kom þetta berlega í ljós á fyrsta fundi hinn- ar nýkjörnu bæjarstjórnar. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins spurðust fyrir um, hvort vinstri flokkarnir hefðu gert með sér nokkurn mál- efnasamning um framkvæmdir eða stjórn bæjarmálanna. Sigurður Stefánsson varð fyrir svörum, ef svar skyldi kalla, og lýsti því yfir, að svo væri ekki. Hugmynd meirihlutans væri að reyna að halda' áfram þeim fram- kvæmdum, sem fráfarandi bæjar- stjórn, undir forystu Sjálfstæðis manna hefði verið byrjuð á eða verið búin að ákveða. Virtist af svari hans þetta vera hámark þess, sem vinstri stjórnin myndi ráða við á í hönd farandi kjörtímabili. Hærra var ekki á þeim risið. En spurningin er þá: Til hvers voru þeir að biðja kjósendur um umboð til myndunar meirihluta? Ekkert nýtt á döfinni. Aðeins hug mynd um að reyna að halda í horf inu og nota næstu fjögur ár til þess að koma áfram þeim málum, sem þegar er búið að ákveða. En hver eru þá þessi mál í aðal- dráttum og hvernig standa þau í dag? Skal það rakið hér í stórum dráttum. Vatnsveitan. Eins og áður hefur verið gerð grein fyrir er efnið í um 22 kíló- metra leiðsluna á landi þegar kom- ið til landsins. Tilskilinn hluti rör- anna og flutningskostnaður hefur þegar verið greiddur. En eins árs gjaldfrestur er á eftirstöðvum af innkaupsverði þeirra. Aðstaða er fyrir hendi að gera hvenær sem er samning um leiðsluna yfir sundið, ef um fjögurra tomma leiðslu verð ur að ræða og miklar líkur fyrir að mjög bráðlega verði hægt að semja um 5 tomma leiðslu, sem bæjar- stjórn er sammála um að mun hag- kvæmara sé. Mjög miklar líkur eru fyrir og næsta öruggt að hægt verði að fá danskt lán fyrir and- virði allrar leiðslunnar 30 eða 36 milljónir króna, eftir því hvor leiðslan verður tekin. Samningar standa fyrir dyrum um greiðslu fyrir virkjun upp- sprettu fyrir vatnsveituna og einn- ig um framkvæmd verksins uppi á landi í aðalatriðum. Hefur Sjálf- stæðisflokkurinn áður lýst því yf- ir, að hann muni gera sitt til að verk þetta nái fram að ganga á sem skemmstum tíma. Er engin ástæða til að ætla, að neinar tafir verði á framgangi þessa máls, nema ef meirihlutinn hrein- lega bilar í smærri atriðum á út- vegun fjármagns. Hafnarframkvæmdirnar. Framkvæmdir þær við höfnina sem staðið hafa yfir og áætlað er að kosta muni um 20 milljónir kr. eru komnar á lokastig. Allt efni til römmunar Friðarhafnarbryggju er komið á staðinn og verkið í full- um gangi og óhætt að segja, að það gangi betur en hægt var að gera ráð fyrir í upphafi. Ekki virðist meirihlutinn þurfa Ópólitískar bæjarstjóri Fyrir kosningar var það eitt af því, sem Framsóknarflokkurinn taldi nauðsynlegast, að ráðinn yrði „ópólitískur“ bæjarstjóri. Var þetta uppáhalds hugmynd Jóhanns Björnssonar póstmeistara og loforð, ef hann fengi einhverju ráðið. Verður ekki annað sagt, en að hann hafi í fyrsta umgangi efnt þetta loforð alveg prýðilega, eins og hans var von og vísa. Á fundi hinnar nýkjörnu bæjar- stjórnar þann 2. þ. m. rétti hann upp hendina með því, ásamt öðr- um fulltrúum vinstri flokkanna, að Magnús Magnússon, efsti maður á lista kratanna yrði ráðinn — ekki settur — sem bæjarstjóri til bráða- birgða. Mun Framsóknarmönnum ganga illa að telja fólki trú um, að M. M. sé ópólitískur, en það gerir kann ske ekkert til. Kosningarnar eru afstaðnar og kokvíddin hjá Fram- sóknarmönnum ábyggilega nóg til að gleypa bæði þetta kosningalof- orð og önnur. Blaðið vill taka fram í þessu sambandi, að það er sömu skoðun- ar og áður, að bæjarfulltrúi þurfi í engu að vera óhæfari til að gegna bæjarstjórastarfinu, en þeir sem ó- pólitískir kunna að teljast, ef þá einhverjir slíkir menn fyrirfinnast, annarsstaðar en í hugarheimum þeirra Framsóknarmanna. að hafa neinar sérstakar áhyggjur í sambandi við það. Sjúkrahúsbyggingin. Húsið hefur þegar verið steypt upp. Fer framhald byggingarinnar alveg eftir því, hversu miklu fjár- magni verður varið til þess á þessu og næstu árum. Fjölbýlishúsið. Er byggingu fjölbýlishússins að mestu lokið og þegar flutt í flestar íbúðirnar. Er eftir að múrhúða hús- ið að utan á vestur- og norðurhlið þess, ganga frá lóð og mála það að utan, ef bæjarstjórn tekur það að sér, og ef til vill einhver smærri atriði, sem fjárhagslega skipta litlu máli. Miðað við heildarframlag bæjar- sjóðs til byggingarinnar er aðeins um mjög smávægilegar framkvæmd ir að ræða að fullgera bygginguna. Gatnagerð úr varanlegu efni. Þegar hafa verið fest kaup á nægj anlegu asfalti til fyrirhugaðra framkvæmda í sumar og fjármagn til greiðslu á því á að vera fyrir hendi af hluta bæjarsjóðs af vega- fé ársins 1965. Framhald á 2. síðu. Tilboð í bæjariljóra Auglýsing vinstri bæjarstjórnar- meirihlutans eftir bæjarstjóra hef- ur óneitanlega vakið nokkra at- hygli. Er þar óskað eftir, að þeir sem kynnu að vilja gefa sig í starf- ið geri kaupkröfu eða tilboð í það. Nú er það vitað, að bæjarstjórar allra kaupstaðanna eru í ákveðnum launaflokki eins og aðrir starfs- menn. Virðist hugmynd meirihlut- ans nokkuð reikul í þessu sam- bandi, nema ef þarna er um sparn- aðaríáðstöfun að ræða og hann haldi, að einhver sæki um starfið með kröfu um lægri launaflokk en verið hefur og annarsstaðar gildir. Mun almennt talið, að þarna sé um nokkra bjartsýni að ræða, en gott að svo er þar til sannleikur- inn kemur í ljós.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.