Fylkir


Fylkir - 02.12.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.12.1966, Blaðsíða 1
Moigagn Sjálfetæðís* flokksíhi II. árganfur. Vestmannaeyjum, 2. desember 1966. 34. tölublað. Á oð hleypa tograum inn i londhelgino? Mál togaraútgerðarinnar hefur mjög borið á góma að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Að vísu snertir þetta mál ekki beint Vestmannaeyinga, en hlýtur samt sem áður að vera þeim að nokkru leyti mikilvægt og umhugsunar- vert, annað eins stórmál og það er fyrir þjóðina í heild. Enda mega Vestmannaeyingar muna þá tíð, þegar togaraútgerð var hér við líði. éú útgerð var lítil lyftistöng fyrir bæjarfélagið, svo ekki sé meira sagt, og var yfirleitt um al- geran taprekstur að ræða. Sem betur f ór, tókst að losna við tog- arana og var það að miklu leyti viðkvæmnismál fyrir marga, sem enn vildu reyna að klóra í bakk- ann og halda útgerðinni áfram. Eg hygg, að enginn harmi það nú orð- ið, hvernig endalok þessa máls urðu. Reynsla annarra byggðarlaga í þessum málum er hreint ekkert glæsileg, að því er togaraútgerð snertir. Nægir þar til að nefna sjálfa höfuðborgina, svo og Akur- eyri og Hafnarfjörð, en togaraút- gerðin hefur verið þessum bæjum heldur fjötur um fót heldur en hitt. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, þegar starfrækt eru fyr- irtæki, sem standa ekki undir sér fjárhagslega, eins og reyndin er yfirleitt á um togarana í dag. Ým- islegt hefur verið upptalið, sem ætti að bjarga málum togaranna og þá helzt það til tekið að hleypa þeim inn í landhelgina. Það mál hlýtur að þurfa mikillar yfirveg- unar við, áður en endanlega verð- ur nokkuð afráðið með það, svo stórt mál er það fyrir alla þjóðina og þá ekki sízt bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar, sem byggja alla sína afkomu á fiski. Það er ekkert launungarmál, hvernig afkoma sumra bátanna er hér í Eyjum og með hvaða hætti Þ'eir fá megnið af sínum bolfiski. Hitt er annað mál, að ekki myndi það bæta úr skák hjá þeim, ef ætti að fara að hleypa togurunum inn fyrir línu. Afleiðingin af slíku yrði mjög sennilega minnkandi afli og má þó tæplega við slíku, því að allir vita, að smábátaútgerðin berst í bökkum í dag, og þá ekki sízt vegna minnkandi fiskgengdar á miðunum. Og þá yrði það hálfgerð- ur bjarnargreiði við smábátana, ef hleypa ætti togurunum inn fyrir línuna. Það var á sínum tima mikið fyr- ir því haft að færa landhelgina út í tólf mílur, of mikið til þess að minnka hana aftur með því að veita togurunum aðgang þar að. Það er stór spurning, hvort eigi að hætta á slíkt til þess að halda líf- inu í þessum atvinnuvegi, þegar sú hætta er fyrir hendi, að það spilli fyrir öðrum, eða hreinlega leggi bátaútgerðina í rúst. Þá væri verr farið en heima setið, því að bát- arnir hafa gert það, sem aldrei tókst með togurunum, og það er að halda uppi atvinnulífi bæjarins. Það vita állir, áð togararnir geta verið stórvirk atvinnutæki, en hvað á að gera, þegar atvinnutæk- ið skilar ekki lengur hagnaðí, held- Pramhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.