Fylkir


Fylkir - 18.11.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 18.11.1966, Blaðsíða 1
 Málgagn Sjólfstæðís- flokksW 18. árgangur. Vestmannaeyjum, 18. nóvember 1966 32. tölublað. Um bæjarmálin, Eg sé af Framsóknarblaðinu 19. f. m. og Brautinni 26. f. m. að full- trúar meirihlutans, forseti bæjar- stjórnar og bæjarstjóri, eru að reyna að afsaka nokkur áberandi mistök, sem þeim hefur orðið á síð an þeir tóku við stjórn bæjarmál- anna. Má segja, að hvorttveggja sé eðli legt.að minnihlutinn gagnrýni það, sem hann telur að öðruvísi og bet- ur hefði mátt gera eins og það verð ur að teljast mannlegt, að meiri- hlutinn reyni að klóra í bakkann, jafnvel þó um vonlaust verk sé að ræða. En þá kröfu verður að gera til fulltrúa meirihlutans, að þeir falsi ekki beinlínis opinberar tölur eða halli vísvitandi réttu máh. Slíkt er alveg vonlaust fyrir þá, eins og þeg ar hefur sýnt sig. Vil ég sem lokaorð gera nokkrar stuttar athugasemdir við einstök atriði í fyrrgreindum skrifum full- trúa meirihlutans. Misnotkun á lánsfé vatnsveitunnar Forseti bæjarstjórnar, S. K., held ur því fram í Framsóknarblaðinu hinn 19. f. m., að ekkert sé athuga vert við það, þó hann og aðrir ráða menn mæti hjá lánsstofnun í Reykjavík eða heima í Eyjum og fái lán til vatnsveituframkvæmd- anna, en noti féð svo að segja strax um hæl sem beinan eyðslu- eyri í sambandi við daglegan rekst- ur hans. Áðsjálfsögðu verða einstaklingar að meta það, hvort þeirr narra lánsstofnanir til að lána sér fé á fölskum forsendum, en fulltrúar kaupstaða eða sveitarfélaga, sem eru opinberir aðilar hafa til þess énga heimild. Þeir eru með slíku að skerða mannorð og lánstraust byggðarlagsins og til þess hafa þeir ekkert umboð. í þessu tilfelli er öllum ljóst, sem tií vatnsveituframkvæmdanna þekkja, að vatnsveituframkvæmd- irnar nutu veljvilja hjá lánsstofnun um umfram aðrar framkvæmdir kaupstaðarins, og beinlínis út á það voru umræddar 4 milljónir króna veittar til þessara sérstöku fram- kvæmda. Eg er alveg sannfærður um, að hvorki fyrrverandi né nú- verandi bæjarstjórn hefði þýtt að reyna að fá til dæmis tveggja millj ón króna lán hjá Landsbankanum' til greiðslu daglegra útgjalda hjá bæjarsjóði. Því hefði án efa og sennilega umræðulítið verið synjað þó að bankinn hins vegar teldi þetta sérstaka mál það mikið nauð- synjamál, að hann vildi styðja að framgangi þess. Það hlaut því að vera siðferðileg skylda ráðamanna bæjarins að nota féð til þeirra framkvæmda, sem það var fengið að láni til, en ekki annars. Og þeim verður að skiljast að þeir hafa ekkert leyfi til að haga sér svo gagnvart lánsstofnunum, að þeir skerði lánstraust og tiltrú til kaupstaðarins í heild. Forseti bæjarstjómar reynir að afsaka þetta með því, að þegar sé búið að skila vatnsveitunni þessu fé aftur og væri það að sjálfsögðu það minnsta, sem til væri hægt að ætlast. . En er þetta svo? Samkvæmt fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs hefur vatnsveitan 11 millj- ónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Um það verður ekki deilt, og hefur öll þessi upphæð verið lögð á útsvarsgreiðendur í auknum út- svörum. Hinn 1. október s. 1. var búið að nota, samkvæmt skýrslu hins lög- gilta endurskoðanda, rúmlega 3 Dómur í sjónvorpsmdlíniL Mörgum mun leika forvitni á að vita um niðurstöður dómsins í sjón varpsmálinu og eru því dómsniður stöður prentaðar hér eins og þær koma fyrir. Ár 1966, föstudaginn 4. nóvember var í Hæstarétti í málinu nr. 203/ 1966: Ríkisútvarpið gegn Félagi sjónvarpsáhugamanna í Vestmanna eyjum og gagnsök, kveðinn upp svohljóðandi dómur: Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. september 1966 og gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði, að öðru en tekur til ómerkingar á ummælum, felldur úr gildi og „lagt verði fyrir fógeta að leggja lögbann við starfrækslu endurvarpsstöðvar fyrir útvarp (sjónvarp) á Stóra-Klifi í Vest- mannaeyjum, sem þar fer fram á vegum stefnda". Aðaláfrýjandi krefst og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda fyrir fógetadómi og Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað mál inu 21. október 1966. Hann krefst þess, að staðfest verði það ákvæði fógetadóms, að hin umbeðna lög- bannsgerð skuli ekki fram fara, að felld verði úr gildi ómerking um- mæla og aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði fyrir fógetadómi og Hæstarétti. Gagnáfrýjandi lét í júlímánuði 1966, að því er ætla verður, setja upp á leigulóð póst- og símamála- stjórnarinnar á Stóra-Klifi í Vest- mannaeyjum búnað til að veita við- töku sjónvarpsefni frá bandaríska varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og endurvarpa því til manna í Vest mannaeyjum. Telur Ríkisútvarpið, sem ber undir menntamálaráð- herra, að atferli þetta brjóti í bág við einkarétt þess til útvarps- rekstrar á fslandi samkvæmt 1. gr. laga nr. 68/1934. En lög þessi geyma engin ákvæði, sem heimfæra megi sjónvarp varnarliðsins eða endur- varp frá því undir. Heimild til rekstrar þess og endurvarps frá því verður að sækja í 3. og 10. gr. laga nr. 30/1941 um fjarskipti, sem eru yngri lög en lög nr. 68/1934 og m. a. heimila póst- og símamálaráðherra að veita „einstökum manni, félög- milljónir króna samtals, vegna þess ara framkvæmda, og hafði nokkur hluti þess þegar verið greiddur úr bæjarsjóði, áður en núverandi meirihluti tók við. Það er því al- veg haldlaus fullyrðing, að þarna sé um að ræða fé, sem fengið var að láni síðari hluta sumars, enda sýna bækur bæjarsjóðs, að það fé fór að langmestu leyti til annarra hluta en greiðslukostnaðar við vatnsveituna. Það er því, eins og áður hefur verið bent á, alveg um greinilega og óafsakanlega misnotk un að ræða á lánsfé vatnsveitunn- ar og alveg tilgangslaust fyrir for- seta bæjarstjórnar að reyna að af- saka það. Niðurjöímuí útsvaranna. Bæjarstjóri reynir í Brautinni 26. f. m. að sannfæra útsvarsgreið- endur um, að útsvörin hafi verið þeim mun hagstæðari nú í ár en undanfarið, og býr hann út reikn- ingsdæmi máli sínu til sönnunar. Eg verð að segja, að mig furðar á, að hann skuli vera að eyða tíma sínum og orku í jafn vonlaust verk. / Auvitað finna útsvarsgreiðendur hvað að sér snýr, og er allur tölu- útreikningur tilgangslaus í því sam bandi. Frh. á 2. síðu. ¦ ¦vm um eða stofnunum" rétt til „að stofna og reka fjarskiptavirki" hér á landi, sbr. og lög nr. 110/1951 um lagagildi varnarsamnings milli ís- lands og Bandaríkjanna um réttar- stöðu Bandaríkjanna og eignir þess. Ríkisútvarpið á því eigi aðild máls þessa. Að þessu athuguðu ber að staðfesta úrskurð fógeta. Dæma ber aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstárétti, sem ákveðst kr. 18.000,00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Ríkisútvarpið, greiði gagnáfrýjanda, Félagi sjón- varpsáhugamanna í Vestmannaeyj- um, málskostnað í Hæstarétti, kr. 18.000,00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.