Fylkir


Fylkir - 16.06.1966, Side 1

Fylkir - 16.06.1966, Side 1
18. árgangur. Vestmanaeyjuxn, 16. júní 1966 Júlíana Sveinsdóttir LISTAKONA Fædd 31. júlí 1889. — Dúin 17. apríl 1966. IN MEMORIAM. Fyrir hönd Vestmannaeyingafé- lagsins „Heimakletts“ og allra Vest mannaeyinga er með línum þess- um minnzt listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur, sem andaðist í Kaup- mannahöfn 17. apríl s. 1. Tvímælalaust er Júlíana mesta og frægasta listakona, sem hér er borin og barnfædd. Vestmannaeyj- ar dáði hún og mat öðrum stöðum fremur og gerði hún Eyjarnar og náttúru þeirra víðkunna með verk- um sínum, en að leiðarlokum heiðraði hún Vestmannaeyjar með því að leggja svo fyrir, að jarðn- eskar leyfar sínar yrðu lagðar hér í mold. Júlíana Sveinsdóttir var fædd að Uppsölum hér í Eyjum 31. júlí 1889. Foreldrar hennar voru Sveinn Höfðahellir Fyrir stuttu síðan fórum við þrjú að skoða Höfðahelli og sann- færðumst um, að það margborgar hið litla erfiði að sjá þau náttúru- undur. Sérstaklega hina reglulegu steinhvelfingu og algjörar dyrnar út í þverhnýpið að austan. Eg hygg, að fleirum hljóti að fara sem mér, að ætla að gægjast þar fram af fremstu brún til að njóta að fullu útsýnisins nær og fjær, en þess er engihn kostur loft- hræddum, því við ekkert er að styðjast annað en hrjúfa bergvegg- ina. Eg vildi því stinga upp á því, við bæjaryfirvöldin, að þau létu setja þar öflugt handrið, svo að hver og einn gæti öruggur farið þar á fremstu nöf, og notið þess er náttúran hefur þar að bjóða. P. A. Á. Jónsson, húsasmíðameistari og kona hans, Guðrún Runólfsdóttir, sem lengst bjó á Sveinsstöðum, og ólst Júlíana þar upp til 16 ára ald- urs í tápmiklum systkinahópi við öll algeng störf, sem þá tíðkuðust, fiskverkun, reyta fugl og hirða skepnur. Haustið 1905 fór hún í fyrsta skipti að heiman til náms í Kvenna skólanum í Reykjavík, en fljótlega kom fram listhneigð Júlíönu, því að jafnframt námi í Kvennaskólan um stundaði hún teikninám hjá Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Tók nú listin allan hug Júlíönu og tvítug að aldri sigldi hún til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í rúm 4 ár. Frá því að Júlíana fór utan, tví- tug að aldri, og lagði út álista- mannabrautina, dvaldist hún lang- dvölum erlendis og var síleitandi, en um leið vaxandi listamaður, sem beitti sig hörðum aga og hlaut þegará miðjum aldri almenna við- urkenningu fyrir verk sín. Var Júl- íana, er hún andaðist, einn fræg- asti listamaður Norðurlanda og Evrópu, og hafði hlotið fjölmörg heiðursmerki og verðlaun. Hér skal aðeins nefnd Eckersberg orðan, sem Júlíana hlaut árið 1946 fyrir mynd af Yztakletti og Elliða- ey, en verðlaun þessi eru eftirsótt- ustu og frægustu listaverðlaun Dana. Á listsýningu í Mílanó árið 1952 var henni veitt heiðurmerki úr gulli fyrir ofið teppi, en Júlíana dvaldist oft á Ítalíu og var mikill aðdáandi ítalskrar listar. Listaverk hennar eru á söfnum víða um Evrópu og nokkur verk hennar eru til á Listasafni ríkisins. Sem dæmi um mat manna á list hennar skal þess getið, að á sýn- ingu 519 málverka í Charlottenborg haustið 1947, keypti danska Ríkis- listasafnið aðeins eina mynd, var það mynd eftir Júlíönu, sem heitir „Klettaströnd við Vestmannaeyj- ar.“ Þegar þessa er minnst er enn til- finnanlegra okkar bæjarfélagi að eiga ekki listasafn, þar sem geymd væru einhver verk þessarar frá- bæru listakonu. Þrátt fyrir langdvalir fjarri ætt- landi sínu bar Júlíanaá vailt svip síns heimalands og þá fyrst og fremst bernskustöðvanna, Vest- mannaeyja, en hingað kom hún svo til á hverju sumri til að heilsa upp á ættingja sína og mála. Eru öll frægustu og merkustu málverk hennar máluð í þessum ferðum. „Mér þykir alltaf vænt um Eyj- arnar mínar“, segir Júlíana í við- tali 1955 og í sama skipti segir hún: „Þegar ég kom til íslands í fyrsta sinn etfir stríðið, fannst mér t. d. ég sjá Vestmannaeyjar í fyrsta sinn; þetta litahaf, sem við mér blasti og augað hafði þráð svo lengi. Það er eins og lífsnæring, í hvert sinn er maður kemur til ís- lands. Þar streyma verkefnin móti manni, landið og náttúra þess tek- ur mann á sitt vald, gleður mann og endurnærir. Eg lifi mig alltaf inn í umhverfið og staðina, þar sem ég er að mála, reika þar um tím- um saman og skoða litina, áður en ég byrja á sjálfu verkinu.“ Þessi orð lýsa vel ást hennar til 22. tölublað. landsins og átthaganna, listar sinn- ar og viðfangsefnis. Fyrst og fremst tjáði hún þó heitar tilfinningar sín- ar í sterkum myndum af náttúru Eyjanna. í sterkum brúnmn og grænum lit með dimmblátt haf í forgrunni rís Heimaklettur og hreif fólk, sem aldrei leit Heimaklett nema í verkum Júlíönu. Einkenn- ast verk Júlíönu af mildi og hlýju undir hrjúfu yfirborði eins og hún Framhald á 2. síðu FN - sendiriin Fyrir nokkru var settur upp á Klifinu af Landsímanum og á veg- um Ríkisútvarpsins svokallaður FM-sendir. Útvarpssendir þessi send ir á bylgjum með mjög mikilii tíðni, er gerir það að verkum, að truflana gætir mjög lítið í þeim útvarpstækjum er skilyrði hafa tii að taka á móti þessum bylgjum, en það hafa flest útvarpstæki nú orð- ið. Var því að þessu hin mesta bót, þar sem truflana á venjulegri bylgjulengd útvarpsins gætir mjög mikið hér í Eyjum, hvað sem veld- ur slíku. En sagan er ekki nema hálfsögð, þar sem svo er ástatt, að frá upp- hafi hefur sendir þessi verið meira og minna óvirkur — bilaður lang- tímum saman, og núna upp á síð- kastið hefur hann alls ekki sent út. Ekki veit sá, er þetta ritar af hverju þetta stafar — og má það í sannleika einu gilda, hitt hlýtur að vera krafa, að úr því þessi FM- sendir var settur upp, að þá sé þann ig frá hlutunum gengið, að hann sé í lagi og að útvarpshlustendur hafi af honum þau not — er væntanlega í upphafi var til ætlazt. Þannig mun vera í pottinn búið, að Landsíminn mun eiga að sjá um og hafa tekið að sér fyrir Ríkisút- varpið að halda við og sjá um við- gerðir á tækjum þeim, er hér um ræðir. Verður því að ætlast til af Landsímanum, að hann sjái um að þessi margumtalaði FM-sendir kom ist sem fyrst í lag og að hann verði í framtíðinni í því lagi að útvarps notendur hafi af honum full not.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.