Fylkir


Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 1
Vestmanaeyjum, 24. júní 1966. 18. árgangur. 23. tölublað Fjdrmdl bæjaríns og ó- leyjt verhefni í Framsóknarblaðinu 15. þ. m. er alllöng grein um fjármál bæjarins, og „óleyst verkefni við þáttaskil", eins og blaðið orðar það. Kemur greinilega fram í grein þessari, eins og flestum skrifum yinstri flokkanna eftir kosningar, að þeim virðist vaxa í augum að taka við því umboði, sem þeir báðu um fyrir kosningar og var veitt í kosningunum 22. f. m. til myndun- ar meirihluta. Mun það fátítt og sýnir lítinn stórhug, að flokkar, sem vinna á í kosningum og fá þá aðstöðu, sem þeir hafa óskað eftir, skuli setjast jafn greinilega kvíðnir að völdum og núverandi meirihluti bæjar- stjórnar. Allir venjulegir menn vaxa við hverja ábyrgð og hvern vanda ,sem þeir taka á sig, og byggðarlagsins vegna fer vonandi svo einnig um þá fulltrúa vinstri flokkanna, sem nú hafa tekið á sig forystu bæjarmálanna, þótt enn sjá- ist þess lítil merki. Um hin óleystu verkefni segir Framsónkarblaðið orðrétt: „Vatnsveituframkvæmdir Vest- mannaeyjakaupstaðar eru svo risa- vaxið mál, að það eitt væri sæmi- legt úrlausnarefni á komandi kjör- tímabili." Víst er það rétt, að vatnsveitu- málið er stórframkvæmd á okkar mælikvarða. En ég^tel þeta allt of mikinn uppgjafatón. Eða heldur Framsónkarblaðið virkilega að kjós endur ætlist ekik til meira af hinni nkjörnu bæjarstjórn, en að hún leysi þetta eina verkefni. Ef svo væri gæti bæjarstjórnin átt náð- uga daga framundan. Því þó til þessa fyrirtækis þurfi meira fjár- magn en anharra fyrirtækja, sem kaupstaðurinn hefur lagt út í, þá verður innanbæjarkerfið aðalfram- kvæmdin og sá hluti verksins, sem lengstan tíma tekur, þó kostnaður við það sé ekki nema tiltölulega lít- ill hluti af heildarkostnaði við verk- ið. Eg vil að gefnu tilefni, vegna aðdróttana í Framsóknarblaðinu, um að raunverulega sé ekekrt bú- ið að gera annað í vatnsveitumál- inu en að kanna, „að verkið virðist tæknilega framkvæmanlegt." mjög alvarlega vara Framsóknarmenn við að fara að gera þetta að deilu máli, hvort heldur er innan bæjar- stjrónar eða á opinberum vettvangi. Bœjorstjórostorlið Eins og kunnugt er var umsókn- arfrestur um bæjarstjórastarfið út- runninn þann 20. þ. m. Um starf- ið háfa sótt þrír menn, eru þetta allt ungir menn og lítt reyndir að minnsta kosti, hvað viðvíkur sveit- arst j órnarmálum. Vitað er, að flokkarnir, er mynda meirihlutann, hafa hver í sínu lagi verið á höttunum eftir mönnum í bæjarstjórastarfið, svo að ekki er endanlega víst, að einhver hinna þriggja umsækjenda hljóti starf- ann. Áfyiptsolo Ekkert hefur ennþá heyrzt um, hvenær áfengisútsala verður sett upp hér í Eyjum. Eftir atkvæða- greiðsluna um málið, sendi bæjar- stjórn niðurstöður hennar til fjár- málaráðuneytisins, en undir þetta ráðuneytið heyrir málið, þess er að ákveða hvað og hvenær eitthvað verður í málinu gert. Heyrzt hefur að margir hafi sótt um útsölustjóra starfið. ' Eg tel þá ógæfumenn, ef þeir ætla sér slíkt. Aðdragandi málsins er orðinn alllangur og undirbúningur kostn- aðarsamur. Varið var um 7 milljón um króna af opinberu fé úr ríiks- og bæjarsjóði til athugunar hvort möguleiik væri til óflunar neyzlu- vatns hér í Eyjum áður en ákvörð un um leiðslu frá landi var tekin. Og me ðundirbúning verksins hef- ur, að ég hygg, tekizt betur til, en nokkur bæjarfulltrúi gat gert sér grein fyrir, er málið var fyrst rætt í bæjar^jórn, þar sem fyrir liggur hvenær sem er, að semja um kaup á leiðslu hingað út til Eyja þann- ig útbúinni, að bæði sérfróðir menn o gaðrir, sem til þekkja telja að vart verði á betra kosið. Um þá fullyrðingu Framsónkar- blaðsins, að ekkert hafi verið gert í sambandi við fjárhagshlið máls- ins ,vil ég segja það eitt, að hún er ómakleg og reynist vonandi ó- sönn. Eg hef. ekki annað heyrt á nein- um þeirra fulltrúa káupstaðarins, sem viðræður áttu nú í vetur við dansak fyrirtækið N. K. T. úti í Kaupmannahöfn, en að þeir gengju út frá því og treystu, að lán að upp hæð 30 til 36 milljónir króna feng- ist í Danmörku til greiðslu á þeim hluta verksins, sem reiknað er með að þ'etta fyrirtæki taki að sér. Kemur þetta og fram í bréfi fyrir- tækisins til bæjarstjórnar, sem öll- u mfyrrverandi bæjarfulltrúum var afhent afrit af. Fyrr en á það reynir, að þetta reynist ekki rétt, er það vægast sagt heldur óheiðar- leg fullyrðing að halda því fram, að ekkert hafi verið gert af fyrrver andi bæjarstjórn til fjáröflunar fyrir vatnsveituna. Fjármál bæjarins 1. júní. Eg hygg, að það sé tímaeyðsla hjá Framsóknarblaðinu að vera að reyna að telja bæjarbúum trú um fjármálaóreiðu hjá kaupstaðnum. Allir vita, að síðastliðin 12 ár hafa öll laun verið greidd að fullu á- kveðinn mánaðar- eða vikudag, eft ir því sem samningar gerðu ráð fyr- ir. Út af þessu hefur aldrei brugð- ið, síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók aftur við stjórn bæjarmálanna. Aðr ar greiðslur hér innanbæjar, hvort heldur er til einstaklinga eða fyrir- tækja hafa verið inntar af hendi þannig, að aldrei hefur þar verið um neinn ágreining að ræða við þá, sem réttmætar kröfur hafa átt á bæjarsjóð eða fyrirtæki hans. Og víst er, að lánsstofnanir, bæði spari sjóður og bankar hafa mjög sótt á ábyrgð bæjarins fyrir ýmiskonar lánbeiðnum og talið öruggt að stað ið væri í skilum, ef kaupstaðurinn væri þar í ábyrgð. Framhald á 3. síðu. HAMARINN Það eru margir fagrir staðir hér í Eyjum, sem yndislegt er á að horfa og um að ganga. Einn af þessum stöðum er vestur á Hamri. Er óvíða jafn fallegt, og í fögru veðri er mikill yndisauki að ganga frá Kaplagjótu og suður með Hamrin- um. Kvöldganga um sumarkvöld á þessum slóðum er vissulega opin- berun fyrir þá, er unna náttúrufeg- urð, fuglalífi og kyrrð. — En eitt skyggir þó verulega á. Viss hluti á þessum fögru slóðum hefur verið eyðilagður með því að gera hann að einskonar skran- geymslu fyrir allskonar rusl og eink um þó ýmislegt járnadrasl, svo sem bíladruslur, vélahluti og þesshátt- ar. Það skal fúslega viðurkennt að hirðusamir menn, sem vilja gera sér einhvern mat úr allskonar drasli er til fellur í bænum, og þá einkum brotajárni, verða að hafa einhvern samastað fyrir þetta dót sitt. En fráleitt er með öllu að hrúga því á einn fegursta blettinn í Eyjum, eyðileggja og setja ljótan svip á umhverfið. Bæjaryfirvöldin ættu alls ekki að leyfa að setja þarna skran í fram- tíðinni, fjarlægja það, sem nú er þar fyrir og friða Hamarinn fyrir þessum leiðinlega ágangi. Það hlýt- ur að vera hægt að finna einhvern heppilegri stað fyrir þessa allsherj ar skrangeymslu bæjarins en þarna vestur á Hamri.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.