Fylkir


Fylkir - 14.10.1966, Page 1

Fylkir - 14.10.1966, Page 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 14. október 1966 27. tölublað Rauðahrossdeild Vest- mannaeyja 21 dra Árið 1941, sunnudaginn 23. marz, var stofnfundur deildarinnar hald- inn hér í Vestmannaeyjum fyrir forgöngu þáverandi héraðslæknis, Ólafs Ó. Lárussonar, og var hann kjörinn fyrsti formaður hennar. Talsvert var í byrjun rætt um al- menningsbaðstofu, en er Einar Sig urðsson kom upp baðstofu fyrir sitt fólk, varð hljóðara um málið, en þó var því haldið vakandi, en mun bæði hafa strandað á vatnsaðstæð- um og fjármálunum. Fyrirhugað var um tíma að stofna gufubað- stofu við sundlaugina, en ekki varð úr því. Sjúkrarúm voru fengin frá Rauða krossi Bandaríkjanna 1943, og voru þau tiltæk ef á þyrfti að halda (stríðsár). Rætt var um far- sóttarhús í marz 1944, enda var þess full þörf og er enn í dag. Árið 1945 var fyrst rætt um að útvega sjúkrabifreið og ákveðið að safna fé til hennar. Sama ár var safnað fé til hjálparþurfa barna í Noregi. Samt hélt söfnunin í sjúkrabifreiðina áfram af fullum krafti og lagði systrafélagið Alfa fram fyrstu gjöfina. í janúar 1946 var hér haldið námskeið í hjálp í viðlögum á vegum deildarinnar o. fl. félagssamtaka. Þá var og það ár safnað til lýsisgjafa handa bágstödd um börnum í Mið-Evrópu. 1946— 1947 fór fram fjársöfnun handa bág stöddum í Suðaustur-Evrópu. Á aðalfundi deildarinnar 1947 var samþykkt að kaupa sjúkrabif- reið. Hún kom hér svo í september 1949 og tók Bergsteinn Jónasson, Múla hér í bæ, að sér að aka henni fyrst um sinn. 1951 var Einar Gutt ormsson, sjúkrahúslæknir, kjörinn formaður deildarinnar. Þá var Ól- afur Ó. Lárusson, héraðslæknir, kjörinn heiðursfélagi Rauða kross- ins eftir tillögu deildarinnar. Sjúkrarúmin komu í góðar þarfir voru þau lánuð út um bæinn í mörgum tilfellum og til ferðamanna og íþróttamannahópa o. fl. 1951 fór fram söfnun til nauðstaddra á flóðasvæði í Norður-ítaliu. Þá fóru fram safnanir 1953 handa bágstödd um Hollendingum og Englending- um er flóð komu á þá, og ennfrem ur illa stöddu fólki á Grikklands- eyjum. 1955 fór að þyngjast róðurinn um rekstur sjúkrabifreiðarinnar vegna viðgerðarkostnaðar. Þá var hún búin að fara um 1100 ferðir með sjúklinga um bæinn. Rætt var um kaup á Incubations tæki, þ. e. fósturmóður fyrir líflít- il börn. Þetta var á aðalfundi 1955- Stjórn deildarinnar var falið málið, en það leystist með því, að hr. cand. jur. Sigtryggur Helgason út- vegaði tækið og gaf Sjúkrahúsinu það. Það hefur nú bjargað mörgum barnslífum. Viðgerðarkostnaður bifreiðarinnar komst nú upp í kr. 28.035,70 og vár víxill tekinn til greiðslu hans. 1961 var rætt um að fá kennslu í hjálp í viðlögum og lífgun úr dauðadái. Samþykkt var þá að at- huga um sölu bifreiðarinnar. 1962 voru tveir nemendur sendir á nám skeið, sem R. K. í. hélt í hjálp í viðlögum í Reykjavík í maí. Á fundi stjórnar deildarinnar 26. nóv. 1962 var samþykkt að gera pöntun á nýjum sjúkrabíl, og að hefja söfnun í því skyni um ára- móin. Þá hafði og fjársöfnun farið fram til hjálpar nauðstöddum börn um i Algier.. Plast-„gina“ var og keeypt til æfinga á blástursaðferð- inni til lífgunar úr dauðadái. 1963 var safnað af miklum krafti fé í nýju rauða kross bifreiðina. í maí 1963 var von á nýju sjúkrabif- reiðinni, en þá skeði það, að bezta bifreið Rauða kross deildar Reykja víkur lenti í árekstri og eyðilagð- ist, var farið þess á leit við deild- ina hér, að hún léti af hendi nýju bifreiðina okkar. Deildin sam- þykkti það enda var ný bifreið þeg ar pöntuð. Þriðjudaginn 28. janúar 1964 kom svo nýja sjúkrabifreiðin til Eyja. Þá var samþykkt að selja íþróttafélaginu Tý gömlu bifreiðina vægu verði,' en fél- hugðist nota hana til að flytja félaga til æfinga o. fl. Á fundi rauða kross deildarinnar 17. febrúar 1965 mætti framkv.stj. R. K. í., hr. Ólafur Stephensen, er vakti máls á að kaupa þyrfti blóð- söfnunarbifreið. Deildin tók vel í málið, sem hún taldi hið þarfasta, og samþykkti að leggja fram kr. 10 þúsund. R. K. í. gaf deildinni hér kost á að senda ungliða héðan á hundrað ára afmæli samtaka R. K. og lagði deildin fram nokkurn styrk til þess á móti Rauða krossi íslands. Pilturinn, sem héðan fór, gat sér gott orð og var deildinni til sóma. Loks fór fram söfnun handa bágstöddum í Austur-Pakistan. Að sjálfsögðu er erfitt að halda svona félagsskap gangandi í svo litlum bæ, en það verður að segj- ast, að hann hefur mætt ótrúlegum skilningi og velvilja og hafa Vest- mannaeyingar alltaf brugðist feikna vel við er til þeirra hefur verið leitað um hjálp, þó munu fá dæmi vera þess, hve vel var tekið undir söfnunina í nýju sjúkrabifreiðina, sem allir virðast ánægðir með. Hún er búin endurlífgunartækjum, súrefnistækjum og nýlega hefur verið keypt í hana fullkomið ný- tízku sjúkrarúm. Deildin sér um rekstur bifreiðarinnar en fær styrk frá bænum, sem nemur greiðslu fyrir símann hjá bifreiðarstjóran- um, hr. Ólafi Sveinssyni, sem að öllum ólöstuðum hefur unnið frá- bært starf fyrir deildina hér, með því að annast sjúkraflutninga af mikilli natni og sjá um bifreiðina af mikilli kostgæfni. Bæjarfélagið hefur og lagt til ágætt húspláss fyrir bílinn og tjáir deildin þakk- læti sitt fyrir það. Þá þakkar deild in og öllum þeim mörgu, sem hafa stutt hana í starfi á undanförnum tuttugu og fimm árum. V.eyjum, 25.7‘66 — E. Guttormss. Tónlistarviðbiirður Við Vestmannaeyingar höfum oft haft við orð, að skemmtanalífið hér í bæ hefði upp á lítið að bjóða og bæði magran og fábreyttan kost. Það væri þó synd að segja, að sú væri raunin á um tónlistarlífið. Við eigum það að þakka ötulli forustu og frábærri elju okkar góða orgel- Ieikara, Martins Hunger, sem hef- ur lagt nótt við nýtan dag til þess að veita okkur Vestmannaeyingum það bezta, sem völ er á, á músík- sviðinu. Og nú, eftir að kirkjuorgel Landa kirkju hefur verið margeflt að tón- gæðum og tónmagni, fyrir for- göngu Martins, þráir hann, að sem flestir fái notið þess, og því efnir hann til tónleikahalds í kirkjunni, ásamt 10 hljómlistarmönnum úr Reykjavík, næstkomandi laugardag og sunnudag hinn 15. og 16. okt- óber kl. 8,30, á laugardagskvöldið, en kl. 5 e. h. á sunnudaginn. Þar mun Sigurveig Hjaltesteed syngja einsöng, Martin Hunger leika einleik á orgelið og sömuleið is leika með 9 manna hljómsveit og verður meðal annarra hljóðfæra leikara Björn Ólafsson, konsert- meistari. Það er ekki að efa, að þessir hljómleikar bjóða upp á einstakt tækifæri til heillandi stundar, öll- um þeim, sem góðri tónlist unna. Og er það von þeirra, sem að tón- leikunum standa, að bæjarbúar fjölmenni til hljómleikahaldsins. Þess má gjarnan geta, að kostn- aður við slíka tónleika er mikill og væri okkur bæjarbúum sómi að, ef ekki yrði halli á þessu einstaka framtaki hins unga áhugamanns, sem leggur sig allan fram um að hefja skemmtana- og menningarlíf okkar á hærra svið. Sýnum þakk- Iæti okkar í verki með því að sjá um að kirkjan verði þéttsetin á báðum hljómleikunum. J. S. H.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.