Fylkir


Fylkir - 07.10.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 07.10.1966, Blaðsíða 4
Neðan frá sjó. Afli og veðrátta: Blær hausts- ins og komandi vetrar leynir sér ekki. Það andar köldu, enda við eða um frostmark á morgn- ana. Og lifið og tilveran sýnist grá, sérlega á þetta við, er geng ið er um höfnina og hafnarsvæð ið, tilþrif sumarsins eru horfin og það er dauft yfir öllu. Veðrið hefur líka verið leiðinlegt og þó einkum til sjávarins, „næði" stopult og það sem verra er, að aflihn er alveg sáratregur. Að vísu er það svo að á þessum árstíma er venjulega mjög lítið um fisk og gildir einu í hvaða veiðarfæri er, en þó mun sept- ember í ár hafa verið daufari, hvað aflabrögð snerti heldur en í fyrra. Frystihúsin hafa því eðlilega lítinn fisk, og eftirtekja sumarsins, humarinn, er því bjargræðið og gerir það mögu- legt að halda uppi nokkurnveg- inn stöðugri vinnu frystihúsun- um. Botnvörpubátarnir: í rauninni eru botnvörpuveiðarnar einu veiðarnar, sem héðan eru stund- aðar um þessar mundir, 2-3 bátar eru að vísu með dragnót, en þar með er upptalið. Alls munu vera 20 bátar á botnvörpu veiðum. Svo sem fyrr sagði hef- ur afli verið sáratregur 2-3 tonn eftir daginn og þaðan af minna. Helzt er fiskivon austur með söndum og þar fékk t. d. Öðlingur um 14 tonn á dögunum eftir tiltölulega stuttan tíma- Það var það langbezta um lang- an tíma. Síldin: Nú er það síldin sem „blívur". Allir mæna á síldina og ekki við sízt við hér í Eyjum Prýðilega búnar verksmiðjur bíða þess fullbúnar að vinna síldina, en því miður brást hún hér sunnanlands í sumar. Hefur síldarleysið í sumar greinilega sagt til sín í efnahagslífi bæjar- ins. Þó kom aðeins síldarvottur hér um mánaðarmótin. Nokkrir Eyjabátar sem eru á síldveiðum fyrir austan komu hingað með sild. Var þetta í upphafi prýði- legasta vara, en misjafnlega far- in, enda siglingarleiðin löng. Reynt var þó að nýta þessa vöru eftir föngum, og öll frystihúsin munu hafa tekið síld til frysting ar og flökunar. Bátakaup: Talsverður hugur er í mönnum um bátakaup. Hefi ég heyrt um marga, sem eru að þreifa fyrir sér, þótt ekki sé fullráðið. Nlýega hefur Grétar Þorgilsson, skipstjóri og fl. fest kaup á stálbát smíðuðum í Aust- ur-Þýzkalandi, — um 100 smá- Þökkum innilega sýndan vinarhug við útför BJARNA SVEINSSONAR 6. júlí síðastliðinn. Ragnhildur Þórðardóttir, Guðni Ingvarsson. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför, GU9LAUGS EINARSSONAR Hásteinsvegi 20 sem lézt 22. september síðastliðinn. Friðrikka Þorbjörnsdóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir TTT^—MffTX^^—Wlffifli'Tlll IIMIMI HlflfWllfflMtl Atvinna! Óskum eftir að ráða karl eða konu til afgreiðslustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. KJARNI S. F. Hilmisgötu 2. — Sími 2234. Vélbáturinn Björg SU 9, er til sölu. Upplsingar gefur Hilmar Bjarnason, sími 11, Eskifirði. Barnavagn „PABBI" ásamt dýnu, til sölu að Brimhóla- braut 33. Sími 1244. Riutjóroskipti Með þessu blaði læt ég af ristjórn Fylkis. Við ritstjórninni tekur Sig- urgeir Jónsson, kennari, frá Þor- laugargerði. Sigurgeir er prýðilega ritfær, enda nokkuð fengizt við blaðamennsku, er ég því þess full- viss, að honum muni vel farnast og byggðarlaginu og Sjálfstæðis- flokknum fengur að fá hann til starfa við Fylki. Um leið og ég óska hinum nýja ritstjóra allra heilla í starfi, vil ég af alhug þakka þeim mörgu, er á einn eða annan hátt aðstoðuðu mig við ritstjórn- ina og rekstur blaðsins. Björn Guðmundsson. BRAGI BJORNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Vestmannabraut 31, Kaupangi. lestir að stærð — hinu prýðileg asta skipi. Svipað skip hefur Sigurður Gunnarsson, skipstjóri og fl. keypt frá Þorlákshöfn. Er ekki lítill fengur að þessum báta kaupum fyrir byggðarlagið, og óskandi, að heill, afli og farsæld fylgi þessum skipum. Framhald af 1. síðu. brugðust í engu vonum leikhús- gesta, heldur juku enn við hæð sína. En engum er gert rangt til þótt sagt sé, að nýliðarnir á sviðinu hafi komið mjög á óvart. Má þar fyrst nefna Gunnhildi í hlutverki Mary, sem kemur „úr sveitinm" til New York, feimin og sti]Jt stúlka. Hún sýndi í þessu hlutverki mjög góðan leik, og má mikils af henni vænta í framtíðinni. Ekki má heldur láta hjá líða að nefna „bræðurna", sem voru í rauninni hver öðrum betri og eru allir hin- ir efnilegustu leiksviðsmenn og munu gera góða hluti í framtíðinni undir hollri leikstjórn og góðum leiðbeiningum. Að öðru leyti verður hér ekki farið út í einstök hlutverk- Bún- ingar og gervi voru mjög við hæfi og gerðu sitt til að skapa góðan heildarsvip og hið rétta „andrúms- loft" í leiknum. Leikstjórinn, Hólmfríður PáJs- dóttir, getur verið hin ánægðasta, að loknu dagsverki og á skilið þakkir fyrir mjög vel unnið starf. Það er fullkomin ástæða til að þakka Leikfélaginu fyrir þessa á- gætu skemmtun og jafnframt árna því heilla með þá krafta, sem því hafa nú bætzt. Leikfélagið hefur vaxið mjög af þessu verkefni og óskandi væri, að það sæi sér fært að leysa annað áþekkt verkefni af hendi á nýbyrjuðu starfsári. Landakirkja: N. k. sunnudag kl- 2 fer fram orgelvígsla í Landa- kirkju, séra Sigurður Pálsson mun leiða athöfnina og sóknarprestar aðstoða, en Martin Hunger annast vígslu orgelsins. Betel: Barnaguðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 1. Almenn samkoma kl. 4,30. Afmæli: Þorbjörn Guðjónsson, bóndi að Kirkjubæ varð 75 ára s. 1. fimmtudag, og óskar Fylkir hon um til hamingju. Faxi: Skátafélagið Faxi heldur sína árlegu merkjasölu á sunnudag inn. Allur ágóði rennur beint til Faxa og er þess vænzt að fólk taki skátunum vel. Árshátíð Sjálfstæðisfélagnna verð ur haldin þann 22. október. Nánar verður auglýst um dagskrá síðar. Frá happdrætti Sjálfstæðisfl. — Þeir, seni fengið hafa senda miða, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst í skrifstofu flokksins, Vinnslustöðvarhúsinu við Strandveg Opið 4—6. Aðalfundur: Sjálfstæðisfél. Vest- mannaeyja hélt aðalfund sinn 26. sept s. 1. Guðl Gíslason ræddi um bæjar- og landsmál á fundinum. f stjórn félagsins voru kjörnir: Jóhann Friðfinnsson (formaður), Bergsteinn Jónasson, Einar H. Ei- ríksson, Sigfús J. Johnsen, Stein- grímur Arnar, Guðmundur Guðjóns son og Erlendur Ólafsson. Endurskoðendur: Óskar Sigurðs- son og Njáll Andersen. ALÞÝ9USAMBANDS- KOSNINGAR: Eftirtalin félög hafa kosið full- trúa á Alþýðusambandsþing: Verkakvennafélagið Snót: Guðm- unda Gunnarsdóttir, Vilborg Sig- urðardóttir, Ólafía Sigurðardóttir. Varafulltrúar: Anna Erlendsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Kristín Péturs- dóttir. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja: Engilbert Jónasson, Ásgeir Bene- diktsson. Varafulltrúar: Bjarni Bjarnason og Sigurður Jóhannsson. Vélstjórafélag Vestmannaeyja: Magnús Jónsson, Sveinn Gíslason. Varafulltrúar: Garðar Ásbjörns- son, Sævar Sigurjónsson. Sjómannafélagið Jötunn: Sigurður Stefánsson, Kristján Sigfússon. Varafulltrúar: Sigurður Gissurar- son, Högni Magnússon. Verzlunarmanafélag Vestmanna- eyja: — Aðalfulltrúi: Arnar Sig- urmundsson. Varafulltrúi: Ellert Karlsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.