Fylkir


Fylkir - 01.07.1966, Qupperneq 2

Fylkir - 01.07.1966, Qupperneq 2
2. FYLKIR Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmunðsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Góður fjdrhapur Við umræður, er eðlilega hafa farið fram um fjármál bæjarins við viðskilnað Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, hefur komið enn bet- ur í ljós — að fjárhagur kaupstaðar ins er mjög góður. Er þetta að sönnu ánægjulegt, og enn ánægju- legra fyrir það, að samhliða þessari góðu fjárhagsafkomu hafa gjöld á bæjarbúum til bæjarins verið mjög hófleg og það svo, að í engu öðru bæjarfélagi hér á landi hafa þau verið lægri. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verða hraktar. í álitsgerð, er efna- hagsstofnunin hefur gert varðandi fyrirhugaðar vatnsveituframkvæmd ir, bentu forráðamenn Efnahags- stofnunarinnar á þetta — og töldu fjárhag kaupstaðarins mjög góðan. Enda er það svo, að þegar ræt.t er við forráðamenn peningastofnana um fjármál kaupstaðarins, telja þeir þau í mjög góðu lagi. Jafn- hliða uppbyggingu á sviði fjármála hefur bæjarfélagið haldið uppi miklum framkvæmdum og þjón- ustu við borgarana, enda ber bær- inn þess merki á mörgum sviðum. Það verður því ekki annað sagt, en að núverandi bæjarstjórnar- meirihluti hafi tekið við góðu búi úr hendi Sjálfstæðismanna. Þrátt fyrir þetta eru sumir áköf- ustu stuðningsmenn núverandi meirihluta — en kannski ekki endi lega þeir athugulustu eða grandvör- ustu — að bera út þann óhróður, að viðskilnaður Sjálfstæðismanna hafi ekki verið í sómanum. Er ýms titlingaskítur tilnefndur. — En þess um mönnum verður ekki kápan úr klæðinu og þeir hafa ekki við þessa iðju erindi sem erfiði, því að sann- leikurinn verður ekki til lengdar umflúinn og staðreyndir á þessu sviði sem öðru munu koma í ljós. í litlu greinarkorni sem þessu er ekki hægt að fara tölulega út í þetta mál, enda tæpast ástæða til Til sölu! Hefi nú til sölu húsnæði við flestra hæfi, þar á meðal: Brimhólabraut: Eitt glæsilegasta einbýlishús bæjarins, 6 herb. eld- hús og bað. Teppi á öllum gólfum. Stór lóð ræktuð og girt. Sóeyjargata; Stórt og vandað steinhús. Á hæðinni eru 4 herbergi og eldhús og bað. í kjallara tvö herbergi, eldhús og bað. Ris óinn- réttað, mátulegt sem þriggja her- bergja íbúð. Sér inngangur í allar íbúðirnar. 3ja bíla bílskúr. Húsið selst í einu lagi eða hver íbúð fyr- ir sig, eftir samkomulagi. Kirkjuvegur: 3ja herb. íbúð á hæð með 2 herb í kjallara. Góðir greiðsluskilmálar. Vesturvegur: 3ja herbergja ris- íbúð. Ný standsett í hólf og gólf. Allt sér. Góðir skilmálar. Fiskiskip: Hefi mikið úrval skipa á boð- stólum, allt frá 250 lesta síldarskipi niður í færabáta. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31. (Kaupangi) — Sími 1878. Heima 2178. Viðtalstími 17,30 — 19,00 Frá jarðabændum Að gefnu tilefni vill jarðabænda félag Vestmannaeyja taka fram eftirfarandi: Lundaveiði má hefjast fimmtu- daginn 30. júní og lýkur fimmtu- daginn 18. ágúst. Mönnum skal al- varlega bent á, að engum er heim- ilt, nema að fengnu leyfi umboðs- manns jarðabænda að veiða lunda á heimalandi eða í úteyjum, og varða brot sektum. Lágmarksverð á lunda í fiðri er ákveðið kr. 8,00. Umboðsmaður jarðarbænda er Jón Guðjónsson, Þorlaugargerði, — sími 1343, og veitir hann veiðileyfi og gefur nánari upplýsingar, ef óskað er. Jarðabændafélag Vestmannaeyja. að svo komnu máli, það koma sjálf sagt tækifæri til slíks síðar. Hitt er rétt að segja fólki, að það skal taka með varúð allt fjas áróðursmanna meirihlutans um lélegan fjárhag bæjarins, en reyna að kynna sér hann af éigin raun — og sannfær- ast um, að Sjálfstæðismenn skildu við fjármál kaupstaðarins með mikilli prýði. SECURE SECURE — tvöfalt einangrunargler, lækkar hitakostn- aðinn stórlega. Fimm ára ábyrgð. SECURE-GLERIÐ er það bezta og ódýrasta á markaðn- um. — Stuttur afgreiðslufrestur. GUÐLAUGUR STEFÁNSSON Umboðs- & Heildverzlun. Básaskersbryggju 1 — Sími 1139. Húsvörður óskast. Upplsýingar gefur Sighvatur Bjarnason í símum 2252 og 1965. Vinnslustöðin h. f. Skemmtiferð. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvenna- félagið Snót hafa ákveðið að gangast fyrir 3ja daga skemmtiferð, ef næg þáttaka fæst. Farið verður á miðvikudagsmorgun, 6. júlí, flug- leiðis til Reykjavíkur; þaðan ekið til Snæfellsness með viðkomu í Borgarnesi, gist í Stykkishólmi. Síð- an farið til Borgarfjarðar, komið í Húsafellsskóg og gist að Varmalandi. Á föstudaginn ekið til Rvík- ur og flogið heim. — Verð farmiða kr. 2170,00 — fæði og gisting innifalið. Nánari upplýsingar um ferðina fást hjá: Ásgeiri Benediktssyni, Smurstöð Shell, Sími 2132. Hermanni Jónssyni, Hásteinsvegi 5, Sími 1732. Margréti Þorgeirsdóttur, Bröttugötu 13, Sími 1211. Tilkynning. Afgreiðsla vor verður lokuð á laugardögum í júlímánuði 1966. Föstudagana næst á undan ofangieindum laug- ardögum verður afgreiðslan opin til hverskonar viðskipta kl. 17,00 til 18,30. Ef áfsagnardagar víxla falla á ofangreinda Iaugardaga verða þeir afsagðir næsta virkan dag á undan þeim. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS, Vestmannaeyjum. \

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.