Fylkir


Fylkir - 10.06.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 10.06.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR 3. N áttúrugripasaf nið. VINSÆLASTA STOFNUN BÆJARINS Án efa er Náttúrugripasafn kaup- staðarins vinsœlasta stofnun bæjar ins í dag og fer aðsókn að því dag- vaxandi. Síðastliðinn sunnudag skoðuðu safnið rúmlega 400 manns og nemur aðsókn að því frá því það var opnað nú í vetur samtals um 6500 manns. Um enga stofnun hefur staðið meiri styrr en um byggingu þessa safns og meira deilt á fyrrverandi bæjarstjóra af andstæðingum hans fyrir framtak hans í þessum efn- um en flestar eða allar aðrar fram- kvæmdir bæjarins. En aðsókn að safninu og einróma ummæli þeirra, sem það hafa skoðað sanna betur en nokkuð annað, að safnið á í aug- um bæjarbúa fullan rétt á sér og getur talizt ekki síður en margt annað til menningarauka fyrir byggðarlagið. Má segja, að uppbygging náttúru- gripasafnsins sé mjög vel á veg komin og af öllum bæði sérfróðum mönnum og öðrum talið, að þar hafi mjög vel til tekizt. Uppbygging á safni lifandi fiska er hinsvegar enn á byrjunarstigi. Dylst þó engum, sérstaklega sem slík söfn hafa skoðað erlendis, að einnig þar muni mjög vel hafa til tekizt bæði með innréttingu hús- næðis og fyrirkomulag við upp- byggingu safnsins. Hefur forstöðu maður safnsins, Friðrik Jesson, unnið mjög gott starf í sambandi við bæði söfnin og mikið betra en þeir, sem ekki hafa skoðað söfnin geta gert sér grein fyrir. Öllum framkvæmdum við söfnin er lokið. En uppbygging safns lifandi fiska tekur að sjálfsögðu sinn tíma og sem betur fer virðast flestir tækni legir örðugleikar í sambandi við það, hafa verið leystir. Vill blað- ið eindregið hvetja bæjarbúa til að skoða söfnin og mynda sér skoðun á, hvort þau séu byggðarlaginu til i menningarauka eða ekki. Eitt er víst, að sjómenn almennt hafa sýnt safninu mikla vinsemd og áhuga. Eru þeir vakandi yfir að láta safninu í té fiska, sem þeir fá um borð í skip sín og þeir telja, að til uppbyggingar sé fyrir safn- ið. Spáir þetta góðu um að safn lifandi fiska geti fljótar en ella orðið enn fjölbreyttara en upp- haflega var reiknað með. Eiga sjómenn sannarlega þakkir skilið fyrir þennan áhuga sin,n og ómak sem þeir leggja á sig í þessu sam bandi. Vinna þeir með því óneit- anlega þarft verk til menningar- auka fyrir byggðarlagið. S KEMTI FE RÐ Slysavarnadeildin „Eykyndill“ hefur ákveðið ferð fimmtudaginn 30. þ. m. Farið verður í Bjarkar- lund og að Eeykhólum. Nánari upplýsingar gefa: Anna Halldórsdóttir, sími 1338. — Elín- borg Pétursdóttir, sími 1133. — Lilja Sigfúsdóttir, simi 1683. — Sigríður Magnúsdóttir, sími 2004. * Ferðakynning. Sjúkrahússjóður Kvenfélagsins Líkn heldur rúlluhappdrætti n. k. sunnudag kl. 3 e. h. á Stakagerðis- túninu. Meðal vinninga verður vetr arferð með Gullfossi fyrir 2 og ferð með einu af skipum Hafskips til Evrópu fyrir 2. Ágóði af þessu Happdrætti rennur eins ok kunn- ugt er í Sjúkrahússjóð Líknar, en markmið hans er að hlynna að nýja sjúkrahúsinu, og þá einna helzt á þann hátt að gefa tæki eða t. d. húsbúnað eða annað þ. h. í nýja sjúkrahúsið. Þessi sjóður er þó orðinn talsverður að vöxtum, en meira þarf til ef vel á að gera. Fólk er því hvatt til þess að fjöl- menna á Stakagerðistúnið á súnnu daginn kemur og styrkja gott mál- efni. Barnavagn PEDEGREE, til sölu. — Upplýsing- ar í síma 1636. I Barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 2039. fl fl i) >: u ^ || p. ■ J .r 1 ^iAiybrtn^ilnnMivig^nini Ki^i Gíili & Ragnar SPRED ÚTI — INNI Úti-spred: Sterkasta utanhúsmálning á stein, ljós og kalkekta. Snow-cem-bindir: (festir). Olíugrunnur til að olíubinda „snow-cem“ og duftsmitandi ol- íumálningar. Notið ÞOL á þökin! Rautt, grænt, hvítt, grátt. ÞOL á þökin! Kraft-lakk: 16 litir og glært. Bifreiða og vélalakk, einnig fyrir hurðir og glugga úti. Grámenja: fyrir nýtt galvaniserað járn. Oxydmenja. Eðalmenja: þornar á hálftíma. Eðalgólflakk: fyrir gólf í þvottahúsi og kyndi- klefa. Epoxy-lakk: hefur óviðjafnanlegt þol gegn sliti og tærandi efnum. Eðallakk: Hvítt — ljósgrátt, fyrir lestar og fleira. Nýtt skipalakk: hvítt og fleiri litir. Notist bæði á stál- og tréskip, utanborðs og innan. Hefur einig verið reynt á tréverk utanhúss og gefizt mjög vel. Epoxy-sandspartl: ætlað í ýmsar viðgerðir á múr og fleiru. Steypulím: vatns- og veðurhelt steinsteypu- lím. Límir nýja blauta steypu við gamla og límir einnig harðn aða steypuhluti saman. Þan þéttikitti: Myndar teygjanlegt gúmmí en harðnar ekki. Bindur tré, stein- steypu, gler, járn og fleiri málma. Notað í sprungur til þéttingar á gluggum o. fl. Gísli & Ragnar - v-' 5 ■ J 1 Aðalfundur Iþrótlafélagsins Þórs fyrir árið 1965 verður haldinn í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja (litla salnum) laugardaginn 11. júní n. k. Hefst kl. 14.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosið í Þjóðhátíðarnefndir. Önnur mál. STJÓRNIN. Bæjarstjórastaða. Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með Iausa til umsóknar stöðu bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, svo og kaupkröfur, send- ist bæjarráði fyrir 20. þessa mánaðar. BÆJARSTJÓRN VESTMANNAEYJA. Frá Gagnfræðaskólanum: Innritað verður í 3. og 4. bekk, 10.—15. júní að Strembugötu 20, kl. 8—10 eftir hádegi. — Sími 1540. SKÓLASTJÓRI.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.