Fylkir


Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 3
FYLKI R 3. ' ' Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöSugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. I HAPPDRÆTTI Háskóla Islands Hannvann! Hvid skjorte Hoftfid/uetti HÁSKÓLANS ■ai.iiin.. ■ . Endurnýjun til 7. flokks er hafin. Gleymið ekki að endurnýja óður en þér farið í sumarleyfið. UMBOÐSMAÐUR. ANGLI - er skyrtan, ÓDÝE, fer vel, sterk. — Þetta er skyrtan heima og heiman. — Markaðurinn TILKYNNING um olíuafgreiðslu: Sími 1491. Frá 1. júlí til 1. október verður olía til húsakynd- ingar ekki afgreidd eftir kl. 12 á hádegi á laugardög- um til kl. 8 á mánudagsmorgun. OLÍUFÉL. SKELJUNGUR H.F., Vestm.eyjum. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F., Vestmannaeyjum. OLÍUSAML. VESTMANNAEYJA, Vestm.eyjum. Iþróttaspjall. Lítið hefur gerzt í íþróttamálum bæjarins síðan ÍBV-liðið fór frægð- arförina til Hafnarfjarðar. Einn knattspyrnukappleikur hefur farið fram og var hann á milli ÍBV og unglingalandsliðsins. Leikurinn fór fram á grasvellinum og var þóf- kenndur og frekar leiðinlegur. Að- eins eitt mark var skorað, og var það skorað hjá ÍBV á 24. mínútu fyrri hálfleiks. Bandalagsliðið náði nokkuð vel saman á köflum og var þetta með skárri leikjum liðsins hér heima. Almennt er liðið nú tal- ið sterkara með Pál Pálmason í markinu. Frjálsíþróttir. Um síðustu helgi fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík Sveinameistaramót íslands í frjás- um íþróttum. Þátttaka var óvenju góð og árangur góður í flestum greinum. Frá Vestmannaeyjum fóru þeir Jón Þórarinsson, Friðfinn ur Finnbogason og Þorbjörn Páls- son til keppni á móti þessu. Var frammistaða þeirra mjög góð. í 80 m grindarhlaupi varð Friðfinnur 4. á 12,4 sek. og er það sveinamet hér í Eyjum. í þessu sama hlaupi varð Jón 6. á 13,2 sek. í 200 m hlaupi varð Þorbjörn 6. á 26,4 sek. í hástökki varð Friðfinnur 6. stökk 1,45 m. Jón varð 2. í stangarstökki, stökk 2,70 m. Friðfinnur varð 2. x langstökki með 5,79 m. Hann hlaut einnig 6. sætið í kúluvarpi, kastaði 12,36 m. Tvær aukagreinar, spjót- kast og sleggjukast, voru háðar á Melavellinum, og tók Friðfinnur þátt í þeim báðum, en Jón í sleggju kastinu. Friðfinnur varð 5. í spjót- kastinu, en 2. í sleggjukastinu. Kast aði hánn spjótinu 39,38 m, en sleggj unni 29,03 m. Jón varð hins vegar 5. í sleggjunni, kastaði 22,76 m. VOLKSWAGEN-bifreið árgerð 1964, er til sölu. Bifreiðin er nýstandsett. Upplýsingar gefur SVERRIR EINARSSON, tannlæknir. Sími 1559 eða 1459. •Mm Getum boðið sérstök kjör í 15 daga ferð þann 8. júlí. Flogið verður til Gautaborgar og farið þaðan til Malmö, Hamborgar, Rínar, Amsterdam, Liibeck, Kaup- mannahafnar og farið frá Gauta- borg þann 22. júlí. Kynnið yður þessi sérstöku kjör og greiðsluskilmála sem allra fyrst, því fáir dagar eru til stefnu. Upplýsingar gefur: AXEL LÁRUSSON. LÖND s LEIÐIR Adalstrœti 8 simar - Vil kaupa lítinn rafmagnsþvottapott. — Upp- lýsingar í síma 1920. ÍBV — ÍBS 8:1. í gærkvöld fór fram á malarvell- inum leikur í II. deild á milli ÍBV og ÍBS. Leikurinn var frekar vel leikinn af hálfu ÍBV, þó að staðan í hálfleik væri aðeins 2:0, og skor- uðu Sævar og „Týrsi“ þau mörk. Okkar menn höfðu átt fjölda hættu legra tækifæri, sem ekki tókst að nýta. í síðari hálfleik uppskáru liðs- menn ÍBV vel, og urðu mörkin alls 6, en eitt leiðindamark var skorað hjá ÍBV. Beztir í liði ÍBV fannst mér Valur, en einnig var gott að sjá að „Týrsi“ er farinn að hreyfa sig nokkuð, og skoraði eitt lang- skotsmark í fyrri hálfleik. Dómari var Einar Hjartarson úr Reykjavík, og dæmdi hann ágæt- lega. Bolti.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.