Fylkir


Fylkir - 18.11.1966, Side 4

Fylkir - 18.11.1966, Side 4
Neðan frá sjó. Veðráttan: Veður hafa verið held ur umhleypingasöm undanfarna daga. Norðanátt um helgina, vel hvass og talsvert frost. f gær brá svo til austan og suðaustanáttar með rigningu. Tíðin hefur því ver- ið erfið til sjósóknar, og lítið róið. Línan: Sex bátar eru byrjaðir með lftiu. Afli hefur verið tregur, 2—4 tonn hjá flestum. Hilmar á Sæ- björgu fékk þó ágætis róður í fyrra dag, liðlega 7 tonn. Botnvörpubátarnir: Enn er sama ördeyðan hjá trollbátunum, — al- veg steindauður sjór. Aflinn ef til vill 2—4 tonn eftir tvo daga túr. Þarf ekki getum að því að leiða, að erfitt mun um útgerð, þegar afla brögðin eru ekki betri en raun ber vitni um. Síldin: Um 11 þúsund tunnur af síld hafa borizt hingað síðan um helgi. Og í dag er von á Halkion með 2200 tunnur. Mestöll þessi síld hefur farið til frystingar í frysti- húsunum. Hefur þessi síldarfryst- ing skapað mikla vinnu í „húsun- um“. Unnið alla daga og sunnu- daga langt fram á kvöld. Hefði at- vinnuástandið í bænum verið með daufara móti, svo ekki sé meira sagt — ef síldin hefði ekki borizt að austan. Síldarsöltun: Eins og fyrr getur, hefur mest allur síldaraflinn verið frystur, þó hefur nokkuð verið salt að. Er um tvo aðilja að ræða, Fisk- iðjuna h. f., er saltað hefur í 555 tunnur og Ólaf & Símon h. f., er saltað hafa í 400 tunnur. Er þessi síld söltuð fyrir Póllandsmarkað. Fleiri munu hafa í hyggju að salta. Erfiðleikar: Miklar umræður hafa orðið að undanförnu um erfiðleika í útgerð smærri báta. Er í sjálfu sér allt gott um það að segja, þó orðin ein séu nú ekki einhlít til útbóta. Það þarf nú aðeins meira til. Sannleikurinn er sá, að erfið- leikarnir eru næstum óyfirstíganleg ir, og allt virðist hjálpast að, þurra fúi, aflaleysi, lágt hráefnaverð og dýrtíð. Það græða allir á útgerð, verzlunin, iðnaðarmennirnir, pen- ingastofnanirnar, allir sem eitthvað koma yfirleitt nálægt útgerðinni — nema útgerðarmennirnir sjálfir. Þetta er hin ömurlega staðreynd, er gerir það að verkum, að útgerð smærri báta dregst saman ár frá ári. Velflestum hér í bæ, a. m. k., er orðið ljóst, hverjar afleiðingar slíkt muni hafa fyrir bæjarfélagið, og menn bollaleggja ýmislegt til úrbóta, en aðeins eitt er einhlítt, og það er að skapa þessum bátum starfsgrundvöll, — þ. e. að þeir skili arði í venjulegu árferði. Sæunn: í gær seldi Sæunn í Grimsby rúmlega 24 tonn fyrir Málgagn Sjálfstæðis- '. '.okksins TILKYNNING til innflytjenda: Hér með er skorað á þá innflytjendur, er hafa ekki enn greitt aðflutningsgjöld af vörum innfluttum á árinu 1965 að gera nú þegar skil á aðflutningsgögnum og gjöldum af vörunum. Hafi skil eigi verið gerð fyrir miðvikudaginn 30. nóv- n. k. verða vörur þær, er hér um ræðir seldar á opinberu uppboði. Vestmannaeyjum, 16. nóvember 1966. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum * 1 * ÉlMl1111 K i > I 1» Wl iii • ÁRSHÁTÍÐ Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda verður i Sam- komuhúsinu n. k. laugardag, 19. nóv. — Aðgöngumiðar í dag frá kl. 4—6. STJÓRNIN. verður til afgreiðslu eftir helgina. Þeir, sem eiga pantað þak- 1 járn hafi samband við okkur. Bygingarvöruverzlun Ársæls Sveinssonar. fi i ri ni rimv • —-^. ** ■».*■« **■ BAZAR systrafélagsins ALFA verður sunnudaginn 20. nóvember kl. 3,30. STJÓRNIN. •> •> 9 ■ ■ ■ Hver er munurinn á Alþýðu- bandalagsfélagi og Sósíalista- félagi? Nú er hver orðinn síðastur að gera skil í happdrættinu. Dregið verður 22. nóv. n. k. Skrifstofan er opin frá kl. 4—6. — Sími 1344. 2250 pund. Þetta er frekar léleg sala, og er orsökin talin sú, að vegna óveðurs við Englandsstrend- ur, og Norðursjávarbátarnir því allir „inni“, var óvenju mikill fisk ur á markaðnum. Bj. Guðm. TEPPI Ný mynstur. Nýir litir. Pantið sem fyrst. Aborgunar- skilmálar. Verzlunin Reynir Bárugötu 5. — Sími 2340 FEBOLIT Nylon teppin með áföstu filtundirlagi. Verð kr. 385,00 pr. m. Verzlunin Reynir Bárugötu 5. — Sími 2340 BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31. (Kaupangi) — Sími 1878. Heima 2178. Viðtalstími 17,30 — 19,00 Landakirkja. Messað kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar. Betel. Barnaguðsþjónusta kl. 1. Alm- samkoma kl. 4,30. Úrvals mynd. Full ástæða er til að benda fólki á Disney-myndina Mary Poppins, en sýningar á henni standa nú yfir. Er þetta afbragðs mynd fyrir alla fjölskylduna. Frá Bridge-félaginu. Þriðjudaginn 22. nóv. hefst meist arakeppni Vestmannaeyja í bridge (svitakeppni) að Hótel HB kl. 7,30 eða hálftíma fyrr en verið hefur og verður svo framvegis. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að láta skrá sig hjá Antoni Bjarnasen eða Richard Þorgeirs- syni fyrir n. k. mánudagskvöld. Frá íþróttafélaginu Þór. Nú í þessari viku munu innan- hússæfingar á vegum Þórs hefjast af fullum krafti. Æfðar verða flest ar íþróttir, sem félagsmenn hafa á- huga á, svo og mun eldri félögum og konum þeirra verða gefinn kost ur á að æfa sig í leikfimi undir handleiðslu góðra kennara. Nýr knattspyrnuþjálfari hefur verið ráðinn hjá félaginu, en það er hinn tékkneski Rudolf Kreil, sem Vestmannaeyingum er að góðu kunnur. Hann mun fyrst um sinn þjálfa 1., 2., 3. og 4. flokk, en Frið finnur Finnbogason mun þjálfa 5- flokk, sem mun verða tvískiptur eins og sjá má á öðrum stað í blað inu. Frúarleikfimina mun Katrín Magnúsdóttir fimleikakennari sjá um, en þeir félagar Kjartan Kristj ánsson og Símon Waagfjörð munu fyrst um sinn stjórna karlaleik- fimi. í athugun er að fá lærðan fimleikakennara til þess. Handknatt leikur stúlkna verður einnig stund- aður í vetur, og munu þeir Jón Óskarsson og Arnar Einarsson sjá um að kenna hann. Það er ósk stjórnar félagsins, að sem flestir noti sér æfingartíma þessa og styrki um leið sjálfa sig og félagið. Æfingatafla félagsins mun birtast í blöðum bæjarins, og einnig mun henni verða dreift sérprentaðri. Stjórn ÞÓRS. Vetrarfrakkar 3 gerðir, rykfrakkar 5 gerðir. Alföt h. I. Simi 1816.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.