Fylkir


Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FYLKIS 1966 15 DUGLEGUR DRENGUR Saga þessi er eftir norska rithöfundinn Bengt Nylund, en hann er vel þekktur í sínu föð- urlandi og þá sérstaklega fyr- ir barnabækur, sem hann hef- ur skrifað. Góða mamma má ég ekki fá að fara með ykkur til jólamessunnar? sagði lítill drengur snemma einn jóladagsmorgun, þegar hann sá móður sína og báða eldri bræðurna vera að klæðast og búa sig til ferð- ar. Eg er viss um, að Lassi getur haft mig á sleðanum sínum. Nei ég held nú ekki, flýtti bróðir hans sér að segja. Það væri dá- laglegt að dragast með þig meðfram allri víkinni, eins og snjórinn er lítill núna og færið vont. Nei það dettur mér ekki í hug. En annars er sleðinn í lamasessi. Þú brauzt hann um daginn. Nei rístu nú upp og súptu kaffi. Það er það eina, sem þú getur. Það er ekki hægt í þetta sinn góði minn, sagði móðir hans og klappaði honum á kollinn. Þú hefur ekki mátt til að ganga á hækjun- um og þig vantar föt. Ef pabbi þinn væri á lífi, væri þetta öðru- vísi. Eg er fátæk og fæ ltíið fyrir það sem ég vef, eins og þú veizt Palli minn. Þess vegna gazt þú ekki fengið nein föt. En bræður þínir fengu föt, af því að þeir þurfa að vera í skólanum. Svo hafa þeir líka lagt ofurlítið til sjálfir, með aurum, sem þeim hefur á- skotnazt fyrir að snúast fyrir aðra. Já, ég vann mér inn 160 krónur með því að tína greniköngla og selja þá í búðinni. Og Óli fékk 200 krónur hjá bóndanum fyrir að hjálpa til nokkrar vikur við að þreskja kornið, sagði Óli hreykinn. Hvað áttu annars mikið í spari- bauknum þínum, Palli? Palli litli þagnaði. Hann fékk líka nokkra aura stundum, þegar hann hjálpaði mömmu. En búðin var á næstu grösum, og þar var svo mikið af sælgæti. Eg safnaði sex krónum til að kaupa hárspennur handa mömmu, sagði hann með grátstafinn í kverk- unum. Mamma var fegin að fá þær, því að hennar voru gamlar og ljótar. Bræður hans ráku upp skellihlát- ur. En mamma klappaði litla snáð- anum sínum á kollinn og sagði, að hann hefði verið góður, að gefa sér spennurnar. Hún færði honum morgunkaffið í rúmið og bað hann að fara upp úr rúminu og slökkva ljósin eftir dálitla stund. En hún bræður hans bjuggust til ferðar, því að þau urðu að hafa hraðann á til að komast í tæka tíð til jóla- messunnar. En hún lofaði Palla því, að hann skyldi fá að fara með þeim á næsta ári. Litli drengurinn horfði löngun- araugum á eftir þeim, en hélt svo áfram að drekka kaffið. Svo fletti hann í jólablaðinu og las eina sögu. Það gekk nú heldur erfiðlega, því að þó hann væri orðinn níu ára, hafði hann ekki gengið í neinn skóla. Hann var of veill til þess. En móðir hans hafði kennt honum að stafa. Og nú langaði hann í meira kaffi. Palli staulaðist að eldavélinni. Kaffikannan hafði verið tekin af, en kaffið var samt sæmilega heitt. Honum var annars sama um, þó að kaffið væri hálfkalt, bara að hann fengi eitthvað gott með því. Karfa með jólabrauði og kökum var mjög freistandi. Hann hugsaði sér að fara bráðlega að slökkva ljósin. :— En því ekki að ljúka því strax af. Fyrst er að áforma, svo að fram- kvæma, muldraði Palli um leið og hann fór í nokkrar flíkur. Þetta hafði hann heyrt föður sinn segja. Og litli drengurinn endurtók með innileik orðatiltæki hans. Palli mundi svo vel eftir honum. Það var ekki nema eitt ár síðan hann drukknaði í víkinni fram undan bænum þeirra. Hann hafði verið að koma heim frá vinnu og gekk ofan í vök. Kaffi getur verið gott, enda þótt það sé hálfkalt, aðeins ef maður lætur fjóra sykurmola út í boll- ann, sagði Palli hátíðlega og á- nægður við sjálfan sig. Nú ættu strákarnir að sjá til mín. Ætli þeim yrði ekki hálfillt innan um sig? Kleinurnar hurfu ofan í hann, hver af annarri. Því næst snéri hann sér að kökunum, — hrærðar kökur, hringir, gyðingakökur og hálfmánar. — Það var naumast góðgæti. Svo fékk hann sér vænan sopa af kaffi og var svo óspar á sykurmolana, að hann var eigin- lega steinhissa á sjálfum sér. Hann var nú búinn að fá nægju sína, enda leið honum prýðilega. Hann reis á fætur, tók hækjurnar sínar og haltraði út að glugganum. Þaðan gat hann séð kirkjuna, sem stóð á hæð hinum megin við vík- ina. Skammt frá kirkjunni var prestssetrið. En hvað þetta var fallegt. Ljós- in sendu geisla sína út um háa kirkjugluggana og lýstu upp dimma og kyrra vetrarnóttina. Litli dreng urinn sá í huganum hundruð dýrð- legra ljósa í kirkjunni og minntist þess nú með gleði, að mamma hans hafði lofað honum, að á næstu jól- um mætti hann sjálfur fara til kirkjunnar. Honum varð litið til prestsseturs ins. Þar var líka allt uppljómað. En hvað var þetta? Eldbjarma brá fyrir leiftursnöggt á þakhæðinni. Og er hann gætti betur að, sá hann logana læsa sig upp eftir þakinu. Það er kviknað í. Ætli nokkur sé heima til að slökkva eldinn? æpti Palli. Hann reimaði í flýti á sig skóna, setti upp húfu og vettl- inga og hoppaði fram á dyraþrep- in til að geta athugað betur, hvað var að gerast. Og honum skildist nú enn betur, hve voðalegt þetta Já, þvílík ósköp. Eftir stundar- korn hlaut prestssetrið að standa í ljósum loga. Það er að brenna, hjálp! Kallaði Palli af öllum kröftum. En enginn heyrði til hans. Allir voru í kirkju. Ógurleg skelfing greip litla dreng inn. Og ef litlu börnin væru nú ein heima, þá mundu þau brenna inni. Nei, hann varð að gera fólkinu í kirkjunni aðvart. En hvernig? Ráðþrota renndi hann augunum yfir veginn, sem lá í bugðum kring um víkina. Hann sá strax, að þá leið gat hann ekki farið. Hægri fótinn gat hann ekki stigið í. Og það myndi taka alltof langan tíma, ef hann tæki það ráð að staulast alla leið á hækjunum. Hann leit vonaraugum til kirkj- unnar. Ljósin endurspegluðust á ísnum. Allt í einu datt Palla í hug, að hann ætti að reyna að fara yf- ir ísinn. Það var mörgum sinnum styttri leið. En ísinn var varla næt urgamall. Og mamma hans hafði bannað þeim bræðrum hans að hætta sér út á ótryggan ísinn. En það var alveg sama. Ekki mátti hann láta börnin brenna inni. Og þarna var líka sleðinn. Að vísu var hann dálítið brotinn að framan, síðan Palli missti stjórn á honum og rakst á vegginn. Sparkbroddurinn hékk á hand- fangi sleðans. Palli batt hann ræki- lega á heilbrigða fótinn. Að því búnu lagðist hann á magann á sleð ann og svo lagði hann af stað nið- ur brekkuna ofan að sjónum. Sleð- inn þaut áfram eins og kólfi væri skotið, því að sleðafærið var gott. Eftir örstutta stund var Palli kominn niður í fjöru. Og án þess að hugsa sig um beindi hann sleð- anum út á lagísinn á sjónum. Það brakaði í ísnum og hann gekk í bylgjum undan þunga sleðans og drengsins. En áfram var haldið á fleygiferð. Palla þótti mjög gaman að liggja á sleðanum og stýra honum. fsinn var spegilgljáandi og háll. Sleð- Framhald á bls. 17.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.