Fylkir


Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 16.06.1966, Blaðsíða 4
Neðan frá sjó. Málgogn Sjíilfstæðis- ítokksins Xíðarfarið: Veður hefur verið sæmilegt það sem af er þessari viku, og flestallir bátar úti. Annars er „hann“ merkilega þrálátur við austan- og suðaustanáttina, eins og hann geti ekki breytt um átt. Humarveiðarnar: All sæmilegur afli hefur verið hjá humarbátun- um að undanförnu, einkum þó austur í „bugtum“, t. d. landaði Björgin í gær 23 tonnum af sæmi- lega stórum krabba. Bátarnir, sem stunda nálægari mið hafa sumir hverjir fengið sæmilegt, en hér heima við er krabbinn mun smærri, en nokkur búbót er að dálítið fæst með krabbanum af fiski, þó eink- um löngu. Togbátarnir: Góður afli hefur ver ið hjá trollbátunum og hjá sumum alveg afbragð, t. d. hefur Hilmar á Sæbjörgu fengið 105 tonn á hálfum mánuði. Þá hafa Leó, Elías Steins- son, áuðurey, Ver o. fl. bátar gert það alveg skínandi gott. Aflinn í botnvörpu er mestmegnis ýsa, og flatfiskur og alltaf fylgir dálítið af þorski. Síldin: Síldarbátarnir hafa ekkert verið úti að undanförnu. Stöðvuðu þeir veiðar í nokkra daga í mót- mælaskyni við verðákvörðun Verð- lagsráðs, og fleira í sambandi við tilhögun ráðsins um „verðtímabil". Veiðibanni þessu mun nú lokið og fóru flestir bátarnir út í gær. Afskipun: Hollenzkt skip var hér í vikunni og lestaði saltfisk. Er þá að mestu lokið afskipun á saltfiski, á vegum S. í. F., en það magn, sem enn er eftir verður væntanlega far- ið fyrir næstu mánaðamót. Ntýt hraðfrystihús: Með Brúar- fossi er hérna var í fyrri viuk komu ýmsar vélar í hið nýja hrað frystihús, er Sigfús Johnsen er að setja á stofn. Verður ,,hús“ þetta til húsa í Vöruhúsinu, og er þar byrjað á ýmiskonar undirbúnings- vinnu í þessu sambandi. Humarflokkunarvél: í vetur var hér í blaðinu sagt ýtarlega frá humarflokkunarvél-, ■ er Sigmund Johansen hefur „fundið upp“. Vél þessi er nú komin í öll frystihúsin hér í Eyjum, og hefur í notkun reynzt alveg afbragðs vel. Óhapp: í lok fyrri viku, þegar Sjöstjarnan ætlaði að fara að byrja róðra — eftir að hafa verið um mánaðartíma í standsetningu í slippnum kom í ljós, að boltarnir, sem halda aðalvélinni voru orðnir slitnir. Varð því að fara með bát- inn á þurrt að nýju og má gera ráð fyrir að lagfæring taki það langan tíma, að sumarvertíðin sé glötuð. Þjóðhátíð Veslmannaeyja 1966 verður haldin dagana 5., 6. og 7. ágúst. — Tilboð óskast í sölu á ís — pylsum — sælgæti — öli blöðrum og veitingum í veitingatjaldi. Tilboðum sé skilað í pósthólf 188, Vestmannaeyjum fyrir 15. júlí næstkomandi. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. Hljómsveit óskast til að leika fyrir gömlu dönsunum á Þjóðhátíð Vest- mannaeyja, 5. og 6. ágúst 1966. Leika þarf tvö kvöld. Tilboðum sé skilað í pósthólf 188, Vestmannaeyjum fyrir 5. júlí næstkomandi. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. Frá Iðnskóla Vestmannaeyja. Skólastjórastaða og ein kennarastaða er laus til um- sóknar við skólann. Umsækjendur geti kennt íslenzku, reikning, dönsku eða ensku og einhverjar fagreinar fyrir iðnskóla. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst næstkomandi. SKÓLANEFNDIN. Avalll eitthvað nýtt BÍTLABUXUR Barnaföt, Barnagallar, Barnahúfur. GÓÐAR VÖRUR! — GOTT VERÐ! Markaðurinn Sími 1491. ótal tegundir á: TRESSY, BARBI, KEN og SKIPPER. VERZLUN Björn Guðmundss. Einhvern tímann rofar til! - SÓLDÚKUR kr. 115,00 pr. meter. Markaðurinn Sími 1491. Ljósar gallabuxur með föstu broti. Upplagðar í sum- arfrí og sport. — — VERZLUN BJÖRN GUÐMUNDSS. Slysavarnakonur, sem ætla í skemmtiferð „Ey- kyndils“ 30. júní, tilkynni þátttöku sem fyrst og ekki síðar en 26. þ. m. Ferðanefndin. Þjóðikrkjan: Messufall verður n. k. sunnudag. Betel: S amkoma kl. 4,30 n. k. sunnudag. Barnaguðsþjónusta kl. 1 e. h. Dómkirkjan: Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun séra Þorsteinn L. Jónsson, sóknarprestur, prédika í Dómkirkjunni í Reykjavík. Guðs- þjónustunni verður að sjálfsögðu útvarpað. — Vestfirðingafélag: Á miðvikudag- inn í fyrri viku var haldinn stofn- fundur Vestfirðingafélags. Vitað er um milli 50 og 60 vestfirðinga bú- setta hér. Á stofnfundi mættu um 30 manns. í stjórn voru kosin Ein- ar H. Eiríksson, Tryggvi Jónasson, Kjartan Kristjánsson, Loftur Magn ússon og Guðrún Gunnarsdóttir. Hjónaband: S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóhanni Hlíðar, Svana Högnadóttir og Ingi Páll Karlsson, Heiðarvegi 30. Fylkir ' óskar brúðhjónunum allra heilla. Þjóðhátíðin: Þjóðhátíðin verður haldin dagana 5., 6. og 7. ágúst n. k. Sér íþróttafélagið Þór um hátíð- ina að þessu sinni. Á aðalfundi Þórs voru eftirtaldir menn kosnir í aðalnefnd Þjóðhátíðarinnar: Stefán Runólfsson, Haraldur Gíslason, Jó- hann Guðmundsson, Alexander Guðmundsson og Guðmundur Karls son. Aðalfundur: íþróttafélagið Þór hélt aðalfund sinn fyrir árið 1965, 11. þ. m. í skýrslu formanns, Alex- anders Guðmundssonar kom fram, að starf félagsins hafði verið fjöl- þætt á árinu og staðið með blóma. Margar keppnisferðir voru farnar, bæði innanlands og utan. Glímuí- þróttin endurvakin hér í Eyjum og stunduð af kappi í vetur. Félagið á von á heimsókn í sumar, lið frá Söborg í Danmörku. — í stjórn voru kosnir: Alexander Guðmunds- son formaður, Sævar Tryggvason varaformaður, Arnar Einarsson, ritari, Gísli Valtýsson gjaldkeri og meðstjórnendur: Kristmann Karls- son og Sveinn Tómasson. Blóm: Magnús Magnússon á Hvít- ingavegi 10, bað blaðið að vekja at- hygli fólks á því, að hann hefði til sölu við vægu verði allskonar runna og útiblóm, þ. á. m. rósir, venusvagn og stúdentanelliku. Herjólfur: Að undanförnu hefur Herjólfur verið í „slipp“, en er nú laus þaðan og kemur hingað á þrið j udagsmorgun. Bíó Samkomuhússins: Á sunnu- daginn sýnir bíóið mynd frá Laug- arásbíói, er nefnist Go, Go World. Er myndin næsta forvitnileg með allskonar lýsingum á mannlegu lífi og siðum um víða veröld.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.