Fylkir


Fylkir - 21.10.1966, Qupperneq 4

Fylkir - 21.10.1966, Qupperneq 4
Sjónvarp, Framhald af 1. síðu. ur á erlendum áhrifum, sem streyma yfir land og þjóð. Af hverju stöðvuðu þeir ekki sýning- ar á erlendum kvikmyndum og létu okkur nægja að horfa á Síðasta bæinn í dalnum og 79 af stöðinni? Af hverju reyndu þeir ekki að stemma stigu við öllum þeim inn- flutningi erlendra bóka og blaða, sem inn eru flutt? Af hverju reyndu þeir ekki að stöðva ferða- mannastraum til og frá landinu, þar sem sú hætta var á, að íslend- ingar kynntust erlendum hugsun- arhætti. Af hverju yfirsáust þeim allir þessir þættir, og reyndar miklu fleiri, sem varpað gætu skugga á íslenzka menningu? Fyrst farið er að ganga í berhögg við einn óvin, því þá ekki að ganga í skrokk á hinum líka? Allir, sem hafa sæmilega og skýra hugsun, hljóta að sjá, hvílík firra það er, að ætla að loka fyrir erlend áhrif til íslands eða stemma stigu við þeim, eins og sjónvarps- andstæðingar voru að burðast við sællar minningar. Það þýðir ekki að ætla sér að stöðva þá þróun og væri raunar spor í öfuga átt. Auð- vitað eigum við að læra af reynslu annarra þjóða og notfæra okkur þá reynslu eins og við getum. Slíkt flokkast undir framfarir. Svo var það heldur hlálegt, þeg- ar íslenzka sjónvarpið byrjaði, að strax fyrsta kvöldið skyldi vera sýnd kvikmynd áþekk þeim, sem Keflavíkursjónvarpið sýnir, að því undanskildu, að með henni var ís- lenzkur texti. Trúlega hafa Kefla- víkursjónvarpsandstæðingar rokið upp og slökkt á sínum tækjum til þess að hleypa ekki slíkum ósóma inn á sín heimili, eða að minnsta kosti rekið börnin í rúmið. Auðvitað gátu andstæðingar am- eríska sjónvarpsins ekki verið þekktir fyrir að hafa sjónvarp á sínum heimilum, fyrr en hið ís- lenzka tók til starfa. Þá tóku þeir hins vegar viðbragð og fengu sér tæki og loftnet. Og nú segja „illar tungur“, að þeir sitji þau kvöld, sem íslenzka sjónvarpið útvarpar ekki, og „stel- ist“ til að horfa á það ameríska. Og það sem meira er, að þeir hafa af því ágæta skemmtun, þótt þeir megi auðvitað ekki láta það upp- skátt, svo að aðrir heyri til. Þá sjá menn, hver heilindin eru. S. J. Herbergi lil leigu Óska eftir reglusamri stúlku eða pilti. — Herberginu fylgir aðgang- ur að baði og að þvottaliúsi, ef ósk- að er. Upplýsingar í síma 1453. Eiginkona mín, móðir og systir okkar RAKEL GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 22. okt. kl. 2 e. h. Jón R. Guðjónsson, Bylgja Tryggvadóttir, Björn Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson. Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem glöddu okkur á ýmsan hátt á 75 ára afmæli okkar, 9—10 þ. m. Lifið öll heil. Tvíburasystkinin Sólrún og Einar Ingvarsson. Osæmileg skrií bæjarsljóra. Framhald af 1. síðu. stofnun ríkisins í sambandi við ið- gjald til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Honum ætti að vera það ljóst, að þetta er algerlega þýðing- arlaust. Hvorttveggja þetta liggur alveg ljóst fyrir og óvéfengjanlegt Y itamálaskrif stof an: Úttekið: Andvirði járnþils og annar kostnaður við fram- kvæmdir í Friðarhöfn ...................................kr- 4.458.00,00 Greiðslur: Inneign hafnarsjóðs 1/1 1966 ............ Kr. 1458.000,00 Beint framlag til hafnarsjóðs skv. fjárl. ríkisins ............................... — 700.000,00 Aukaframlag til hafnarsjóðs samkvæmt fjárlögum .............................. — 880.000,00 ----------------- — 3058.000,00 í bókum þeirra stofnana, sem hér eiga hlut að máli. Samkvæmt bókum þessara aðila stóðu reikningar kaupstaðarins við þá þegar bæjarstjórnarskiptin urðu sem hér segir: Skuld við Vitamálaskrifstofuna kr. 1.400.000,00 Hafi bæjarstjóri síðar greitt af vegafé upp í skuld þessa, þá auðvitað lækkar hún en hækkar ekki, eins og hann telur í blaði sínu, Brautinni, 12. þ. m. og bein fölsun að halda því fram, að hún hafi verið 3,5 milljónir króna, eins og fram kemur í skýrslu hans- Tryggingastofnun ríkisins: Iðgjald vegna Atvinnul.tryggingasjóðs 1965 ............ kr. 990.128,00 Greitt í Reykjavík 25/3 1966 .......... kr. 500.000,00 Greitt bæjarfógetaembættinu hér 20/5 1966 — 490.128,00 ---------------- — 990.128,00 Kvittanir fyrir þessum greiðslum liggja fyrir og koma fram í bók- haldi bæjarins. Er því hér um beina tölufölsun að ræða hjá bæjarstjóra, sem engum tilgangi þjónar öðrum, en að ómerkja hann sjálfan. Hver er tilgangurinn? Eg hef orðið þess var, að menn eru að velta því fyrir sér, hvaða á- stæða liggi því til grundvallar, að Brautin og Framsóknarblaðið hafa verið að reyna að ófrægja bæjarfé- lagið og vera með óhróður um efna hag þess. Önnur skýring er vart fyrir hendi en sú, að núverandi meirihluti sé sjálfur hræddur við, að hann ráði ekki við rekstur bæjarfélagsins og lendi þar í ógöngum, og haldi í fá- fræði sinni, að hann geti kennt fyrrv. bæjarstjóra um, ef svo fer. Eg tel þetta vonlaust verk fyrir MUNIÐ að tilkynna bústaðarskipt-i um leið og þau gerast. BÆJARRITARI Landakirkja: Messað n. k. sunnu- dag kl. 2. Séra Jóhann S. Hlíðar prédikar. Betel: Sunnudagaskóli kl. 1. — Alm. samkoma kl. 4,30- Frá Leikfélaginu: Þar sem upp- selt var á síðustu sýningu Leikfé- lagsins á Pabba, verður ein sýning ennþá hér í Vestmannaeyjum og verður auglýst nánar. Um síðustu helgi var farið í sýn- ingarför til Hornafjarðar og þar haldnar þrjár sýningar við af- bragðsgóðar undirtektir áhorfenda. Eru meðlimir Leikfélagsins mjög á- nægðir með förina og ekki má gleyma móttökum og öllum aðbún- aði, sem var Hornfirðingum í hví- vetna til mikils sóma. Á næstunni hefur Leikfélagið hugsað sér að gera víðreist út á land með leikritið, en ekki er enn til fullnustu ákveðið um tíma eða skipulag þeirrar ferðar. Spilakvöld: Næstk. fimmtudags- kvöld hefjast á ný hin vinsælu spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna. — Mun mörgum þykja að því hinn mesti fengur, að sá þáttur skemmt analífs skuli vera endurvakinn, en spilakvöldin nutu hinna mestu vin sælda, meðan þau voru. Árshátíðin: Eins og áður hefur verið auglýst verður árshátíð Sjálf stæðisfélaganna haldin í Samkomu húsinu annað kvöld. Hefur verið vandað mjög til dagskrárinnar og margir góðir skemmtikraftar fengn ir til að skemmta gestum. Happdrættið: Þeir, sem hafa feng ið senda miða frá Happdrætti Sjálf stæðisflokksins og ekki hafa enn gert skil, eru vinsamlega beðnir að gera það sem fyrst. Skrifstofan í Vinnslustöðvarhúsinu við Strand- veg er opin alla virka daga frá kl. 4—6. Hljómleikar: Martin Hunger gekkst fyrir hljómleikahaldi í Landakirkju um síðustu helgi og var um ógleym anlega stund að ræða að sögn þeirra, sem hljómleika þessa sóttu. Aðsókn var sæmileg á fyrri hljóm- leikana en góð á þá síðari. Vess- mannaeyingar mega vissulega vera þakklátir þessum unga athafna- manni, sem reynir eftir megni að veita nýjum straumum inn í bæj- arlífið. hann, þar sem reikningar kaupstað arins í árslok 1965 sýna allt annað og öllum bæjarbúum og öðrum, sem viðskipti áttu við bæjarfélagið er kunnugt um, að hagur þess var sem betur fer mjög góður og hefur aldrei frá fyrstu tíð verið betri, en þegar fyrrverandi bæjarstjórn skil- aði af sér. Guðl. Gíslason.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.