Fylkir


Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 21

Fylkir - 23.12.1966, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ FYLKIS 1966 Nýjar Ægisútgáfan í Reykjavík hefur sent frá sér sjö nýjar jólabækur að þessu sinni. Má segja ,að hver geti þar fundið bók við sitt hæfi, og þá ekki sízt sjómannastéttin. Gaddaskata heitir nýjasta bók Stefáns Jónssonar, fréttamanns. Er hún ekki í ósvipuðum dúr og fyrsta bók höfundar, Krossfiskar og hrúður karlar. Höfundur er þarna að ryðja nýja braut í íslenzkum bókmennt- um, því að varla er hægt að flokka bækur þessar með neinum öðrum, bókmenntalega séð. Gaddaskata er frumleg bók og skemmtileg af- lestrar. Kastað í Flóanum er skráð af Ásgeiri Jakobssyni, og fjallar hún um upphaf togveiða við ísland. Er þetta fyrsta bókin í bókaflokki, sem áætlað er að haldi áfram og um sama efni. Er ráðgert, að næsta bók heiti: Allir á dekk. Þótt bókin sé að miklu leyti heimildar- og fræði- rit, er hún mjög skemmtileg lestr- ar og er ekki að efa, að hún verð- ur vinsæl, ekki hvað sízt hér í Eyj- um. Sjóslys og svaðilfarir er safn af íslenzkum og erlendum frásögn- um um sjávarháska og hefur Jóns St. Lúðvíksson tekið efnið saman. Jónas er gamall Vestmannaeyingur og þarf ekki að kynna hann og hans ritverk fyrir Eyjabúum. Á förnum vegi er samtalsbók Lofts Guðmundssonar blaðamanns við ýmsa af helztu samferðamönn- um okkar. í bókinni ræðir hann m. a. við Halldór Laxness, Sigurð Sveinbjörnsson prédikara, Ólaf Ól- afsson kristniboða, svo að nokkrir séu nefndir. Hefur Lofti tekizt mjög vel upp með bók þessa, enda er hún bráðskemmtileg. Maddama Dóróthea er skáldsaga eftir norsku skáldkonuna Sigrid Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vcstmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. bækur Undset, sem á sínum tíma hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Þessi saga er hin síðasta, sem Sigrid Undset skrifaði, en hún varð að flýja land undan nazistum á stríðs- árunum. Bókin er vissulega ekkert léttmeti, en samt sem áður hollur og góður lestur þeim, sem unna góðum bókmenntum. Verzlanir bæjarins. Þriðjudaginn 20. des. verður opið til kl. 10 e. h. Þorláksmessu 23. des. verður op- ið til kl. 12 á miðnætti. Aðfangadag 24. des. verður opið til kl. 12 á hádegi. 3. í jólum, 27. des. verður opnað kl. 10 f. h. Gamlársdag 31. des. verður opið til kl. 12 á hádegi. Mjólkurbúðirnar. Aðfangadag verður opið frá kl. 8 til 12 f. h. Jóladag verður lokað. 2. í jólum verður opið frá kl. 10 til 12 f. h. Gamlársdag verður opið frá kl. 9 til 12 f. h. Nýársdag verður lokað. Herjólfur. Síðasta ferð Herjólfs fyrir jól verður úr Reykjavík á Þorláks- messu kl. 12 á hádegi. Skipið fer héðan strax aftur aðfaranótt að- fangadags til Reykjavíkur. Flugið. Aðfangadag er ráðgert að fljúga eina ferð a. m. k. fyrir hádegi. Jóla dag verður ekkert flogið. 2. í jólum verða flognar 2 ferðir samkvæmt áætlun. Fíóna er ástarsaga eftir Denise Robins. Um hver jól er gefinn út urmull af bókum um svipað efni og þær harla misjafnar að gæðum. En með þ'essari bók er þó óhætt að mæla. Hún er mjög vel skrifuð og auk þess talsvert spennandi. Glaðir dagar er ætluð yngstu les- endunum. í bókinni eru sjö smá- sögur, sem Ólöf Jónsdóttir hefur skrifað. Bók þessi er mjög hentugt lestrarefni fyrir börn á aldrinum sjö til tíu ára. Læknar. Læknavaktirnar skiptast þannig um hátíðarnar: 24. des. Örn Bjarnason. — 25. des, sami. — 26. des. Einar Gutt- ormsson. — 27. des. Örn Bjarna- son. — 28. des. sami. — 29. des. Einar Guttormsson. — 30. des. Örn Bjarnason. — 31. des. Einar Guttormsson. — 1. jan. 1967, Einar Guttormsson. Læknastofurnar verða lokaðar bæði á aðfangadag og gamlársdag. Vegna þess að læknarnir eru að- eins tveir í bænum, er fólk beðið að leita sem minnst til þeirra yfir hátíðarnar, nema nauðsyn sé. Einn ig er fólk beðið að hafa tímann fyrir sér við að fá sér lyf fyrir jól- in og gera það tímanlega. Lögreglan og slökviliðið. Þótt óskandi væri, að fólk þyrfti sem minnst að leita aðstoðar lög- reglu og slökkviliðs um jólin, get- ur það samt alltaf komið fyrir. — Símanúmer lögreglunnar er 2121, en slökkviliðsins 2222. Apótekið. Það verður opið á aðfangadag og gamlársdag til kl. 2. Á jóladag, 2. í jólum og nýársdag verður opið frá kl. 1—3. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR EINARSSONAR, Vesturvegi 5. Gíslína Magnúsdóttir, Sesselja Andrésdóttir, Friðrik Garðarsson, Arndís Friðriksdóttir, Andrés Haukur Friðriksson. Vagbók almmnings um hátíðarnar --------------21 GUÐSÞJÓNUSTUR um hátíðarnar. Landakirkja: Aðfangadagskvöld kl. 6. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Jóladag kl. 2. Séra Jóhann S. Hlíðar. Klukkan 5, Séra Þorsteinn L. J ónsson. Annan jóladag kl. 2. Séra Jó- hann S. Hlíðar. Gamlárskvöld kl. 6. Séra Jóhann S. Hlíðar. Nýársdag kl. 2. Séra Þorsteinn L. Jónsson Aðventkirkjan: Guðsþjónusta á jóladag kl. 2. — Á nýársdag kl. 2. Betel: Hátíðarguðsþjónustur: Aðfanga- dagur jóla kl. 6. — Báða jóladag- ana kl. 4,30. — Gamlársdag kl. 6. Nýársdag kl. 4,30.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.