Fylkir


Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 4
4. FYLKIR Fjármál bæjarins... Framhald af 1. síðu. Um viðskipti kaupstaðarins út á við er svipaða sögu að segja. Afborg anir og vextir af umsömdum lán- um hafa ávallt, þrátt fyrir mikla fjárfestingu heima fyrir ,verið innt ar af hendi á nokkurn veginn til- skildum tíma. Um fjármálin í heild segir Fram sónkarblaðið orðrétt í umræddri grein 15. þ. m.: „En þar sem fyrrverandi bæjar- stjóri fullyrðir, að allir bæjarbúar viti, að hagur bæjarins sé mjög góð ur, þá mega þeir líka vita, að eitt af fyrstu verkefnum hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar verður að koma fjármálum bæjarins á heil- brigðan grundvöll.“ Að gefnu þessu tilefni og einnig vegna sögusagna meirihlutans um slæma fjárhagsafkomu þegar hann tók við, þykir mér rétt að birta eft- irfarandi skýrslu um fjárhagsaf- komu kaupstaðarins þann 1. júní s. 1. Hún hljóðar þannig: 1. í sjóði hjá gjald- kera ................ kr. 548.480,00 2. Innstæða á hlr. hjá Útvegsb. í Vestm. — 839.455,00 3. Innst. á hlr. í bönk- um í Keykjavík . — 502.275,00 Samtals kr. 1.890.210,00 Yfirdráttarheimild er á hlaupa- reikningi 743 við Útvegsbankann hér, að upphæð kr. 1 milljón, og var hún fullnotuð þann 1. þ. m., en þarf ekki að greiðast upp fyrr en um áramót. Gengið hafði verið frá útborgun launa þann 6. þ. m. er núverandi meirihluti tók við á sama hátt og að undanförnu sumpart með inn- heimtufé hjá gjaldkera og sumpart með bráðabirgðayfirdrætti á hlaupa reikningi, sem greiðast þarf upp íyrir mánaðamót, ef þeim viðskipt- um á að halda áfram. Viðskiptin við Tryggingastofnun ríkisins og ríkissjóð: Tryggingastofnun ríkisins er orð- in stærsti viðskiptaaðili bæjarsjóðs. Árlegt iðgjald til hennar og at- vinnuleysistryggingasjóðs nemur orðið rúmlega 4 milljónum króna. Bæjarsjóður hefur á ýmsum tím- um skuldað Tryggingastofnuninni nokkúrt fe, en þó, að ég hygg, sízt meira en önnur hliðstæð bæjarfé- lög. Hinn 1. júní mun skuldin hafa numið um 2 milljónum króna. Mun sú skuld nú að fullu greidd af and- virði láns, sem fyrrverandi bæjar- stjórn fékk loforð íyrir og af- greiðslu á hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði að upphæð kr. 3,8 millj- ónir. Ennfremur munu af andvirði lánsins hafa verið greiddar afborg- anir og vextir af lánunum, sem féllu í gjalddaga 1. maí og júní hjá þessum sömu aðilum, samtals um 1250 þúsund krónur. Ætti kaupstað urinn samkvæmt þessu því að vera skuldlaus við þessar stofnanir mið- að við fyrra árs viðskipti. Viðskipti kaupstaðarins við ríkis- sjóð standa þannig: Hinn 1. janúar s. 1. nam inneign kaupstaðarins vegna hafnarfram- kvæmda, 5 milljónum og 443 þús. krónum. Og vegna byggingu sjúkra húss 3 millj. og 123 þús. kr. Auk þess hafði hluti kaupstaðarins af vegafé ársins 1965, rúmlega 900 þúsund krónur, ekki verið inn- heimtur. Samtals nemur þetta um 9,5 milljónum króna. Við þetta má bæta hluta ríkissjóðs af hafnarfram kvæmdum nú í vetur og vor um 2 til 2,5 milljónum króna. Á móti þessu kemur skuld hafnarsjóðs við Vitamálaskrifstofuna vegna efnis- kaupa, sennilega 3 til 3,5 milljónir króna. Hefur staða kaupstaðarins gagn- vart ríkissjóði aldrei verið hagstæð ari hvorki fyrr né síðar en nú, þeg- ar hin nýja bæjarstjórn tekur við. Þetta eru þær fjárhagsaðstæður, sem Framsóknarblaðið segir að nú- verandi meirihluti muni láta verða eitt af sínum fyrstu verkum að laga. Því miður er ég hræddur um, að þessi fullyrðing stafi einvörð- ungu af ótta þeirra við, að þeim takist ekki að halda fjármálunum í því horfi, sem verið hefur og séu að undirbúa almenning undir það. En reynslan kemur til með að skera úr í þessum efnum eins og öðrum. Og víst kemur dagur eftir þennan dag og byggðarlagsins vegna færi betur að vinstri flokk- arnir geti að ári liðnu sýnt enn betri fjárhagsafkomu en bækur kaupstaðarins sýna að hún er nú, er þeir taka við. En ég tel óneitanlega mjög fljót- færnislegt af þeim að vera með stóryrði eða aðdróttanir í þessu sambandi, að minnsta kosti áður en þeir hafa sýnt í verki, að þeir séu menn til að gera betur, en gert hefur verið, bæði hvað fjármál kaup staðarins og framkvæmdir snertir. Ef þeim tekst það, geta þeir talað, en ekki fyrr. Guðl. Gíslason. Þér komið alltaf fvrst í Alföt h. f. Sími 1816. Sunlaugin verður opin frá 1. júlí n. k. sem hér segir: Kl. 8—9 f. h. — Almennur tími. Kl. 9—12 f. h. — Sundkennsla. KI. 2—3,30 e. li. — Stúlkur. Kl. 3,30—4,30 e. h. — Konur. KI. 4,30—6 e. h. — Drengir. KI. 6—7 e. h. — Karlar. KI. 8—10 e. h. Almennur tími. Á laugardögum: KI. 8—9 f. h. — Almennur tími. KI. 9—12 f. h. — Sundkennsla. KI. 1—4 e. h. — Almennur tími. BÆJARSTJÓRI. Auglýsing um lögtök. Hinn 20. þ. m. var uppkveðinn lögtaksúrskurðum fyrir eftirtöldum gjöldum: 1. Fyrirframgreiösla þinggjalda 1966. 2. Bifreiðaskatti og öðrum gjöldum af bifreiðum 1966 3. Lesta-, vita- og skoðunargjöldum 1966. Lögtak má fara fram til tryggingar ofangreindum gjöldum að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar aug. lýsingar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum 20. júní 1966. JÓN ÓSKARSSON, fltr. Tilkynning frá Búnaðarfélagi Vestmannaeyja Kosning til Búnaðarþings fer fram sunnudaginn 26. júní n. k. í húsi K. F. U. M. og K. og hefst kl. 12 á liá- degi. STJÓRNIN. Sélfjaldaefni, hör, 110 cm breitt, 85 kr. meterinn. Sóltjaldaefni úr nylon, 120 cm. breitt, 170 kr. meterinn. Tökum mál og saumum. Tjaldsúlur og hælar. Seglagerð Halldórs

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.