Fylkir


Fylkir - 11.11.1966, Side 1

Fylkir - 11.11.1966, Side 1
Málgagn Sjálfstæðis^ flokksins •* 18. árgangur. V estmannaey jum, 11. nóvember 1966 31. tölublað Æskulýðsmál Um tómstundaheimili og fleira Eitt af því sem okkar bæjarfélag vanhagar um, er tómstunda- heimili fyrir börn og unglinga. Fyrrvérandi bæjarstjórn samþykkti á sín- um tíma kaup á templarahöllinni svonefndu til fyrirhugaðs starfs, þar á- samt annarri ámóta starfsemi. Síðan núverandi bæjarstjórn komst til valda, hefur verið hljótt um málið og það, hvað fyrirhugað er að gera, Stóð þó ekki á þeim um síðustu kosningar að útbásúna það, hvílíkt tóm- læti fyrrverandi bæjarstjórn hefði sýnt þessum málum. Veldur það mönn- um að vonum nokkurri furðu, að þeir skuli ekki byrjaðir á framkvæmd þessa höfuðáhugamáls síns,sem var um síðustu kosningar. En það virð- ist, sem sljóleiki hafi gripið um sig innan raða þeirra, eftir að vígamóð- ur kosninganna rann af þeim því að það eru ekki eingöngu þessi mál, sem látin eru sitja á hakanum, heldur og mörg önnur, sem þeir þó sögðu í vor, að enga bið þyldu. Fyrir nokkrum árum var starf- ræktur hér vísir að tómstundaheim ili fyrir unglinga. Þegar undirrit- aður var við nám í Gagnfræðaskóla gekkst Sigfús J. Johnsen fyrir því, að nemendur gátu komið tvö kvöld í viku í skólann og sinnt þar ým- issi fristundaiðju, eftir því, sem kostur var á. Gafst þar kostur á að spila, tefla, leika tennis o. fl. Þar að auki var kennt bókband, þeim sem áhuga höfðu fyrir því. Þetta lagðist þó niður. Ekki vegna áhuga- leysis nemendanna, heldur miklu fremur þeirra, sem eldri voru. Til dæmis voru sumir foreldrar, sem átöldu skólann fyrir, að honum væri ekki nóg að að hafa börnin á daginn, heldur þyrfti hann líka að „ræna” þeim frá heimilunum á kvöldin. Skyldu sömu foreldrar hafa verið ánægðari með að vita börn sín á sjoppunum á kvöldin. Frá mínu sjónarmiði er hugsana- gangur eins og þessi, það sem mætti kalla á slæmri íslenzku, ó- normal. Starfsemi sem þessi er ekki rekin með það fyrir augum að breikka bilið milli barna og for- eldra, heldur leitast við að sjá þeim fyrir einhverji hollri iðju, sem þau geti unnið að í sínum frístund- um. Hjá sumum af þessum foreldr- um hefur eflaust komið fram sú skoðun, að tómstundaheimilið tæki tíma, sem annars hefði farið í heimanám hjá nemandanum. En það er mikið iðjusamt barn, sem hugsar svo vel um sínar námsgrein- ar, að það gefi sér ekki tíma eitt eða tvö kvöld í viku til að sinna öðrum viðfangsefnum en náminu- Auk þess er það á engan hátt æski- legur hugsunarháttur hjá neinu heimili, að reyna að koma því inn að námið sé það eina, sem máli skiptir. Það er að vísu alltaf skemmtilegt, þegar nemandi hugs- ar vel um sitt nám og vanrækir það ekki. En of mikið má af öllu gera og vafasamt, að það sem að framan er greint um nám, verði til góðs, þegar fram í sækir. í náms skránni segir, að leitast skuli við að auka og efla þroska nemandans og búa hann undir sínar skyldur við þjóðfélagið. Og það verður auðvit- að ekki gert með bóklegri ítroðslu ' einvörðungu. Tómstundaheimilin eiga að gegna því hlutverki seem skólanum tekst oft ekki að gera, það sem á ensku er nefnt „social work”,eða almennt starf. Með því er átt við það, sem beinlínis lýtur að samstarfi og umgengni við aðra í hvers konar skilningi. Til dæmis að gefa kost á því að stjórna ein- hverju starfi. Það starf þarf ekki að vera neitt stórkostlegt eða veiga- mikið. Stjórn á taflmóti, skipulagn- ing íþróttakeppni, aðgöngumiða- sala eða eitthvað ámóta, sem færir viðkomandi heim sanninn um það, að hann geti verið ýmsum vanda vaxinn, sé honum gefið tækifæri til þess. Þessum hluta námsins geta skólarnir ekki sinnt nema að litlum hluta, og þá helzt í sambandi við árshátíðir, þar sem aðeins lítill hluti nemenda getur látið ljós sitt skína og hinir verða að láta sér nægja að vera „litlir” og horfa bara á. Reykjavíkurborg hefur um nokk urt skeið haldið uppi tómstunda- heimili undir stjórn færra manna og hefur það gefist vel. í ljós hef- ur komið að húsrými er þar allt of lítið fyrir starfsemina og er fyr- irsjáanlegt, að fá verður þar annað húsnæði en nú er. í áætlun þeirri sem fyrrverandi bæjarstjórn gerði um tómstundaheimilið, er ráð gert fyrir, að húsrými verið nægjanlegt a.m.k. til að byrja með. Á hverju ári er hér gengizt fyr- ir dansnámskeiðum og er sómi að því. Eitt er þó ekki tekið með í Framhald á 2. síðu Framboð í Suð- url andsk j ö rd æmf Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins var haldinn á Hellu um síðustu helgi. Á fundinum var ákveðið framboð á lista flokksins, við kosningarnar í vor og var list- inn samþykktur einróma. Verður listinn þannig skipaður: 1. Ingólfur Jónsson, ráðherra. 2. Guðlaugur Gíslason, alþm. 3. Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli. 4. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri, frá Vík. 5. Sigfús Johnsen, framkv.stj. Vestmannaeyjum. 6. Grímur Jósafatsson, kaupfél- agsstjóri, Selfossi. 7. Siggeir Björnsson, bóndi, Holti. 8. Sigurjón Sigurðsson, bóndi í Raftholti. 9. Sigurður Haukdal, prestur á Bergþórshvoli. 10. Guðrún Lúðvíksdóttir, frú Kvistum í Ölfusi. 11. Hálfdán Guðmundsson, verzl unarstjóri í Vík- 12. Jóhann Friðfinnsson, kaup- maður, Vestmannaeyjum. Sigurður Óli Ólafsson alþing- ismaður, sem var í 3. sæti list- ans við síðustu kosningar, ósk- aði eindregið eftir að verða ekki í framboði við komandi kosning- ar. Voru honum þökkuð vel unn in störf í þágu kjördæmisins á liðnum árum. í stjórn kjördæmisráðsins voru kosnir: Jón Þorgilsson, Hellu, formaður; Björn Guðmundsson, Vestmannaeyjum; Lárus Gísla- son, Miðhúsum; Óli Þ. Guðbjarts son, Selfossi og Siggeir Björns- son, Holti. í varastjórn kjördæmisráðs- ins voru kjörnir:Sigurjón Sig- urðsson, Raftholti; Guðmundur Karlsson, Vestmannaeyjum; Ás- geir Pálsson, Framnesi; Sigurð- ur Möller, írafossi og Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. í flokksráð voru kosnir: Hálf- dán Guðmundsson, Vík; Siggeir Björnsson; Sigurður Haukdal; Sigurjón Sigurðsson; Jóhann Friðfinnsson og Helgi Jónsson, Selfossi. Sr. Sigurður Haukdal, sem verið hefur formaður kjördæm- isráðsins frá uphafi, baðst nú undan endurkjöri og voru hon- um þökkuð vel unnin störf.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.