Fylkir


Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 1. júlí 1966 24. tölublað Hin nýkjörna bæjarstjórn hélt annan fund sinn s. 1. miðvikudag. Umræður urðu allmiklar. Stóð fund urinn frá kl. tvö til hálfátta, og var þó ekki um langa dagskrá að ræða. Fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ins nokkrar tillögur og fyrirspurn- ir á fundinum. Voru þessar helztar: 1. Byggingarsjóður bæjarins: Við samningu fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár, samþykkti bæjar- stjórn einróma eftir tillögu Sjálf- stæðismanna að stofna byggingar- sjóð. Skyldi hlutverk sjóðsins vera annaðhvort að lána út á íbúðir í fjölbýlishúsum, sem bærinn hefði forgöngu um byggingu á, eða beint til einstaklinga, sem í byggingu í- búðarhúsa réðust. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks ins nú var þannig: „Með því að fyrirsjáanlegt er, að ekki verður á þessu ári ráðizt í byggingu nýs sambýlishúss eða húsa, samþykkir bæjarstjórn, að eftirstöðvar af áætluðu fé til bygg- ingarsjóðs samkvæmt gjaldalið 11 d. á fjárhagsáætlun verði lánað til einstaklinga, sem í íbúðarhúsbygg- ingum standa. Verði lánin til 10 ára með venjulegum skuldabréfavöxt- um.“ Var tillögunni vísað til bæjarráðs og stendur vonandi ekki á meiri- hlutanum þar að létta undir með húsbyggjendum með óráðstöfuðu fé, sem sjóðurinn hefur yfir að ráða samkvæmt fjárhagsáætlun. Um samninga um vatnsréttindi fyrir vatnsveituna. Með því að mjög lítið ber á milli í samningum við eigendur jarðar- innar Syðstu-Mörk um greiðslu fyr ir vatnsréttindi til handa vatnsveitu kaupstaðarins samþykkir bæjar- stjórn að fela bæjarstjóra ásamt lögfræðingi bæjarins að ganga frá samningum um greiðslu fyrir vatns réttindi og fá kvaðalaust afsal fyr- ir vatnsuppsprettu þeirri, sem fyr- irhugað er að byggja vatnsveituna á. Jafnframt verði í afsalinu for- gangsréttur að fleiri uppsprettum í landi jarðarinnar, ef vatnsveitan þyrfti síðar meir á því að halda.“ Tillagan var felld af meirihlutan- um, sem frekar virðist kjósa mat og málaferli um þann hluta af upp- sprettunni, sem vatnsveita bæjarins þarf að nota, og veit enginn í dag, hve hátt vatnsréttindin verða met- in, en áætlað að kostnaður við mat og yfirmat verði jafnvel hærri upp- hæð, en nú er um deilt við eigend ur vatnsréttindanna. Vatnsmagnið, sem vatnsveitan þarf, þegar hún er komin í fullan gang, getur orð- ið allt að milljón tonn á ári. 3. Viðgerð á norður- haf nargarðinum: Norðurhafnargarðurinn varð fyr ir skemmdum í vetur, en hafnar- stjórn hafði enn enga samþykkt gert um óhjákvæmilega viðgerð á honum. Fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ins í þessu tilefni eftirfarandi til- lögu: v'lí „Bæjarstjórn beinir því til hafn- arstjórnar, að nauðsynlegt er að gera nú í sumar við skemmdir þær, sem orðið hafa á norðurhafnar- garðinum í vetur. Telur bæjar- stjórn of mikla áhættu að láta garðinn taka á sig haust- og vetrar- veður eins og hann er á sig kom- inn.“ Var tillögunni vísað til hafnar- stjórnar til fyrirgreiðslu. 4. Um flutning öskuhauganna: „Bæjarstjórn samþykkir að fela verkstjóra bæjarins að fullgera lagningu að fyrirhuguðu plani vest- ur á Hamar, þar sem ætlazt er til að öskubíll bæjarins losi rusl það, er safnað er saman í hann. Verði planið einnig fullgert og öskuhaug- unum norðar á Hamrinum lokað að því verki loknu.“ Þarf ekki að fjölyrða um þetta mál. Öskuhaugarnir á Torfmýri eru öllum orðnir til leiðinda bæði' bæjarbúum og ferðamönnum, sem hingað koma. F YRIBSPURNIR: 1. Opnun sundlaugarinnar. Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn um þetta á þá leið, að hann vissi ekki betur en laugin yrði opnuð 1. júlí, það er í dag, eins og auglýst hafði verið og verða bæjarbúar vonandi farnir að synda í lauginni þegar blaðið kemur út. r —já 2. Um ráðningu bæjarstjóra: Fyrirspurn um þetta svaraði meirihlutinn, að fyrir lægju þrjár umsóknir, en ekki hefði náð sam- komulag um neinn þessara aðila. Hinsvegar hefði verlð samkomu- lag innan meirihlutans um að ráða Þorvarð Örnólfsson, lögfræðing, í stöðuna, en hann ekki fengið sig lausan frá kennslu við Kvennaskól ann í Reykjavík þegar til kom. Var Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hald- ið 26. ágúst n. k. Hin árlegu héraðsmót Sjálfstæð isflokksins eru um þessar mundir að hefjast. Standa þau yfir um hverja helgi mánuðina júlí og ág- úst, víðsvegar um landið. Hér í Vestmannaeyjum hefur héraðsmót með þessu sniði ekki verið haldið áður, en nú er ákveð- ið að efna til slíks héraðsmóts hér í Eyjum 26. ágúst n. k. Ennþá er ekki ákveðið, hvaða ræðumenn koma fram á héraðsmót inu hér í Eyjum, en þeir skemmti- kraftar, er skemmta á héraðsmót- um Sjálfstæðisfloksins í sumar, munu einnig koma fram hér, en þeir eru landskunnir. Að loknu héraðsmótinu verður dansleikur og fyrir dansi mun leika hljómsveit Magnúsar Ingimarssonár úr Rvík. þetta að sjálfsögðu í samræmi við marggefnar yfirlýsingar fulltrúa meirihlutans, sérstaklega Framsókn armanna, að ráða hingað ópólitísk- an bæjarstjóra, þar sem vitað er, að þetta var eini umsækjandinn, sem bein afskipti hafði haft af stjórn- málum, sem formaður Þjóðvarnar- flokksins í Reykjavík á sínum tíma og aðalsprautan í Keflavíkur- göngunni, sem sá flokkur ásamt „hernámsandstæðingum“ stóð fyr- ir. Enn er því allt óráðið um bæj- arstjórastarfið. Virðist fæðingin ganga illa. Gott verk. Svo sem flestum bæjarbúum er kunnugt, var tekin upp ný skipan í sambandi við umferð bifreiða í bænum þann 1. júní s. 1.. Nokkur reynsla er nú komin á þessa ný- skipan, þar sem umferð bifreiða hefur farið fram eftir þessum regl- um í mánaðartíma. Og reynslan er að allra dómi mjög góð, umferðin er í alla staði betri og gengur lið- lega fyrir sig, og er um leið örugg ari bæði fyrir þá, er aka og eins gangandi fólk. Eitthvað mun um, að þessi nýju fyrirmæli séu ekki virt, og er það þá einna helzt af einhverjum ung- um ökuföntum, sem eru með bíla- dellu og mikilmennskubrjálæði, og er þess að vænta, að hart verði tek- ið á sííkum brotum. Þessum nýju reglum mun hafa verið komið á fyrir tilstilli Guð- mundar Guðmundssonar, yfirlög- regluþjóns, og á hann þakkir skil- ið fyrir þetta verk, sem svo vel hef- ur tiltekizt. INNBROT í FLUGFÍL. Aðfararnótt s. 1. sunnudags var brotizt inn í vörugeymslu Flugfé- lagsins. Mun þjófurinn hafa verið í brennivínsleit, því einskis var saknað annars en liðlega 10 flaskna af áfengi. Ekki er upplýst hver hér var að verki og málið er í rann- sókn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.