Fylkir


Fylkir - 07.10.1966, Page 1

Fylkir - 07.10.1966, Page 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 7. október 1966 Málgagn Sjálfstæðis- » flokksins 1 26. tölublað Framsóknarblaðið hefur undan- farið í tvö eða þrjú skipti verið að tæpa á því að um miklar „óreiðu- skuldir” hafi verið að ræða er bæj arstjórnarskiptin urðu á s.l. sumri og borið Magnús Magnússon nú- verandi bæjarstjóra fyrir því. Hef- ur blaðið nefnt frá 6 til 10 milli- onum króna, en aldrei gert nánari grein fyrir upphæðinni. Eg gerði þessvegna fyrirspurn um þetta á síðasta bæjarstjórnar- fundi og óskaði eftir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar, sem er annar ritstjóri Framsóknarblaðs- ins, gæfu bæjarstjórn sundurliðaða skýrslu um málið, en fékk ekki svar. Eg tilkynnti þeim þá, að ég myndi krefjast opinberlega grein- argerðar. Nú hefur bæjarstjóri séð sig til- neyddan til að gera opinberlega grein fyrir staðhæfingum sínum við Framsóknarblaðið. Ber greinargerð hans með sér, að hann hefur verið í hreinum vandr- æðum að koma henni saman. Og því miður grípur hann til þess ráðs að falsa beint og óbeint, að telja verður vísvitandi, tölur, sem teknar eru inn í greinargerðina. Sem dæmi vil ég benda á að bæj- arstjóri telur að skuld við Vita- málaskrifstofuna vegna kaupa á járnþili í Friðarhöfnina sé kr. 3.5 millionir, Er sannleikanum í þessu tilfelli allt of misþyrmt. Reikningur hafnarsjóðs við þenn an aðila stendur þannig: Útekið járnþil og annar kostnað- ur vegna framkvæmda í Friðar- höfn samtals kr. 4 millionir og 458 þúsund. Inneign var á reikningnum um s-1. áramót kr. 1478 þúsund. Inn borgað á árinu ríkisframlag skv. fjárlögum kr. 700 þúsund og auka- framlag skv. sérstakri grein fjár- laga kr. 880 þúsund eða samtals kr. 3 millionir og 58 þúsund krónur. Mismunur verður ekki 3.5 millionir eins og bæjarstjóri staðhæfir, held- ur aðeins kr. 1,4 millionir. Er því þarna um beina tölufölsun að ræða sem nemur 2,1 millj. króna. Það getur vel verið að bæjarstjóra finn ist þetta allt í lagi, en það er það bara ekki ef hann vill að einhver taki mark á því, sem hann lætur frá sér fara. Það skal játað að nokk uð erfitt getur verið að skera á milli þegar bæjarstjóraskipti verða á miðju ári. En það er alveg vonlaust verk fyrir núverandi meirihluta að vera að reyna að telja bæjarbúum trú um að bæjarfélagið hafi verið illa stætt fjárhagslega, þegar þeir tóku við. Vil ég í því sambandi minna núverandi bæjarstjóra á ummæli ráðuneytisstjóra Efnahagsmálaráðu neytisins, Jónas Haralz, sem hann var áheyrandi að, í viðræðum við hann á s.l. vetri um vatnsveitufram kvæmdirnar, er hann sagði að Vest mannaeyjakaupstaður væri alveg í sérflokki miðað við aðra kaup- staði hvað greiðslugetu og fjárhags afkomu snerti og er vonandi að ráðuneytisstjórinn verði á sömu skoðun að fjórum árum liðnum. Eg myndi telja að eðlilegt upp- gjör yfir fjárhagsafkomu bæjarins hinn 1. júní s.l. liti þannig út. Fjármunir til ráðstöfunar. 1. Andv. láns hjá Atv.l.trygg.sjóði . kr. 3.800,000 2. Ríkisst. vegna malb. framkv. ..... kr. 900,000 3. Ríkisframl v/ sjúkrahússbygg. ... kr. 700,000 4. f sjóði hjá gjaldk. og og innist. á bankar. kr. 1.800.000 kr. 7.700.000 Aðkallandi greiðslu, sem ekki verða greiddar af daglegri innheimtu út- svara: 1. Skuld v/ Trygg. st. rík. v. iðgj. 1965 .. kr. 832.000 2. Sk. v. Trygg.st. rík v. barnsm. ‘64 ‘65 kr. 1.215,000 3. Afb. og vextir af lánum hafnarsj. er féllu í gjaldd í maí og rafv. ............ kr. 1.268.000 4. Gr. til rík. áb. sj. kr. 290,000 5. Gr. fr. asfalt v. malb. kr. 560,000 6. Sk. v. Vitamálaskr. v. járnþila ......... kr. 1.400,000 kr. 5.565,000 Auk þess átti kaupstaðurinn inni hjá ríkissjóði um s.l. áramót samkv. reikningum bæjarins vegna hafn- arframkvæmda og byggingu sjúkra húss samtals kr. 8 millionir og 566 þúsund, sem án efa er hægt að fá lán út á ef með þyrfti, að minnsta kosti til að greiða Vitamálaskrif- stofunni. Það sem bæjarstjóri telur á yfir- liti sínu skuld við rafveitu og sjúkrasamlag hlýtur um viðskipta- reikninga að vera að ræða, sem ýmist er inneign eða skuld á. Ið- gjöld til tryggingarstofnunar fyrir yfirstandandi ár hefur aldrei ver- ið reiknuð með að greiddust fyrr en eftir niðurjöfnun útsvara og eft ir að þau fara að innheimtast, og er gert ráð fyrir þessari greiðslu á fjárlögum. Áætlaðar greiðslur til ýmsra verktaka og annarra kr. 2 millionir skv. greinargerð bæjar- stjóra, er hans eigin áætlun án rök stuðnings, enda ekkert óeðlilegt þó kaupstaður, sem veltir um eða yf- S- 1. þriðjudagskvöld frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja sjónleik- inn „Pabbi“ eftir Howard Lindsay og Russel Crouse. Höfundarnir eru fcandarískir, kunnir menn víða um heim fyrir samstarf sitt á sviði leik ritunar. „Pabbi“ byggist á sögu eftir bandaríska rithöfundinn Clarence Day „Life with father“, sem er ein úr flokki nokkurraa bóka, er höf- undurinn ritaði um foreldra sína og fjölskyldulífið á bernskuheimili sínu í New York á síðari hluta 19. aldar. Yfir frásögnum hans hvílir blær léttrar bandarískrar kímni, sem einkenndi tímabil það, er stund um hefur verið nefnt „The gay nieties“ í Bandaríkjunum, og erfitt er í rauninni „að flytja út“ til annarraa landa. ir 100 millionum króna á ári, sé með eitthvað af skuldum, sem fær- ast milli mánaða og ekki ætti meirihlutanum að verða skotaskuld úr að greiða fyrstu afborgun af pólsku rörunum af þeim 4 million- um, sem teknar hafa verið að láni til 'vatnsveituframkvæmdanna. Skuld við Atvinnul.tr.sjóð kr. 490 þús- er hrein blekking. Upphæð in var greidd hinn 20. maí s. 1. Annars verð ég að segja það, að ég er mjög ánægður með greinar- gerð bæjarstjóra og sérstaklega hvernig henni er stillt upp, því von andi kemur dagur eftir þennan dag og fróðlegt verður að sjá hvernig status bæjarins verður hinn 1. júní næsta ár, hvað skil og vanskil snertir. Til fróðleiks má geta þess að bækur bæjarsjóðs sýna að enn í dag hefur t.d. ekkert verið greitt til Tryggingarstofnunar ríkisins af iðgjöldum þessa árs og eru þó liðn ir meira en 9 mánuðir af árinu. Eíast ég um að bæjarstjóri vilji telja það vanskilaskuldir hjá nú- verandi meirihluta. Myndi ábyggi- lega fleira slíkt koma í Ijós, ef bók hald bæjarins væri skoðað. En það mun bíða síns tíma. Guðl. Gíslason. í íslenzkri þýðingu leikritsins hefur þýðandanum Sigurði Gríms- syni, tekizt að varðveita þessa kímni og staðfæra, svo að íslenzk- um áhorfanda finnst hún ekki fram andleg eða „innflutt". Orðfærið er mjög lipurt og samtölin óþvinguð, laus við þau hrjúfu þjalarför, sem því miður of oft koma fyrir við leikritaþýðingar. Um flutning leikritsins hér á þriðjudagskvöldið er það annars að segja, að hann var mjög vel heppnaður. Hann var mjög hóf- samlegur og hvergi yfirdrifinn, og heildarsvipur leiksins mjög góður. Allir leikendur skiluðu sínum hlutverkum með fullri sæmd. Þeir sem eldri eru og vanir leiksvið- inu og oft hafa gert góða hluli, Framhald á 4. síðu. „PABBI”

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.