Fylkir


Fylkir - 21.10.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.10.1966, Blaðsíða 2
FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1140 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Haldlaus afsökun bæjarsljóra fyrir á- lagningu úlsvara. í Brautinni 29. f. m. birtist grein eftir Magnús Magnússon, bæjar- stjóra, þar sem hann er að reyna að afsaka álagningu útsvaranna og hækkun þ'eirra umfram fjárhags- áætlun um 8 milljónir króna. Það má vel vera, að hann sé á- nægður með þetta og hreykinn af því. En hann getur varla vænzt þess, að svo sé um útsvarsgreiðend- ur almennt. Átta milljónir króna umfram fjár hagsáætlun verða ekki teknar úr vösum borgaranna, nema einhver finni verulega fyrir því, enda mun æðimörgum finnast all nærri sér höggvið, launþegum ekki síður en öðrum. Vestmannaeyingar hafa á undan- förnum árum greitt útsvör sín mjög skilvíslega, eins og reikning- ar bæjarins bera með sér. Ein af á- stæðunum fyir þessu er án efa sú, að útsvarsgreiðendur hér hafa vit- að og viðurkennt, að bæjarsjóður hefur ekki gengið lengra í álögum á borgarana, en bein ástæða var til hverju sinni. Út af þessu var brugðið nú í ár. Hækkun útsvaranna eftir niður- jöfnun var algerlega óþörf, og er ó- afsakanleg. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bentu á, þegar meiri hlutinn flutti tillögu sína um þetta, að nægilegt fé væri þegar á fjár- hagsáætlun fyrir verklegum fram- kvæmdum, einnig til vatnsveitu- framkvæmdanna, og er þegar sýnt og mun koma enn greinilegar í ljós um áramót, að þessi ábending var rétt. Við samningu fjárhagsáætlunar- innar um s. 1. áramót hafði verið gert ráð fyrir. 21 milljón króna framlagi í þessu sambandi. Deila hefur risið upp milli kaup- enda íbúða í sambýlishúsinu við Hásteinsveg og meirihluta bæjar- stjórnar. Verður ekki annað sagt, en að framkoma meirihluta bæjarstjórn- ar sé í þessu sambandi bæði furðu leg og óraunhæf og í grundvallar- atriðum í engu samræmi við þann anda, sem ríkti í umræðunum, er byggingin var ákveðin af bæjar- stjórn sameiginlega. Það, sem greinir á um er þrennt. f fyrsta lagi vexti að upphæð rúmlega kr. 1500 þúsund, sem ráðamenn bæjarins hafa látið bæta ofan á byggingarkostnað og krafið húskaupendur um. í öðru lagi vexti af veðskuldabréfum, sem sömu aðilar hafa látið sér detta í hug að reiknaðar yrðu 9% af, — þeim veðskuldabréfum, sem hús- kaupendur koma til með að gefa út bæjarsjóði til handa. Og í þriðja lagi um lengd lána samkvæmt um- ræddum skuldabréfum. í sambandi við fyrsta atriðið vextina vil ég segja þetta: Þegar bygging hússins var ákveð in í bæjarstjórn, var gengið út frá því, af að ég hygg öllum bæjar- fulltrúum, að hver íbúð yrði seld á kostnaðarverði. Eg tel, að kaupendur eigi skýlaus an rétt á því, að bæjaryfirvöldin sanni, hver heildarkostnaðurinn raunverulega er. Hvað vextina áhrærir sýnir bók- hald bæjarins og reikningar bæjar sjóðs, að aðeins eitt lán var tekið vegna byggingarinnar. Það er lán hjá Sparisjóði Vestmannaeyja að upphæð um s. 1. áramót og enn í dag kr. 1505 þúsund. Vextir af þessu láni nema frá byrjun og til 1. okt. s. 1. samtals kr. 236.733,20. Eðlilegt verður að teljast, að þess ir vextir teljist sem útgjöld vegna byggingarinnar. En þá verður mismunur kr. 164 þúsund miðað við vaxtakröfu bæjarsjóðs (kr. 1,5 milljónir) sem með engu móti verður sannað sem útgjöld vegna byggingarinnar, held ur er hreinlega tilbúin tala hjá ráðamönnum bæjarins, sem þeir reyna að fóðra sem fjármagnskostn að, sem auðvitað er ekkert annað en hreint aukaálag á hvern íbúð- arkaupanda. Nemur þetta á 4ra herbergja í- búðirnar kr. 60.515,00, á 3ja her- Samkvæmt bókum bæjarsjóðs höfðu aðeins 10 milljónir verið not aðar af þessari upphæð hinn 12. sept. s. 1. og er útlagður kostnaður bæjarsjóðs við vatnsveituna þar innifalinn. Auk þess höfðu þennan mánaðardag þegar verið teknar að láni 4 milljónir króna vegna vatns- veituframkvæmdanna, en enn ekki verið notaðar nema rúmlega ein milljón króna af því fé til þeirra. Aðeins lítill hluti af umræddu láni mun eiga að endurgreiðast á þessu ári. Af þessu er alveg ljóst, að bæjar- sjóður hafði meira en nægilegt fé til allra verklegra framkvæmda, þó útsvarsupphæðin hefði verið látin standa óbreytt og fullur afsláttur gefinn af útsvörunum eins og full- trúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til. Þetta er staðreynd, sem meiri- hlutinn kemst ekki fram hjá og mun liggja enn ljósara fyrir í árs- lok. Allar afsakanir meirihlutans fyr- ir gerræði hans um hækkun útsvar anna munu reynast haldlausar. Reikningar bæjarins munu sanna þegar þar að kemur, að hækkun- in var alveg óþörf. M. M. heldur því fram í grein sinni, að ég hafi flutt tillögu um 8 milljón króna aukin útgjöld til vatnsveituframkvæmda og greitt atkvæði með 10 milljón króna aukn um útgjöldum umfram fjárhagsá- ætlun. Er ekki nema eðlilegt að hann sé beðinn um skýringu á þessu, því ég verð að játa, að ég hef ekki hugmynd um við hvað hann á með þessu. Fundargerðarbók bæjarstjórnar frá 11. júlí s. 1. sýnir, að tillagan um 8 milljón króna aukin útgjöld og þar með hækkun útsvaranna að sama skapi, var flutt af meirihluta bæjarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðurri gegn 4 atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokksins, enda nægjanlega mikið búið að ræða þetta mál til þess að það ætti að liggja alveg ljóst fyrir undan hvaða rifjum útsvarshækkunin er runn- in. M. M. heldur því fram í -grein sinni, að útsvörin séu vægari á fjölskyldufólki nú í ár en áður. Um þetta er það eitt að segja, að undanfarin ár hefur ávallt verið fylgt þeirri reglu að hafa álagn- ingu á þessa aðila ekki óhagkvæm- ari, en almennt gerist í þessum kaupstöðum. Þetta var einnig gert hér nú, og er ekkert til þess að stæra sig af og vegur ekkert upp á móti þeirri staðreynd, að nú í ár voru teknar átta milljónir króna til þarfa bæjar umfram fjárhagsáætl- un og alveg að ástæðulausu. Guffl. Gíslason. bergja íbúðir kr. 54.605,00 og á 2ja herbergja íbúðir kr. 45.010,00. Ef reynt verður af hendi meiri- hlutans að standa á þessari kröfu, er hér um hreint álag á íbúðirnar að ræða, sem bæjarsjóður á hvorki siðferðislega né lagalega nokkra kröfu á, ef standa á við upphaflega ákvörðun bæjarstjórnar að selja í- búðirnar á kostnaðarverði. Um annað atriðið, 9% vexti af skuldabréfum til handa bæjarsjóði, verður að telja, að þeir séu bæði ranglátir og óeðlilegir. Ef farið er í gegnum veðmála- bækur bæjarfógetaembættisins hér, mun koma í ljós, að yfirgnæfandi og lang algengast mun vera að reiknaðir séu 7% vextir í sambandi við kaup og sölu íbúða. Verður það að teljast í alla staði óeðlilegt að bærinn gangi lengra í vaxtakröfum en almennt gerist, sér staklega þegar tekið er tillit til þess að til byggingar sambýlishússins var stofnað til þess að gera mönn- um hægara fyrir að eignast íbúðir og geta haldið þeim. Og hvar eru nú Framsóknarmenn og kommúnistar með kröfur sínar í stjórnarandstöðunni um lækkun vaxta eða umtal þeirra um okur- vexti í hinu almenna lánakerfi. Rökstuðningur bæjarstjóra fyrir þessu var á síðasta bæjarstjórnar- fundi aðallega sá, að hann yrði að greiða mun hærri vexti í sambandi við húsbyggingu sína og taldi hann það „ívilnun" til íbúðakaupenda í sambýlishúsinu, ef þeir greiddu lægri vexti. Um hið þriðja atriði, lengd lána samkvæmt skuldabréfum, sem kaupendur íbúða koma til með að gefa út til handa bæjarsjóði, má að sjálfsögðu deila. Grundvallaratiriði í þessu sam- bandi hlýtur þó að verða, að þau verði til þess tíma, að hægt sé að reikna með, að væntanlegir eigend ur íbúðanna ráði við afborganir og vexti af þeim. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins fluttu á síðasta bæjar- stjórnarfundi tillögu um, að íbúðir í sambýlishúsinu yrðu gerðar upp á raunverulegu kostnaðarverði, að vextir af skuldabréfum yrðu reikn aðir 7% og að lánin yrðu til 20 ára. Var tillögu þeirra vísað til bæj- arráðs, og endurskoðar meirihlut-) inn vonandi afstöðu sína til að firra vandræðum, þar sem alveg liggur ljóst fyrir, að íbúðarkaupend ur munu varla og þurfa enda ekki að skrifa undir þá samninga, sem þeim er boðið upp á. Bridge. Bridgefél. Vm. hóf vetr- arstarf sitt sl. þriðjud. Var spilaður tvímenningur. Ákveðið er að hefja sveitarkeppni n. k. þriðjud. að Hó- tel HB. Bridgeunnendur eru hvatt- ir til að fjölmenna og mæta stund- víslega.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.