Fylkir


Fylkir - 18.11.1966, Page 2

Fylkir - 18.11.1966, Page 2
2. FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Hvað er að gerast Hin nýja bæjarstjórn hefur nú setið að völdum um fimm mánaða skeið, og er fólk nú tekið að lengja eftir ýmsu, sem átti að hrinda í framkvæmd, strax og þeir kæmust að. f síðasta Eyjablaði kom fram afsökun fyrir því, þar sem ekki væri hægt að gera allt samtímis. Þá skiptir orðið nokkuð í tvö horn frá því sem var áður hjá þeim, þegar þeir vildu láta framkvæma allt samstundis og engin bið mátti á neinu verða. Skildist mönnum á þeim við síðustu kosningar, að allt myndi þjóta upp samstundis og þeir kæmust að. Eitt mál var það þó, er þeir ræddu ekkert um í sinni kosn ingabaráttu en voru fljótir að hrinda í framkvæmd, eftir að þeir höfðu náð meirihluta, en það var að hækka útsvör bæjarbúa. Þar var ekki um neina bið að ræða. Velta menn því nú fyrir sér, hvort næsta stórmál, sem tekið verður fyrir, skuli vera önnur útsvars- hækkun. Eitthvað virðist vera orðið laust í reipunum hjá meirihlutanum og vinstri glundroðinn að verða alls ráðandi, eins og reyndar var spáð fyrir, ef þeir næðu meirihluta. Þó virðast þeir vera sammála um að gera íbúum blokkarinnar eips erf- itt fyrir og hægt er og fram hefur komið af skrifum þeirra. En mjög er orðið hljótt um framkvæmdir þær, sem voru í fullum gangi, með- an fyrrverandi bæjarstjórn var við völd, og væri fróðlegt að heyra frá meirihlutanum, hvernig þær fram- kvæmdir ganga. Hvað er til dæmis að frétta af nýju sjúkrahúsbygging unni? Þá væri einnig skemmtilegt, ef bæjarstjóri vildi gera grein fyrir og útskýra framkomu sína við íbúana í blokkinni, en hún mun ekki vera með öUu vanzalaus. Ekki væri held ur ófróðlegt að heyra frá honum sjálfum um fyrirgreiðslu hans við Greinin Eyjablaðið sá dagsins ljós á þriðjudaginn var eftir langt og mik- ið hlé á útgáfunni. í blaðinu er pist ill, sem til mín var beint og var ætl unin með greininni augljóslega sá að sýna bæjarbúum, hvílíkur ó- nytjungur ritstjóri Fylkis er. Grein þessi var rituð af einhverjum S., sem ekki nafngreinir sig neitt nán- ara. Ef þeir Eyjablaðsmenn hafa í hyggju að skrifa mér fleiri persónu legar skammargreinar, vildi ég vin- samlegast biðja þá að setja nöfn sín undir þær, svo að ég geti séð, hvaðan þær eru ættaðar. Hitt er svo annað mál, að ég get skHið það fuUvel, að ekkert nafn skuU fylgja umræddri grein. Persónulega vildi ég ekki sjá mitt nafn undir slíku prenti, og mætti vel vera, að við- komandi skammaðist sín fyrir sUkt. S. þessi virðist mér ákaflega reið ur fyrir skrif mín um æskulýðsmál bæjarins og þykir þar eitthvað að sér sneitt. Annaðhvort hefur S. orð ið sannleikanum reiður, eða þá að hann er á móti því, sem vel er gert fyrir æskulýð þessa bæjar, eftir skrifum hans að dæma. Annars er grein þessi nokkurs konar ævisöguágrip mitt, og ætti ég sennilega að vera S. þakklátur fyrir ómak sitt í þeim efnum. Því miður verða þær þakkir að bíða, því hefði ég það áform á prjónun- um að láta rita ævisögu mína, myndi ég velja til þess einhvern, sem haldið getur skammlaust á penna, en það virðist S. þessum ekki sýnt. S. byrjar grein sína á því, að rit- stjóri Fylkis sé af Oddsstaðaætt, og skín þar í gegn, að þá sé tæp- lega við miklu að búast. Ekki veit ég til þess, að ég né Oddsstaðaætt- in yfirleitt hafi gert neitt það á hluta S., að ástæða sé fyrir hann að lítillækka það fólk. Annars mætti geta þess, sem nú er að ger- ast í Alþýðulýðveldinu Kína, að Rauðu varðliðarnir, kollegar og fyr irmyndir S., hafa nú skorið upp herör gegn þeim þar í landi, sem til borgaralegra ætta eiga að telj- ast. Vel mætti vera, að umrædd grein S. væri byrjunin á slíkum að- gerðum hér á landi. Þá hefur S. af því miklar áhyggj- ur, að ég sé í ýmsum félagsskap lækna bæjarins í sambándi við hús næðismál og fleira þar að lútandi. Allmiklar sögur hafa farið af við- skiptum hans og meirihlutans við þessa aðila og þau mál, sem að framan greinir og væri æskilegt, ef bæjarstjóri vildi birta sína greinar- gerð fyrir þeim málum. nnfnlflim hér í bæ. Eg tel mig ekki þurfa að biðja hann eða aðra leyfis til þess að helga frístundir mínar félags- málum, þótt sennilega þyrfti ég þess, ef ég væri búsettur í sæluríki hans austantjalds. Varðandi ráðlegg ingar hans um þann félagsskap, sem ég ætti að stofna og gangast fyrir, verð ég að þakka honum það traust, sem hann sýnir mér og end urgjalda honum með því, að rit- stjóri Eyjablaðsins, sem einnig er kennari að mennt, væri sennilega engu síður til þess fallinn en ég, og þykir mér ekki rétt að taka fyr- ir þeirra hendur með það, þar sem þeir heiðursmenn áttu nú uppá- stunguna að félaginu. S. gerir sér að umræðuefni Reykjavíkurferðir mínar í haust og hversu þær hafi skaðað nemendur mína. Eg get frætt S. um það, þótt raunverulega komi honum það Framhald af 1. síðu. Öll þróun þessara mála á undan- förnum árum hefur verið í þá átt, að taka aukið tillit til fjölskyldu- stærðar og lágtekjufólks, bæði í sambandi við greiðslur Almanna- trygginga og aukins frádráttar fyr- ir börn. Hefur þeta átt sér stað í Eyjum ekki síður en í öðrum kaup stöðum og þó nú í ár hafi verið fylgt þeirri reglu í sambandi við niðurjöfnunina, sem annars staðar er algengust, þá er engin ástæða fyrir núverandi meirihluta að stæra sig af því. Það er ekki hægt að reikna með, að honum sé alls varn að í þessum efnum. Nóg er samt. Staðreyndin er sú, að fyrirtæki í Eyjum greiða nú í ár mjög svipað- an hluta af heildarupphæð útsvar- anna og þau hafa gert að undan- förnu. Hin gífurlega hækkun meiri hlutans á útsvörunum, lendir því ekki sízt á verkafólki og öðrum launþegum almennt. Um þetta er tilgangslaust að deila og alveg tilgangslaus að reyna að afsaka það. Uppgjörið á sambýlishúsinu. Bæjarstjóri er einnig í umræddu tölublaði Brautarinnar að reyna að bera í bætifláka fyrir mistök meirihlutans í sambandi við upp- gjörið á sambýlishúsinu við Há- steinsveg. Það, sem mig furðar mest á, er að meirihlutinn skuli telja sér það sæmandi að vera beinlínis að búa til deilur við það fólk, sem þar hef ur keypt sér íbúðir, vitandi það, að ekki við, að til Reykjavíkur hef ég einu sinni farið í haust yfir hélgi og má hann fjargviðrast yfir því, ef hann vill. Þann tíma, sem nem- endur mínir misstu af þeim sökum bætti ég þeim upp nokkrum dögum seinna með aukakennslu. Þá mætti einnig geta þess, að um sömu helgi leyfði ritstjóri Eyjablaðsins sér þá „ósvinnu“ að fara tU Reykjavíkur frá sínum nemendum. Að lokum gerir S. grein fyrir upphafi blaðamennskuferils míns og þykir hann slæmur. Hvern dóm, sem menn leggja á mína blaða- mennsku, vil ég taka fram, að yfir- leitt hef ég látið þann þátt blaða- mennsku liggja milli hluta, sem að því miðar að skrifa níðgreinar og persónulegar svívirðingar um menn. Ef það er slíkt, sem S. vill nefna heiðarlega blaðamennsku að skrifa slíkar greinar, eins og hann í síðasta Eyjablaði, held ég að ég láti hann og hans kollega um slíkt, en haldi mig áfram við „óheiðar- leikann". S. J. þeir sem þarna eiga hlut að máli, munu aldrei sætta sig við, að bæj- arfélagið selji því íbúðirnar með beinu álagi, eins og aðalágreinings- efnið er. Og ég tel það beina fjar- stæðu að vera að halda því fram, að verið sé að ívilna þessu fólki, þó því séu seldar íbúðirnar á réttu og sannanlegu kostnaðarverði og með þeim vöxtum, sem algengastir eru. Hvað mætti þá segja bæði um núverandi bæjarstjóra og mig og alla aðra, sem fengið höfum lán úr opinberum byggingarsjóðum. AUir njóta þessir sjóðir stuðnings af al- mannafé, bæði beint og óbeint. Eg hef aldrei orðið annars var, en að einmitt kratar hafi viljað sem mest láta bera á stuðningi þeirra við framkvæmd hins almenna lánakerf is húsnæðismálastjórnar og bygg- ingarsjóðs verkamanna, en sá sjóð- ur að minnsta kosti lánar fé til húsbyggjenda með allt að helmingi lægri vöxtum en almennt gerist á lánsmarkaðinum, og hefi ég engan heyrt telja það eftir eða telja það óeðlilegt. Það er því furðulegt að lesa hníf ilyrði frá fulltrúa þessa flokks í garð væntanlegra kaupenda íbúða í sambýlishúsinu, eða fullyrðingar um, að það sé með nokkra óbU- girni þó að það ætUst til, að íbúð- irnar verði seldar því á raunveru- legu og sannanlegu kostnaðarverði og með þeim kjörum bæði hvað lánstíma og vexti snertir, sem það telur sig geta ráðið við. Guðl. Gíslason. Um bæjarmálin.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.