Fylkir


Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 3
FYLKI R 3. TILKYNNING Það eru vinsamleg tilmæli til allra þeirra húsráð- enda, sem nú þegar hafa ekki þrifið lóðir sínar, að þeir geri gangskör að því fyrir 17. júní. BÆJÁRSTJÓRI. 17. júní 1966. DAGSKRÁ: T. Á Stakkagerðistúni kl. 2 e. h.: Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Stjórnandi: Martin Hunger. Hátíðin sett: Magnús H. Magnús- son, bæjarstjóri. Hátíðarræða: Einar H. Eiríksson, skattstjóri. Samkór Vestmannaeyja, syngur. Stjórnandi: Martin Hunger. Handbolti kvenna: Týr og Þór. Víðavangshlaup: V. fl. Skrúðganga á íþróttavöllinn í Löngulág með Lúðrasveitina í fararbroddi. 2. Á íþróttavellinum við Löngulág kl. 4 e. h.: Frjálsar íþróttir. Knattspyrna: ÍBV og Valur, I. fl. Um kvöldið: Kl. 7—9: Barnaball í Alþýðuhúsinu. Kl. 10-2: Dansað í báðum húsum. Þulur er Stefán Árnason. — „Líkn" sel- ur kaffi í Alþýðuhúsinu. — Logar og Eldar leika fyrir dansi. Framkvæmd annast að beiðni bæj- arstjórnar: Knafl'spyrnufélagið TÝR. 3 þróílaspiall Sunnudaginn 5. júní léku V. flokkur Þórs og Týs á íþróttavell- inum við Löngulág. Leikur „litlu“ strákanna var allskemmtilegur og nokkuð spennandi. Sérstaka athygli mína vakti leikur Tryggva Garð- arssonar, í liði Þórs, en hann skap- aði mörg hættuleg tækifæri við Týsmarkið, þó ekki tækist að skora. Þá voru Orri og Snorri í Týs liðu góðir. Leik þessum lauk með sigri Týs, sem var mjög naumur, 1 mark gegn engu. Mark Týs kom um miðjan síðari hálfleik, og var skorað úr þvögu við mark Þórs. Björn og Helgi, áttu nokuð góðan leik, en Alexander í markinu var afleitur. í seinni hálfleik sóttu okk- ar menn sig, enda varð árangurinn góður, eða 4 mörk gegn 1. — Mörk in í seinni hálfleik skoruðu þeir Aðalsteinn (2), Sævar og Sigurður Ingi. Langbeztur á vellinum var mark- vörður FH-og væri vel, ef við ætt- um einn slíkan. f Bandalagsliðinu fannst mér Sigurður Ingi og Sævar beztir, þá var Yngvi Geir dug- meiri en „Týrsi“, sem ekki var með vegna veikinda. Þennan sama dag léku í 4. flokki lið Týs og Þórs. í þessum leik, eins og þeim fyrri, hafði Týr yfirhönd- ina og var markatalan sú sama 1:0. Veður var mjög gott til keppni þennan dag, sólskin, en smávindur. ÍBV — FH: 5—2. Fyrir viku síðan kom hingað til Eyja lið F. H. í meistaraflokki og keppti á malarvellinum á fimmtu- dagskvöld. Leikur þessi var ekki mótsleikur, heldur æfingarleikur fyrir okkar menn. — Þegar um það bil 10 mínútur voru liðnar af leikn um ,skoraði Sævar fyrsta markið, vel gert. Það næsta, sem til tíðinda bar var það, að FH-ingum er dæmd vítispyrna. Skotið er lausu skoti að markinu ,en boltinn fer í Atla, sem var ákaft fagnað fyrir góða mark- vörzlu, og boltinn rúllar út, þvaga myndast við markið og á endanum hafnaði boltinn í netinu. Ekkert markvert gerðist meir í þessum hálfleik. Staðan var því 1:1 í leik- hléi, en því verður ekki neitað, að okkar menn stóðu sig betur í hálf- leiknum. í seinni hálfleik komu varamenn ÍBV-liðsins inná í stað Atla Ás- mundssonar, Atla Einarssonar og Kjartans Mássonar. Varamennirnir Síðastliðinn þriðjudag komu hing að frá Akureyri lið ÍBA. Þeir léku svo hér um kvöldið við ÍBV inn á grasvelli. Lið ÍBV var nokkuð breytt frá því í leiknum við FH á dögunum. Helgi og Yngvi voru nú með í byrjun leiksins, en Helgi fór út af í seinni hálfleik. f síðari hálfleik komu varamennirnir inná og stóðu sig vel, að „Týrsa“ undan skildum . Strax á 13. mínútu var dæmd vítaspyrna á ÍBV, og skoraði Magn ús Jónatansson úr henni. Tveim mínútum síðar kom svo 1:1, og átti Haraldur þann heiður, sem hægt er að eigna ÍBV af því. Síðan rigndi mörkum á okkar mark, alls 7, og var staðan í leikhléi 7:1. — Fjögur þessara marka skoraði Steingrímur Björnsson. f seinni hálfleik áttu sér stað framangreindar breytingar, og voru þær frekar til hins betra heldur en hitt. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik og áttu Akureyr- ingar það. Lokatölur leiksins urðu því ÍBA 8 mörk, ÍBV 1 mark. í liði ÍBV fannst mér Alexander sýna mestar framfarir miðað við síðasta leik, en Atli var afbragðs lélegur! Bolti. Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.