Fylkir


Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Erum við að missa Herjólf! Rekstur Skipaútgerðar ríkisins hefur á undanförnum árum verið með þ’eim endemum, að tapið á út- gerðinni hefur verið milli 35—40 milljónir á ári, eða um 100 þús. kr. á dag. Þessi ósköp hafa leitt það af sér, að það ráðuneyti, er Skipa- útgerðin heyrir undir, mun hafa nú nýlega skipað nefnd manna, er hafa á hönd í bagga með rekstur útgerðarinnar og reyna að finna leiðir til þess að minnka tapið. — Þessari nefnd og svo forráða- mönnum útgerðarinnar mun alvar- lega hafa komið það til hugar, til þess að einhverju leyti að rétta við hag Skipaútgerðarinnar, að fækka ferðum Herjólfs hingað til Eyja, og láta skipið þess í stað fara a. m. k. eina ferð í viku hverri á Vestfirði. Ef úr þessari ráðagerð verður, vita allir Vestmannaeyingar hvað það hefur að segja. Allir vita um þá miklu óánægju, sem er með Horna fjarðarferðirnar — er ekki á slíkt bætandi. Ferðir Herjólfs hingað til Eyja eru það mikilvægar, að úr þeim má ekkert draga. Þær eru ekki ein- vörðungu til hagræðis fyrir hinn al- menna borgara, heldur eru þær í vissum skilningi lífæð Eyjanna, mat vælaaðdrættir til Eyja hvíla á þessu skipi, og atvinnulífið byggist að verulegu leyti á því, að þessar samgöngur haldist ótruflaðar og verði ekki skertar í neinu. Við skulum sannarlega vona, að til þessara ráðagerða, um fækkun ferða Herjólfs hingað, komi ekki. Þessar ferðir eru hinsvegar það mikilvægar, að vera verður vel á verði varðandi þetta mál. Er þess að vænta, að bæjaryfirvöld og aðr- ir ráðamenn hér í bæ, er þessi mál heyra undir, spyrni fast við fæti Framhald af 1. síðu. mun hafa verið sjálf. Um list Júlíönu skrifar listamað- ur, „að alvöruró landsins í heild væri þungamiðja í verkum hennar.“ Um málverk hennar skrifar Björn Th. Björnsson, listfræðingur, í I ista sögu sinni: „Litir hennar hafa oft svip mildrar rökblæju; hlutirnir eru ekki afmarkaðir, en jaðra hægt við næsta litflöt og taka smám saman í sig eigindir hans. Snögg umskipti eða listbrögð hins óvænta eru fjarri skynjun hennar.. Allt lýtur þar sömu hægu lögmálum og sjáv- arföllin eða ljósaskipti daganna. Jafnvel þegar hún lýsir umróti hafsins, eins og í sumum myndun- um frá klettaströnd Vestmanna- er þar ekki att saman óskyldum öflum. Klettarnir gretta sig ekki framan í brimið, né gnístir brimið tönnum við þá. Hvort um sig er þáttur af eðli hins; milli þeirra rík- ir samræmi náttúrunnar.“ Auk þess að vera frægur málari, var Júlíana ekki síður kunn af list- vefnaði sínum og mósaikmyndum, en af þeim gerði hún mörg snilld- arverk. Einkum minnist ég fagurr ar Kristmyndar í mósaik eftir hana. Við listvefnaðinn teiknaði hún myndirnar (mynstrin) og notaði íslenzkt band, sem hún litaði sjálf með íslenzkum jurtalitum. Sýnir þetta vel, hvað list Júlíönu og hún sjálf var rammíslenzk í eðli sínu. Upphaflega hóf Júlíana vefnað- inn vegna fjárskorts og í 10 ár óf hún aðeins gluggatjöld, húsgagna- áklæði og annað slíkt. Sýnir það að gata hennar var ekki alltaf blómum stráð, en viljinn og dugn- aðurinn ásamt óvenju auðugri og frjórri listgáfu var einstakur. „Það er biturt að geta ekki helgað list- inni alla starfskrafta sína“, segir hún árið 1927. En er yfir lauk náði hún slíkum tökum á þessari listgrein, mynd- vefnaðinum, að Björn Th. Björns- og kæfi þessar ráðagerðir í fæð- ingunni og að til hennar komi aldrei. En verði aðstaða okkar að ein- hverju leyti skert, — er ekkert ann að að gera, en að allir Eyjabúar rísi upp sem einn maður og geri það sem í upphafi var ætlað, þegar Herjólfur var keyptur — sameinist um að láta kaupa og byggja skip, er þeir eigi sjálfir — er eingöngu þjóni samgönguþörfum okkar — og við ráðum einir yfir. son telur í listasögu sinni, að „vefn aður Júlíönu hafi þó ef til vill get- ið henni enn meira nafns á Norð- urlöndum en málverk hennar." Árið 1962 óf hún geysistórt röggv að klæði, eitthvert hið stærsta, sem nokkurntíma hefur verið ofið í Danmörku og er klæði Júlíönu á stafnvegg í nýjum dómssal Hæsta- réttar Dana, fyrir aftan dómarana. Þetta er ríkulegt dimmblátt klæði mótað höndum listakonunnar, sem sá mest litbrigði og litahaf við hömrum girta strönd Vestmanna- eyja, þar sem úthafið leikur óbeizl- að og bregður sér í ótal myndir lita og forms. í hið eina skipti, sem ég sá Júlíönu var hún einmitt á gangi á kærustu slóðum sínum — Urðunum — grandskoðaði kletta og haf. Hér hefur stuttlega verið brugð- ið upp mynd af mikilli listakonu, Bifreið til sölu. 5 tonna Ford, V 88, árgerð 1960, í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar gefur Sigurjón Sig- urðsson, Vallargötu 18. Sími 1358. Nýkomið: Sumarkjólar, margar gerðir, (Crimplin). Einnig kápur og tereline-frakkar. MIÐSTRÆTI 5A (Hóli). sem gerði garðinn frægan, sem sagt er. Um Júlíönu mátti segja hið forn- kveðna, er aska hennar kom hing- að til Heimaeyjar 10. maí s. 1., að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtuna til.“ Á margan hátt var ævi hennar og starf líkt ævintýrinu. Ung að árum með listgáfu sína og dugnað í fararnesti, lagði hún af stað út í. heiminn og sá hann og sigraði. í hjarta bar hún alltaf órofa tryggð til ættiands síns og bernskustöðva. Þriðjudaginn 17. maí s. 1. var virðuleg kveðjuathöfn Júlíönu í Landakirkju og var aska þessarar frægu Vestmannaeyjastúlku lögð til hvíldar við höfðalag móður sinnar í garði Landakirkju. Blessuð sé minning og list Júlí- önu Sveinsdóttur. Vestmannaeyjum, 10. júní 1966. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Þér farið alllaf fyrst í Alföl. Karlmannaföt. Frakkar, gott úrval. Stakir jakkar. Stakar buxur. Skyrtur. Nærföt. Eina sérverzlunin í bænum í karlmannafatnaði. — Alföf h. f. Sími 1816. DRÍFANDI AUGLÝSIR: Barnafatnaður, nýtt glæsilegt úrval. Ferðatöskur, — léttar og fallegar. Ferðaútbúnaður, — ódýr og vandaður. Kjarkaupin eru viðurkennd. DRÍFANDI H. F. - Símil128. asgaaaBgBB j Síldarsfúlkur, - Síldarslúlkur! Fiskiðjan s/f á Seyðisfirði óskar eftir að ráða stúlk- ur til síldarsöltunar. Góð aðstaða! Öll söltun fer fram innanhúss. FRÍAR FERÐIR OG HÚSNÆÐI. — K AUPTR Y GGING! Upplýsingar gefur Ólafur Pálsson í síma 1572 milli kl. 7 og 8 eftir hádcgi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.