Fylkir


Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.07.1966, Blaðsíða 4
r Nemendur óskasl. Viljum ráða nemendur í plötusmíði, ketilsmiði, rennismíði og vélsmíði. VÉLSMIÐJAN MAGNI H.F. TILKYNNING: Það tilkynnist hér með, að frá 1. júli mun ég liætta rekstri rakarastofu minnar. Viðskiptamönnum mínum á undanförnum ára- tugum þakka ég af alhug velvild og góð viðskipti og óska þeim alls hins bezta. BJARNI BJARNASON, rakari. Húsby gg j endur AMERÍSK GLERULL, Álpappír áfestur beggja megin, væntanleg í næstu viku. HOLLENZKIR GOLFDUKAR og FLÍSAR. TIMBURSALAN H. F. Símar 2000 og 1401. Panfið þjóðhátíðart-jöldin tímanlega. Höfum tjaldagrindur á boðstólum. SEGLAGERÐ HALLDORS Sími 2333. Neðan frá sjó. V______________________________y Veðrið: tlnnþá er tíðin stirð, sami austan vindsvelgurinn, og marga dagana varla lítandi að sjó, þó að verið sé að reyna. Gildir þetta einkum um humarbátana, sem ekki geta verði að nema í til- tölulega góðu veðri. Annars má það með fádæmum teljast, að ekki skuli vera hægt að stunda sjó linnu laust um hásumarið. Sannleikurinn er nefnilega sá, að t. d. humarbát- arnir hafa sárasjaldan getað „klár- að túr“, veðurfarið hefur séð um það. — Botnvörpubátarnir: Afli hefur verið dágóður hjá trollbátunum, misjafn að vísu eins og gengur. Að- allega sækja bátarnir austur á bóg- inn, en þó er bátur og bátur, er reynir fyrir sér á vesturslóðinni. Humarbátarnir: Afli í humar- trollið er ennþá eftir atvikum, en er þó minnkandi, einkum þó aust- ur í Skeiðarár- og Breiðamerkur- dýpi, en þar er slík örtröð á mið- unum, að aldrei mun eins, enda komnir þangað bátar frá Akranesi — og öllum verstöðvum austurum til Hornafjarðar. Hér heima við er kropp, einkum þó af smáum krabba. — Slídin: Dauft er yfir síldveiðun- um hérna heima við, enda obbinn af flotanum farinn austur fyrir land. Þó eru nokkur minni skip- anna ennþá hér sunnanlands, og á miðvikudaginn fengu þrír bátar síld. Síld þessi fékkst austur við Hrollaugseyjar, — 14 tíma keyrsla héðan. Fékkst síldin á grunnu vatni. Er erfitt að fást við veiðar þarna, síldin dreifð og mikill straum ur. Bátarnir, sem fengu síld voru Ófeigur með 1000 tunnur, Sigurð- ur 700 og Kap með 600 tunnur. — Afskipun: Hér var í vikunni danskt skip, er var að lesta salt- fisk. Tók skipið það, sem eftir var af saltfiski frá vertíðinni. Kolaflökunarvélar: Af fréttum er það kunnugt, að nýlega hafa verið settar upp á Húsavík kolaflökunar- vélar af Baader-gerð. Við þessar vélar eru talsverðar vonir bundnar, og verði reynslan af þeim góð, er vjst, að skilyrði til nýtingar á flat- fiski mun stórbatna. Forráðamenn frystihúsanna munu á förum norð- ur til þess að sjá þessar vélar eða vél vinna og kynna sér að öðru leyti möguleika á því að fá hingað eina eða fleiri slíkar vélar. Eimskip: Bakkafoss var hér í gær og lestaði 50 tonn af síldarmjöli. Þá var hér einnig Reykjafoss í sinni fyrstu „reisu“ hingað, og af- fermdi 215 tonn af malbiki. Léki: Mikill leki kom að m.b Ás- dísi, þar sem hún var að veiðum við Ingólfshöfða. Báturinn komst þó hjálpar Laust til lands. Til sölu Lítið einbýlishús við Vesturveg og annað við Vestmannabraut. Húseignin Brimhólar, járnklætt steinhús í rísandi bæjarhluta. Stend ur á fögrum stað. Verði í hóf stillt og skilmálar hagstæðir. Fokhelt einbýlishús í vestasta og nýjasta hluta bæjarins. Allt á einni hæð. Hús í smíðum við Vesturveg. Einbýlishús við Heimagötu og Ililmisgötu. Verzlun í fullum gangi með gnægðir vefnaðarvara. Ilúseignin Nýja-Bíó við Vest- mannabraut. — Stórhsýi í hjarta bæjarins. Hentugt fyrir allskonar kvikmynda- eða leikstarfsemi eða sem safnahús, einnig fyrir veitinga- starfsemi, en lóðarréttindi fylgja með götu til viðbyggingar. Til leigu er góð 3ja herbergja í- búð í miðbænum. JÓN HJALTASON, hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sírni 1847. ÍBÚÐ ÓSKAST. Eins til tveggja herbergja íbúð óskast sem fyrst. — Upplýsingar í síma 2324 milli kl. 1 og 6 á dag- inn og 1624 á kvöldin. Til leigu! er neðri hæðin að Kirkjuvegi 39A. Einnig getur verið um sölu að ræða ef viðunandi tilboð fæst. — Enn- fremur verða ýmiskonar húsmunir til sölu. — Upplýsingar í síma 1231 frá kl. 5—7 e. h. til 5. júlí n. k. Helanca-peysur með rúllukraga, hvítar, bláar, svartar og rauðar. Alföt h. f. Sími 1816. Sundlaugin opnar í dag. Sundföt á krakka, unglinga og fullorðna. Markaðurinn High Life- ódýru og góðu nylonsokkarnir eru nú komnir aftur. — Falleg peysu-sett tekin upp í gær. Markaðurinn Sími 1491. Þjóðkirkjan: Messa fellur niður n. k. sunnudag, vegna fjarveru kirkjukórsins úr bænum, en þess í stað mun Þorsteinn L. Jónsson, sóknr Tprestur flytja erindi í kirkj- unn' d. 2 e. h. Fjallar erindið um Lam Jdrkju og kirkjur í Vest- mannaeyjum frá fyrstu tíð. Betel: Samkomu n. k. sunnudag kl. 4,30 e. h., barnaguðsþjónusta kl. 1 e. h. Prentvilla: Slæm prentvilla var í seinasta blaði Fylkis. í frétt um Náttúrugripasafnið var sagt, að að- sókn að safninu hefði verið 60 manns umræddan sunnudag, en átti að vera 600 manns, — sex hundruð manns komu þennan dag í safnið. Rotary: Nýtt starfsár er um það bil a’ð byrja hjá Rotary-hreyfing- unni. Fara þá fram stjórnarskipti og þ. h. Forseti Rotary-klúbbs Vest mannaeyja fyrir komandi kjörtíma bil hefur verið kosinn Einar H. Ei- ríksson, skattstjóri. Afmæli: Þann 4. júlí n. k. verður 80 ára frú Lára Guðjónsdóttir, Kirkjulandi. Blaðið óskar afmælis- barninu allra heilla. Gullbrúðkaup: Síðalstliðinn mánu dag áttu þau Guðbjörg Björnsdótt- ir og Sigurður Sæmundsson, Breka stíg 11 hér í bæ, 50 ára hjúskapar- afmæli. Fylkir óskar þeim allra heillaj Bíó Samkomuhússins: Á sunnu- daginn kemur kl. 8,30 sýnir bíóið myndina PORGY OG BESS, gerð eftir hinum kunna ameríska söng- leik með sama nafni. Söngelskt fólk hefur þarna tækifæri til þess að njóta hinna fallegu tónsmíða hins þekkta tónskálds George Gershwin. Myndin er í litum. Kirkjukórinn: Séra Bragi Frið- riksson prestur við hina nýju Garðakirkju ,hefur boðið kirkju- kórnum hér í heimsókn um næstu helgi. Leggur kórinn upp í heim- sóknina á morgun. Sundlaugin: Samkvæmt upplýs- ingum bæjarstjóra og auglýsingu þar um verður sundlaugin opnuð í dag. Geta menn nú farið að tygja sig í 200 metrana, og fá sér sund- sprett. Sundkennarar verða Kjart- an Másson og Katrín Magnúsdóttir. Fylkir: Vegna sumarleyfa í prent smiðjunni mun blaðið ekki koma út á næstunni. Þýzk tjöld - fín vara. Verð kr. 5990#00. - VERZLUN BJÖRN GUÐMUNDSS.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.