Fylkir


Fylkir - 28.10.1966, Side 1

Fylkir - 28.10.1966, Side 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins *í 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 28. október 1966. 29. tölublað. brýi nauðsyn Það mál, sem hvað mest er aðkallandi, bæði hér í bæ og um gervallt land, er án efa bygging nýs eða nýrra skóla. Húsnæðis- vandræði Barnaskólans eru orðin slík, að ekki er annað sjáanlegt, en að um stórfelld vandræði verði að ræða á hausti komanda, verði ekki skjótt við brugðið. Hver krókur er nú notaður til hins ýtrasta og dugir tæplega til. Að öllu óbreyttu verður aðeins um tvo kosti að ræða næsta haust, en það er í fyrsta lagi að þrísetja skólann, og er það í hæsta máta óæskilegt í alla staði. í dag er um tvísetningu í skólanum að ræða og er hún nógu slæm, þó ekki bætist þrísetning við. Hitt úrræðið yrði að taka annað hús- næði á Ieigu til skólahalds til viðbótar við skólann, sem nú er. Á því eru einnig augljósir annmarkar. Óheppilegt er í alla staði að slíta svo í sundur skólaheildina, meðan hún er eins skipulögð og nú er. Öll kennslutæki yrðu þá í gamla skólanum og ógerlegt fyrir kennara í leiguhúsnæðinu að ná til þeirra. Fleiri ókostir eru auðvitað slíku samfara, þótt ekki séu fleiri upptaldir hér. Eina úrræðið, sem raunhæft er er ný skólabygging, sem gæti að öllu leyti tekið við kennslu nokk- urra aldursskeiða skólabarna. Kem ur þá til álita, hvort byggja skuli við núverandi skóla, eða hafa nýj- an skóla algerlega aðskilinn. Tel ég síðari kostinn að öllu leyti hag- kvæmari, hvernig sem á málið er litið. Skólalóðin við Barnaskólann má ekki minni vera, svo að ekki eru tiltök á að taka af henni und- ir nýja byggingu- Það eina, sem dugir, er að hefja þegar í stað byggingu nýs skólahúss, sem gæti annað kennslu þriggja eða fjög- urra fyrstu aldurskeiðanna. En ráðamenn þessa bæjar þurfa að gera sér ljóst, að byrja þarf á þess- ari byggingu, áður en í óefni er komið, hvort sem þeir gera það eður ei. Það er þörf á raunhæfum umbót um, hvað snertir skólakerfið í heild, og mun reyndar vera byrjað á endurskipulagningu þess. Veiga- mesti þátturinn í þeim breyting- um er að mínu áliti sá, að til stend- ur, að hafa sem mestan hluta skóla skyldunnar í sama skóla, þ. e. a. s. gagnfræðaskólanám hefjist ekki fyrr en um 15 ára aldur, skólaskyld an fram að þeim aldri verði við- fangsefni barnaskólanna. Munu margir foreldrar vera mér sammála um það, að þetta sé æskileg ráð- stöfun. Það er nefnilega hálfgild- ing^ fullorðinsmark hjá börnunum, þegar þau útskrifast út úr barna- skóla og gagnfræðaskólinn tekur við. Slíkt er í hæsta máta óheppi- legt sjónarmið og mundi áðurnefnd ráðstöfun mikið verða til að bæta úr því. Þegar lengra væri út á skóla brautina komið, væri svo einna heppilegast að taka sér skólakerfi Svía til fyrirmyndar, en þeir standa mjög framarlega, hvað skólamál á- hrærir. Tvísetning mun vera í flest ef ekk-i öllum barnaskólum landsins og er hún hvimleið í flesta staði, þó að langt verði þess sjálfsagt að bíða, að hún verði afnumin. Með tvísetningu er átt við, að bæði séu morgunbekkir og eftirmiðdagsbekk ir. Morgunbekkirnir mæta kl. 9 en hinir kl. 1. Yfirleitt eru eldri bekk- irnir látnir hafa morguntímann en nir yngri koma eftir hádegið. Svo þegar líða fer á daginn verða þau litlu að sjálfsögðu þreytt og leið á náminu eins og skiljanlegt er. Mikill galli við tvísetninguna er, að bæði eldri og yngri nemendur verða að nota sömu húsgögn sem auðvitað hæfa ekki báðum, hvað stærðarhlut föll snertir. Það er algengt að sjá eldri nemendurna vera í einum kufung yfir borðinu á morgnana, vegna þess, að hvorki stóll eða borð henta, og svo eftir hádegið yngri nemendurna sitja með fæt- urna lafandi niður af stólnum, vegna þess, að þau ná, ekki í glóf vegna hæðar hans. Þess vegna er það grátbroslegt, að í haust skyldi skólayfirlæknir láta dreifa til skól- anna bréfum, þar sem nákvæmlega var tiltekið um stærð borða og stóla, eftir hæð nemandans, þegar ekki er möguleiki að framkvæma þessa tilskipun. í framtíðarskólakerfinu verður aðeir.s um einsetningu skóla að ræða, og ætti með því að nást raun hæfari og betri árangur af skóla- göngunni. Með því myndi hið hvim leiðaheimanám að mestu leyti hverfa úr sögunni, en í þess stað koma vinnuþættir í sjálfum skól- anum, þar sem kenarinn yrði börn- unum til hjálpar seinni hluta dags- ins við að undirbúa starfið fyrir næsta dag. Heimanám er leiðinda- ráðstöfun og reyndar efamál, hvort það er til mikilla bóta í námi. Til gamans má geta þess, að tilraun, sem gerð var í sænskum skóla ný- lega, sýndi að heimanám hafði ekki jákvæð áhrif á nemendur og í sum um tilfellum neikvæð, þeir nem- endur, sem heimavinnu höfðu, skil uðu lélegri árangri en félagar þeirra, sem enga höfðu. Hver sem framkvæmdin verður hér á landi við endurskipulagningu skólakerfisins, má þó gleðjast yfir því, að hún skuli hafa verið tekin fyrir. Til dæmis má nefna þann þátt skólalöggjafarinnar, sem grein ir um, hvenær börn skuli hefja nám og hvert námsefnið eigi að vera. Eins og málum er nú háttað, eiga öll börn að hefja skólagöngu á sama aldursári, burtséð frá því, hvort þau hafa til þess þroska eða ekki. Og samkvæmt námsskrá er kennurum uppálagt að kenna ákveð ið námsefni, sem tiltekið er, og þá ekki farið í neitt manngreinarálit um það, hvort nemandinn hefur þroska og greind til að tileinka sér námsefnið, heldur aðeins sagt, að þetta skuli kennt og þar með basta. Framhald á 2. síðu HUGLEIÐINGAR UM SAMGÖNGUMÁL Bílaeign Vestmannaeyinga hefur nú stóraukist, en sökum aðstæðna hafa þeir ekki full not af eign sinni og þurfa að greiða hátt gjald til að koma honum heim og að heiman, sem mér þykir mjög ósanngjarnt. Knýjandi þörf er á að þetta breyt- ist og sjálfsagt að athuga hver lausnin gæti orðið, og er ég hálf hissa á hvað hljótt hefur verið um þetta mál, þar sem mér hefur virzt að Vestmannaeyingar létu ekki bjóða sér hvað sem er. Þætti mér ekki úr vegi að hér yrði stofnað félag bifreiðaeigenda, sem mundi hafa á stefnuskrá sinni bættar sam göngur við Eyjar o. fl. En hvað er helzt til úrbóta? Að keypt yrði skip, sem ferjaði bíla milli Þorlákshafnar og Eyja. Eg tel þá lausn ekki á næsta leiti. Skipið yrði að vera þannig útbúið að hægt væri að aka bílum úr því og í, mannvirki þyrftu að véra í báðum höfnum, sem skipið gæti lagzt að, skipið þyrfti að vera all- stórt, gangmikið og vel búið, það yrði því dýrt í innkaupi, mannvirki dýr og rekstur þess dýr. Stórt skip mundi ekki hafa flutning allt árið og of langan tíma tekur að sigla milli hafna, ferming og afferming mundi sennilega vera háð sjávar- föllum og veðri. Um flug tel ég ekki tímabært að ræða í þessu sambandi. Þá er ég komin að loftpúðaskip- unum, en ég er ekki sá fyrsti, sem læt mér detta í hug þá lausn. Þessi skip er farið að nota víða um heim og sennilega við svipaðar aðstæður Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.