Fylkir


Fylkir - 04.11.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 04.11.1966, Blaðsíða 1
Málgagn ' Sjálfsræðis-* fíokksuis 18. árgangur. Vestmannaeyjum, 4. nóvember 1966. 30. tölublað Tíflíeiíar inni 12 mílnd. "**>*?: Þessa dagana er mikið rætt um hugsanlega heimild fyrir aukinni nýtingu okkar íslendinga á fiski- miðum okkar innan tólf mílna lög sögu okkar. Mjög hefur þess gætt í skrifum manna, að einblínt sé á þann þátt málsins, er varðar togarana, en hlutur smábátanna þá oftast látinn liggja milli hluta. Nú er það mála sannast í þess- um efnum, að ekki hefur á s. 1. ár- um tekizt á Alþingi að skapa sam- stöðu um heimildir fyrir hina minni báta til veiða með botnvörpu eða dragnót innan fiskveiðilögsögunn- ar, að nokkru leyti af ótta við við- brögð annarra þjóða til slíkrar heimildar fyrir okkur íslendinga eingöngu, og að nokkru vegna þess hóps, er telur að ekki verði með nokkurri sanngirni gengið fram hjá togurunum í undanþágum til hliðstæðra veiða. Svo sem verið hefur af flestum hugsandi mönnum, þá hefur bar- átta okkar fyrir rétti okkar til fisk- veiðilögsögu okkar réttilega verið yfirhafið pólitískt flokkaþras og Þeir, sem hafa enn ekki gert skil í happdrættinu, eru beðn- ir aS gera það hið allra fyrsta, því nú fer hver að verða síð- astur. Skrifstofan er opin frá kl. 4 til 6 alla virka daga. Aldrei fyrr hefur gefizt ann að eins tækifæri til að eign- ast bifreið fyrir aðeins 100 kr. (MMkM^MAMkMa menn lagt til hliðar pólitískar erj- ur, en sameinazt til átaka um far- sæla lausn þessa undirstöðumáls okkar tilveru. Þess væri því að vænta, að við færum nú ekki að berjast innbyrð- is, eftir að torsóttum áfanga er náð á leið okkar til viðurkenningar ann arra þjóða á rétti okkar til land- grunnsins alls. Því miður hefur raunin orðið önnur. Veldur þ'ar eflaust mestu hversu við viljum hver í sinni sveit og verstöð einblína á stað- hætti okkar og hagsmuni án tillits til nærliggjandi byggðarlaga. Við hér í Eyjum, eigum t. d- erf- itt með að sætta okkur við, að tog- urum, sem við teljum okkur engan hag af hafa, svo ekki sé meira sagt, verði leyft að stunda veiðar í nám- unda við, eða jafnvel á þeim veiði- svæðum, sem grundvalla tilveru okkar hér í Eyjum. Þó viðurkenn- um við öll, að sú var tíðin, að þeir togarar, sem nú velta á barmi gjald þrots, færðu á sínum tíma um 50% af óllum þeim bolfiski, er lagður var á land á landinu öllu. Þrátt fyrir þessa vitneskju, þá ber óneitanlega hæst í huga okkar sjónarmið til hinna smærri báta sem stærðar sinnar vegna eru næsta óhentugir til annarra veiða en togveiða. Eg fullyrði, að mörgum muni farast líkt og mér, þegar greint er frá í blöðum og útvarpi að svo og svo margir bátar hafa verið reknir til hafna vegna þess að þeir voru staðnir að meintum ólöglegum veið um í okkar eigin fiskveiðilögsögu. Sjómenn þessir hafa þó með starfi sinu verið að hlúa að og skapa forsendu fyrir ekki einasta sínu lífsviðurværi, heldur að miklu meiri hluta grundvallað þá vinnu í landi, sem gert hefur þessar Eyj- ar okkar, sem og ótal önnur byggð- arlög þessa lands byggileg. Spurningin verður því þessi: Er það ólöglegt að leggja sinn hlut til þess að höfuðatvinnuvegur þjóðar- innar haldi áfram að gera þetta "'W land byggilegt? Er það réttnefni, að þessir menn séu lögbrjótar og tugthúslimir sinnar þjóðar?. Svarið verður á meðan lögum og reglugerðum er ekki breytt, að svo sé gagnvart íslenzkum lögum þó hart sé að viðurkenna slíkt sem staðreynd. Sé nú ekki um lausn þessara mála að ræða með einhverri sam- stöðu við þann hóp manna er mest bera fyrir brjósti hag togaranna og þá eflaust með ærnum rökum eins og bezt kom fram í útvarpserindi Guðmundar Jörundssonar um dag- inn, eigum við þá, án þess að. kanna málið til hlítar og sjá hverj- ar kröfur verða gerðar togurunum til handa, að slá því föstu, að eng- inn íslenzkur togari skuli eiga heimild til veiða t. d. á ákveðnum svæðum og tilteknum tímabilum innan fiskveiðilögsögu okkar. Er ekki málið miklu yfirgrips- meira en svo, að við getum með einu nei-i gert út um það? Sú er von mín og trú, að við ber- um gæfu til að leysa þetta mál með samstilltum velvilja, tillits- semi og skilningi á þörfum beggja þessara mikilvægu þátta atvinnu- lífs okkar. Eða ætlum við enn einu sinni að láta á okkur sannast, að þeir, sem við á sjómannadaginn með sanni nefnum hetjur hafsins og óskabörn þjóðarinnar, séu vel flesta aðra daga ársins án nokkurrar tæpi- tungu úthrópaðir í ræðu og riti, blöðum og útvarpi lögbrjótar hins íslenzka lýðveldis. Látum slíka hræsni ekki oftar á sannast. S. J. J. Skólamál. Fræðsluráð samþykkti fyrir 2 árum byggingu smábarnaskóla. í síðasta Fylki var ágæt grein Sigurgeirs ritstjóra um skólamál byggðarlagsins. Það er ekki að undra, miðað við þær margvíslegu breytingar, sem orðið hafa á þjóðarhögum s- 1, tvo áratugi, að fræðslulöggjöfin sé orð- in all úr sér gengin. Margt hefur verið ritað og rætt um nauðsynlegar úrbætur löggjaf- ar þessarar, af ágætustu mönnum, en ekki eru sýnilegar bótahorfur eða nýjungar, nema að takmörkuðu leyti. Á sínum tíma þótti það mjög um- tíeild ráðstöfun, er börn voru lát- in fara úr barnaskólum í gagn- fræðaskóla, án þess að hafa lokið unglingaprófi, en svo hefur víðast hvar verið lögum samkvæmt. Frá leikmanns sjóharmiði er þetta fráleit ráðstöfun, því aug- ljóst er, hvað barn innan ferming- ar á oft litla samleið í starfi og leik með 16—17 ára unglingum, sem að sjálfsögðu hafa forystuhlutverkið í unglingaskólunum og eru fyrir- myndir hinna yngstu. Þær raddir verða nú sífellt hávær ari, sem vilja að þessu sé breytt þannig, að börnin ljúki skyldunámi í barnaskólunum. Hefur þessari tilhögun víða verið komið á og af flestum álitin til stórra bóta fyrir börnin. Fræðsluráð Vestmannaeyja hafði að tillögu Steingríms Benedikts- sonar, þáverandi skólastjóra Barna skólans gert ályktun, sem vísað var til fræðslumálastjóra, um fram- angreint mál. Var þar gert ráð fyr- ir að byggður yrði sérstakur smá- barnaskóli fyrir tvo yngstu ár- ganga barna, 7 og 8 ára, og með því sköpuð aðstaða til þess að skyldunáminu lyki í Barnaskólan- um. Það er óhætt að fullyrða, að bæj arbúar hafa áhuga á, að þessi mál verði gaumgæfilega athuguð af skólayfirvöldunum og þeirri stefnu sem mörkuð var af fráfarandi skóla stjóra og fræðsluráði verði fram- fylgt áfram og nauðsynjamáli þessu þokað í rétta átt. Jóhann Friðfinnsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.