Fylkir


Fylkir - 21.10.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.10.1966, Blaðsíða 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 21. október 1966 Malgagn Sjáifstæðiso flokksins -■n :• 28. tölublað ÍSLENZKT SJÓNVARP OG AMERÍSKT íslenzkt sjónvarp er nú orðið að veruleika, þrátt fyrir allar bölsýnisspár andstæðinga þess. Þær útsendingar, sem farið hafa fram, hafa flestallar verið prýðilegar og stjórnendum sjónvarps- ins til sóma, hvernig svo sem framhaldið verður. Vonandi er þó að allt gangi að óskum, hvað útsendingarnar snertir. Það var ekki svo lítill úlfaþyturinn, sem það vakti, þegar fyrst var rætt um hugsanlegt íslenzkt sjónvarp. Menn ruku upp til handa og fóta til að mótmæla þessu fyrirbrigði, sem átti að koma íslenzku þjóðlifi á kaldan klaka. Menn óttuðust, að ekki yrði unnt að fá neinn til að vinna eftirvinnu eða næturvinnu vegna sjónvarpsáhuga, ekki yrði unnt að fá tæknimenntaða menn til að vinna við sjónvarpið og síðast en ekki sízt var kostn- aðurinn mönnum stöðugt áhyggjuefni. Afturhaldssamar raddir voru uppi um, að ýmislegt væri, sem meiri þörf væri á að fram- kvæma, heldur en að fara að flana út í eitthvert sjónvarpsævin- týri, sem enginn vissi, hvar myndi enda. Sem betur fór urðu hinir framsýnu yfirsterkari, hvað málið áhrærði og nú munu fáir vera til að bölva sjónvarpinu, þegar það loksins er orðið að veruleika. Afturhaldsmenn hafa alltaf verið uppi á íslandi, þegar stórmál hefur borið á góma, eins og minnast má, þegar útvarp og sími áttu að koma til framkvæmda. Þá voru líka til menn, sem töldu, að slíkar athafnir væru algert glapræði, svo ekki væri meira sagt. Svo finnast líka aðrar tegundir af afturhaldsmönnum, og er þeirra stefna oft svo öfgafull, að engu tali tekur. í sumum tilfellum af póli- tískum hvötum spunnin og öðrum af ýmsum annarlegum hvötum. Nú er þjóðernisrembingurinn til dæm- is á hápunkti hjá mörgum íslend- ingum um þessar mundir. íslenzk tunga og íslenzk menning er í stór um voða, ef ekki verða þegar í stað gerðar viðeigandi framkvæmdir. Og það, sem veldur öllum þessum voða, er að varnarlið Nato á ís- landi hefur starfandi sjónvarpsstöð fyrir starfsmenn sína á Keflavíkur velli. Talsverður hluti fslendinga getur notið þessara útsendinga og þar í liggur hættan. Það er þessum mönnum ógurlegt áhyggjuefni, að slíkt og þvílíkt skuli vera látið við- gangast átölulaust. Þess vegna hafa þeir skorið upp herör gegn ómenn- ingu þeirri, sem veður uppi í Kefla víkursjónvarpinu. Þessum heiðursmönnum bættist góður liðsauki, þegar 60 málsmet- andi íslenzkir menningarpostular undirrituðu mótmælaskjal gegn ó- sómanum, sem ógnar íslenzku þjóð erni, Keflavíkursjónvarpinu. Létu sumir þeirra frá sér heyra í blaða- greinum, að það væri skylda þeirra sem menntaðra íslendinga, að hafa vit fyrir fjöldanum, sem ekki kynni fótum sínum forráð, hvað slík menningarmál snertir. Og þar höfðu menn það. Mikið megum við 'íslendingar vera þakk- látir fyrir að eiga svona drenglund aða og fórnfúsa menn fyrir leiðar- Ijós. Þær raddir, sem töluðu af póli- tískum hvötum, töldu mestu hætt- una af Keflavíkursjónvarpi þá, að of mikið síaðist inn í fólk af am- erískum hugmyndum og er það að raunum auðskilið frá sjónarhóli þeirra, sem hallast að hugmynda- fræði með austrænum blæ, hvað er ýmsum þeirra hin eina og sanna trú. Þeir vísu menn athuga bara ekki eitt atriði, það að með vaxandi tækni og möguleikum verður okk- ur íslendingum, sem öðrum jarðar búum eftir nokkur ár, kleift að ná sjónvarpssendingum frá öðrum löndum með fjarskiptasambandi við gervihnetti. Slíkt er engin draumsýn lengur, það hefur þegar átt sér stað t. d. með tilkomu bandaríska gervihnattarins Early bird. Sjónvarpað var í gegnum hann í fyrra frá New York til Rómaborgar og hefur ekki heyrzt, að Rómverjar hafi kvartað yfir amerískum áhrifum í því sambandi. Er vonandi, að þetta geti eitthvað hughreyst hinar austurhugsandi sálir. Aðrar raddir töluðu ekki beint frá pólitísku sjónarmiði, heldur báru íslenzka menningu fyrir sér og þá ekki sízt hættuna, sem skap- aðist fyrir æskufólkið. Þetta væri hættulegur straumur, þar sem allt tal færi fram á erlendu máli fyrir utan erlendar skoðanir, sem fram kæmu í amerísku sjónvarpi og Eg verð að segja, að mér kom það nokkuð á óvart, er ég fyrst las ummæli, sem bæjarstjóri lét hafa eftir sér í Framsóknarblaðinu um það, sem blaðið lagði áherzlu á að kalla vanskil eða óreiðuskuldir. Mér var það þá þegar alveg ljóst, að bæjarstjóri myndi komast í ó- göngur, ef hann yrði krafinn sagna um þessa fullyrðingu sína. Þess vegna óskaði ég efir því á síðasta bæjarstjórnarfundi, að hann, ásamt forseta bæjarstjórnar, sem er ann- ar ritstjóri Framsóknarblaðsins, gæfu bæjarstjórn sundurliðaða skýrslu um málið. Eins og áður hefur verið sagt voru þeir ekki viðbúir að gefa slíka skýrslu. En nú hefur bæjarstjóri séð sig varpað gætu rýrð á íslenzkan hugs- unarhátt. Málgagn framsóknar- manna, Tíminn, birti frétt úr er- lendu dagblaði, þar sem sagði, að fyrsta orðið, sem barn eitt á íslandi hefði numið hefði verið „milk“ í stað þess að segja mjólk á íslenku. Þetta ku svo vera sjónvarpinu am- eríska að kenna. Mikið yrði það gaman fyrir okkur kennarana, ef allir okkar nemendur væru eins námfúsir og eftirtektarsamir og þessi ungi íslendingur. Eg læt les- endur sjálfa um að dæma, hvort þeir leggja trúnað á þessa frásögn framsóknarmálgagnsins. Aðilar þessir báru báðir fyrir sig menningarhættu, sem fylgdi Kefla- víkursjónvarpinu og hefði slæm á- hrif á íslenzk sjónarmið. Af hverju gengu þeir þá ekki lengra í barátt- unni og reyndu að sigrast enn bet- Framhald á 4. síðu. til neydan vegna þessara tilmæla minna, að birta einskonar greinar- gerð um málið í næst síðustu Braut. Eins og ég vissi, hlaut hann að komast í vandræði þegar hann átti opinberlega að fara að sundurliða þá heildarupphæð, sem hann hafði nefnt, eða allt að 10 milljónir króna, eins og Framsóknarblaðið hafði síðast eftir honum. Og ekki fer betur, þegar hann nú í Brautinni 12. þ. m. er að leið- rétta sína eigin skýrslu. Hvers vegna er hann enn á ný að birta rangar og falsaðar tölur til dæmis í fullyrðingum sínum um stöðu kaupstaðarins við Vita- málaskrifstofuna og Trygginga- Framhald á 4. síðu. Ósæmileg skrif bæjarsfjóra um fjár- mál Vestmannaeyjabæjar. Skrif bæjarstjóra, Magnúsar H. Magnússonar um fjárreiður kaupstað- arins að undanförnu hljóta að hafa vakið nokkra eftirtekt. Mun það einsdæmi, að bæjarstjóri, sem er að taka við bæjarfélagi, sem af öllum er viðurkennt að sé eitthvert bezt stæða bæjarfélag lands- ins, skuli láta samstarfsmenn sína, það er Framsóknarmenn, flækja sér út í að rakka niður fjárreiður kaupstaðarins og það á alveg fölskum for- sendum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.