Fylkir


Fylkir - 25.11.1966, Síða 1

Fylkir - 25.11.1966, Síða 1
18. árgangnr. Vestmannaeyjum, 25. nóvember 1966 33. tölublað. Hvað œtlar meirihlutinn sér! Reykjavíkurborg krefst engra fjármagnsvaxta. — Hæstu vextir þar eru 6% af lánum til sambýlishúsa- Eflaust muna margir eftir yfirlýs- ingu, sem birtist í dagblöðunum í Reylcjavík fyrir nokkru í sambandi við ágreining um mannflutninga á tiltekinni sérleyfisleið. En yfirlýs- ingin hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Það er ég, sem hefi bílana, pening ana og valdið.‘ Litu allir á þessa yfirlýsingu sem hrokafulla ábendingu til mótaðil- ans um að hann skyldi bara halda sér saman og vera ekkert að múðra, og varð yfirlýsingin fræg að endem um um land allt og er það jafnvel enn í dag, þó að tímans vegna sé að sjálfsögðu farið að fyrnast yfir hana. Virðist meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja feta mjög í fótspor þessa aðila, sem hér átti hlut að máli, í deilu sinni við íbúðarkaup- endur í sambýlishúsinu við Há- steinsveg. í grein, sem Sigurður Stefánsson, bæjarfulltrúi kommúnista, skrifar um málið í Eyjablaðinu hinn 15. þ. m. segir hann orðrétt, eftir að hann hefur efnislega rakið tilkynningu meirihlutans til íbúa hússins, þar sem þeim er tilkynnt, að þeim verði vísað úr íbúðunum, ef þeir verði ekki búnir að skrifa undir samninga, eins og hann og aðrir úr meirihlutanum vilja hafa þá. „Hér er ekki um formsatriði að ræða, við þetta verður staðið.“ Er tilkynning þessi því miður mjög keimlík framangreindri yfir- lsingu um bílana, peningana og valdið. Einstaklingar geta að sjálf- sögðu flaskað á að gefa slíkar yfir- lýsingar og verða að meta það hverju sinni hvað þeim finnst sér sæmandi. En slík yfirlýsing, sem gefin er fyrir hönd ákveðins hóps sveitarstjórnarmanna, eins og hér á sér stað, spáir sannarlega ekki góðu, sérstaklega þegar hún kem- ur í kjölfar þess ofbeldis, sem bæj arbúar voru beittir á s. 1. sumri, er útsvörin voru hækkuð um 8 millj- ónir króna, alveg að ástæðulausu. Að S. St. skuli hafa kosið að birta yfirlýsinguna í blaði sínu þarf engan að undra. Flokkur hans, kommúnistaflokkurinn, er þekktur að ofbeldi, hvar sem hann kemst til valda. Einnig eru slík steigur- læti algeng fyrirbæri hjá mönnum, sem telja, að þeir hafi eitthvað orð- ið fyrir barðinu á lífinu og þurfi því að hefna sín á meðborgurum sínum, ef þeim gefst valdaaðstaða til þess. S. St. er því miður einn í hópi þessara manna. Um deilur meirihluta bæjar- stjórnar við væntanlega íbúðar- kaupendur í sambýlishúsinu hefur nokkuð verið ritað og þarf því ekki að orðlengja mikið um það. Málið er einfalt og liggur ljóst fyrir. Ágreiningurinn er um tvennt. Annarsvegar um vaxtakjör og lengd lána og hinsvegar um svokall aða fjármagnsvexti. Ástæðan fyrir ágreiningnum um lánskjörin liggur alveg augljóslega fyrir. íbúðirnar hafa orðið mun dýrari en gert var ráð fyrir, er fólk skrifaði sig fyrir þeim og greiddi tilskilið framlag, og skuld hvers kaupanda við bæjarsjóð því mun hærri en hann hafði ástæðu til að ætla í upphafi. Á þessu eiga íbúðar kaupendur enga sök, en hefur hins vegar sett marga þeirra í nokkurn vanda. Eg tel þetta fullkomna á- stæðu til þess að bæjarstjórn skoði það sem siðferðislega skyldu sína að ganga þannig frá samningum við þetta fólk, bæði hvað vexti og lánstíma snertir, að telja megi, að það með með eðlilegum hætti geti staðið í skilum með árlegar afborg anir og vexti af lánum sínum. Þetta eitt tel ég sæmandi fyrir bæjarstjórn, eins og ég tel það ó- sæmilegt af meirihlutanum og sýna algjört skilningsleysi á aðstöðu, sem þessir aðilar hafa lent í, án þess að eiga þar nokkra sök sjálfir. Það má vel vera, að einhver að- ili finnist í sambýlishúsinu, sem í bili gæti staðið við þá samninga, sem boðið er upp á, en þeir eru því miður ábyggilega fáir, enda ekkert óeðlilegt, þar sem húsaleiga sú, sem fólkið verður að reikna sér mun vera hátt í full verkamanna- laun miðað við dagvinnutíma. Hvað bæjarstjórn snertir, þá var hún á sínum tíma í góðri trú, þeg- ar hún ákvað innborgun í hverja íbúð og gaf upp áætlaðan bygging- arkostnað, þar sem fyrir hendi lágu áætlanir verkfræðings um heildar- kostnað byggingarinnar, miðað við að hsinu yrði skilað fokheldu, og voru allar ákvarðanir í sambandi við hverja íbúð og bygginguna í heild samþykkta einróma af bæjar stjórn, og ég tel, að meirihluta bæj arstjórnar beri vissulega að hafa þetta í huga, er gengið verður end- anlega frá samningum um íbúðirn ar. Fjármagnsvextirnir. Annað ágreiningsatriðið er álag meirihlutans á íbúðirnar, sem hann hefur kosið að nefna „fjármagns- vexti“. Eg vil taka það fram, að þetta álag kom aldrei til umræðu hjá fyrrverandi bæjarstjórn, hvorki meiri- né minnihlutanum, heldur var alltaf gengið út frá því, að í- búðirnar yrðu seldar á beinu út- lögðu kostnaðarverði, sem bæjar- sjóður gæti sannað með fullgildum fylgiskjölum eða reikningum. Reykjavíkurborg hafði um nokk- urt árabil forgöngu um byggingu sambýlishúsa á sama hátt og bæjar stjórn Vestmannaeyja með sambýl ishúsið við Hásteinsveg. Sam- kvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja hefur Reykjavíkurborg aldrei reiknað neitt álag á íbúðirn- ar, hvorki í formi fjármagnsvaxta né annars, heldur gert þær upp eft ir beinum útlögðum kostnaði. Er því hér um að ræða 50—60 þúsund króna aukaálag á hverja íbúð hjá ráðamönnum bæjarins hér í Eyjum umfram það, sem annars staðar þekkist og hægt er að miða við. Fyrirspurn svarað. í Eyjablaðinu 15. þ. m. er beint fyrirspurn til mín um það, hvort ég eða minnihluti bæjarstjórnar mynd um vilja standa að lánum úr bygg- -ingarsjóði kaupstaðarins með 7% vöxtum og til 20 ára. Eg get hiklaust svarað fyrir mig. Mér myndi verða ánægja að því að samþykkja lán úr þessum sjóði með 7% vöxtum, miðað við núver- andi vaxtarfjárhæð og til allt að 20 ára, ef samkomulag væri um það og meirihlutinn hefði einhvern manndóm í sér til að leggja slíkt til. Eg hef alltaf talið, að hlutverk þessa sjóðs ætti að vera að örfa og aðstoða menn, sem búsettir eru í Vestmannaeyj um, til byggingu í- búðarhúsa þar. Eg tel bæði skyn- samlegt og til sóma fyrir bæjar- stjórn Vestmannaeyja að standa að slíku og eitt af grundvallaratriðum fyrir áframhaldandi uppbyggingu byggðarlagsins og er ég sannfærður um, að byggingarsjóðurinn muni geta veitt húsbyggjendum veruleg- an stuðning í framtíðinni í sam- bandi við íbúðarbyggingar, ef stað- ið verður við og fylgt áætlunum fyrrverandi bæjarstjórnar um upp- byggingu hans. GuðL Gíslason. Hæstu vextir, sem Reykjavíkur- borg hefur reiknað af lánum, til íbúðarkaupenda þar, eru hvorki 9 eða 7%, heldur aðeins 6% eða aðeins tveir þriðju hlutar af því, sem meirihluti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja ætla að reikna af sams konar lánum. Eg get ómögulega séð, að nokkuð sé óeðlilegt við það, þó fólk spyrni við fæti og reyni að verjast slíku. Er meirihlutinn reiðubúinn að end- urgreiða það, sem fólkið á í íbúðun um og mun nema 8—10 milljón- um króna? En auðvitað hefur S. St- og fé- lagar hans í meirihlutanum valdið og geta beitt því, ef þeim sýnist svo. Guðl. Gíslason.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.