Fylkir


Fylkir - 07.10.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 07.10.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Vestmðnnaeyinðar hunna a5 meto stnrísemi leihfélaðsins Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi á þriðjudag ameríska gamanleikinn „Pabba“ og var önnur sýning leiksins í gærkvöldi. Við náðum^ali af einum af höfuðpaurum Leikfélagsins, Jóhanni Björnssyni, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1140 og 1343. Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Samið um vatnsréttindii við Syðstu-Merhurbœndur Á fundi bæjarráðs hinn 29. ág- úst sl. upplýsti bæjarstjóri að bú- ið væri að semja við Syðstu-Merk- ur bændur um vatnsréttindi til handa fyrirhugaðri vatnsveitu Vest mannaeyinga. Verður það að teljast ánægju- legt að meirihluti bæjarstjórnar skyldi fara eftir tilögu Sjálfstæðis- manna og semja við bændurna um þessi réttindi, í stað þess að taka hluta þessara réttinda þeirra með dómsúrskurði, eins og meirihlut- inn ætlaði sér. Samið var um 25 þúsund króna greiðslu til eigenda vatnsréttind- anna, 20 þúsund króna þóknun til lögfræðings þeirra og 5 - 10 þús- und krónur munu hafa farið í ferðakostnað vegna síðari ferðar samningsnefndarinnar eða alls rúmlega 300 þúsund krónur, sem er heldur hærri upphæð en Sjálf- stæðismenn lögðu til á s.l. vetri að greidd yrði, ef samkomulag næð- ist um það, sem trúlega var alltaf fyrir hendi, ef umræddum bænd- um hefði verið mætt á eðlilegan hátt. Hefur þá hver fengið sitt. Eigend ur vatnsréttindanna að vísu held- ur minna en þeir gerðu sér vonir um. En óviðkomandi lögfræðingur, Flugfélagið og Hótel Borg munu hafa hreppt um 25 til 30 þúsund krónur fyrir beina stífni vinstri manna í bæjarstjórn og hefði inátt forða bæjarstjórn frá vansæmandi framkomu í þessu máli, ef samið hefði verið í sumar um pessa upp- hæð í stað þess að hafna henni þá. Aðalatriðið er þó að siálfsögðu, að kaupstaðurinn hefur eignast óaft- urkræf réttindi yfir þeirri vatns- uppsprettu, sem upphaflega v^r reiknað með að yrði undirstaða vatnsveitunnar. Ertu ánægður með verkefnisval Leikfélagsins, Jóliann? — Já, heldur betur, þetta er að mínum dómi eitthvert jafnasta verk sem fært hefur verið hér upp. Eg á við, að stykkið er gott og mjög vel hefur tekizt að velja í hlutverk in. Allir skiluðu sínu með prýði, hvort sem um var að ræða stærri eða minni hlutverkin. — Nú hefur verið húsfyllir á tvær sýningar. Hve oft er ráðgert að sýna ennþá? — Það hefur verið ákveðið að hafa a. m. k. eina sýningu enn, svo og barnasýningu, en ekki er enn endanlega ákveðið, hvenær þær snýingar verða; þó sennilega í næstu viku. — Þú ert ánægður með aðsókn- ina? — Já, Þetta ber sannarlega vott um það, að Vestmannaeyingar kunna að meta starfsemi okkar, sem að verkinu stöndum. Óþarft er að taka fram, að allt er þetta sjálf- boðavinna og leikfólkið leggur sinn frítíma í þetta. — Og erfiðar æfingar? — Já, svo sannarlega. Síðasti mán uður hefur verið ein æfing, ef svo mætti segja. Hvert einasta kvöld frá klukkan átta og fram yfir mið nætti. — Er ráðgert að sýna úti á lanðs byggðinni? — Já, það hefur komið til mála að fara eitthvað út á land og þá einna helzt til Hornafjarðar, en þar fengum við fádæma góðar við- tökur síðast. — Hvenær mundi það verða? Það er ekki endanlega ákveðið. Komið hefur til greina að það yrði um næstu mánaðamót, en ég þori ekki að láta hafa neitt ákveð- A síðasta bæjarstjórnarfundi flutti Sigurður Stefánsson, bæjar- fulltrúi kommúnista tillögu um, að Magnús H. Magnússon, fyrrverandi símstöðvarstjóri, yrði ráðinn bæj- arstjóri. Taldi S. St. sig hafa náð sam- komulagi við M. M. um þetta og lagði hann til að launakjör hans yrðu kr. 30 þúsund á mánuði og kr. 3 þúsund í bílastyrk. Taldi hann sér vera bölvanlega við þennan bílastyrk, en við því væri víst ekk- ert að gera. Áður en S. St. lagði tillögu sína fram las hann upp umsóknir frá þremur aðilum utanbæjar og taldi að fleiri hefðu komið til greina, og lét í því sambandi orð falla um ið eftir mér um það. — Og svo að lokum, Jóhann, er ætlunin að setja fleira á svið í vet- ur? Hólmfríður Pálsdóttir setti í okk ur talsverðan fjörkipp með upp- setningunni á Pabba, sem er senni- lega eitthvert erfiðasta verk, sem hér hefurv erið sviðsett, og við höf um fullan hug á að koma upp öðru verki í vetur, og hugsum þá sérstak lega til þeirra ungu og efnilegu starfskrafta, sem við höfum nú fengið í lið með okkur. Margir þeirra fengu sína prófraun í Pabba og er óskandi, að þeir eigi eftir að verða leiðandi í Leikfélaginu og leysi þá gömlu af hólmi í framtíð- inni. að það væri svona þar sem þrír flokkar réðu, að einum sýndist þetta og öðrum hitt og hefði ekki náðst samkomulag innan meirihlut ans um neinn umsækjandann eða aðra, sem til greina komu af ut- anbæjarmönnum. Aðspurður kvað S. St. að bæj- arstjóra hefðu verið sett ýms skil- yrði, en þau væru ekki til umræðu á fundinum. Geta fulltrúar meirihlutans án efa allir verið ánægðir. Draumur Framsóknarmanna um ópólitískan bæjarstjóra virðist hafa orðið að veruleika með ráðningu M. M. og S. St. fengið nýjan bæj- arstjóra á hækkandi launum og hærri bílastyrk en áður var. ir Vesfmannaeyingar, afhugið Hin lágu haustfargjöld Flugfélagsins ganga í gildi enn á ný 15. september. Á tímabilinu 15. september til 30. október getið þér ferðast til 16 borga í Evrópu fyrir 25% lægra verð en endranær. Fjölskyldufa rgjöld! Hin hagstæðu fjölskyldufargjöld Flugfélags fslands eru í gildi árið um. kring'. Allar nánari upplýsingar um þessi hagstæðu fargjöld fáið þið á skrif- stofu Flugfélags íslands, Skólavegi 2. Ráðning bæjarstjóra

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.