Fylkir


Fylkir - 13.01.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 13.01.1967, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis* flokksSns OJö Jui 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 13. janúar 1967. 1. tölublað. Aramótflspiall Það er venja manna um áramót ;að hugsa til þess, sem liðið er, að- gæta hag sinn og annarra í heild og spyrja síðan sjálfan sig þeirrar spurningar, hvað betur hefði mátt fara, og eins, hvað vel hefur verið gert. Hvað færði árið okkur í skaut af gæðum og velsæld og hverjar voru hinar dökku hliðar þess? Skoðanir manna hljóta að verða æði misjafnar hvað það snert ir. Sumir hafa átt happaár í and- legum og efnalegum skilningi, en sumir hafa kanski aðra sögu að segja. Yfirleitt lcveðja menn þó árið létt ir í lund og bjartsýnir á það, sem komandi ár kann að færa þeim, enda er það heilbrigð og æskileg skoðun hverjum manni. Eflaust þætti mörgum gaman og fróðlegt að vita, hvað árið næsta ber í skauti sér þeim til handa, en á slíkt verður ekki kosið og þá sennilega sem betur fer. Þá væri hætt við, að eftirvænting öll og til- hlökkun yrði úr sögunni og í stað- inn kæmi vaxandi kvíði við hið ó- umflýjanlega. Það hefur hver og einn sína sögu að segja um liðið ár, en sé litið á heildina, verður útkoman að mun samstilltari. Yfirleitt hefur verið um góðæri að ræða hjá flestum. Afkoma fólks sýnir það bezt, að sjaldan eða aldrei hefur verið um aðra eins velmegun að ræða í land- inu. Gildir þar einu hvort er til sjávar eða sveita, fólk virðist hafa nóg fyrir sig og sína og vel það. Atvinnulífið hefur blómgast mik- ið og hleypt hefur verið inn á nýj- ar brautir í atvinnulífinu til upp- byggingar og eflingu öryggi lands og þjóðar. Allar framkvæmdir hafa stórum vaxið, og lítið um að seglin hafi verið dregin saman í fram- kvæmdalegum skilningi, heldur hitt, að aukið hafi verið við og end urbætt það, sem betur mætti fara. Hér í Eyjum hafa reyndar sést betri ár, og er þá að mestu leyti miðað við aflamagn, sem er minna en oft hefur áður verið. Að vísu er ekki um neitt, sem heitir afla- brestur að ræða, en oft hefur sjór- inn verið gjöfulli en í ár, sérstak- lega hvað síldinni við kemur. Ekki er þó rétt að vanþakka það, sem aflast og réttara að hafa í hyggju orðtakið, „að það gæti verið verra“ og vera ánægður með sitt. Þrátt fyrir gott árferði yfirleitt er það þó svo, að engin er rós án þyrna. Það, sem hvað mest hefur staðið vexti þjóðlífsins fyrir þrif- um, er verðbólgan, sem vonandi hefur nú tekizt að koma hemli á með verðstöðvunaraðgerðunum. ís- lendingar eru ekki eina þjóðin, sem hefur átt við verðbólgu að stríða, því að sennilega eru fáar þjóðir, sem ekki hafa komizt í kynni við hana. Menn hafa uppi og á takteinum ýmis ráð, sem eiga að vera óbrigðul til heftingar henni, en ekkert hefur samt virzt vera einhlítt til þess, og eins og hagfræð ingar segja, þá virðist verðbólga vera fylgifiskur velmegunar, þegar kröfurnar fara sívaxandi og hver og einn vill fá meira fyrir sinn snúð, hvar svo sem hann er í sveit settur efnalega séð. Vinstri öflin hafa óspart reynt að notfæra sér verðbólguna til á- fellis ríkisstjórninni, rétt eins og þar sé alla sökina að finna. En sem betur fer sitja nú við stjórn menn, sem vita hvað þeir eru að gera og láta ekki neinn bilbug á sér finna, þótt erfiðleikar steðji að. Ósjálf- rátt verður manni hugsað til þess tíma, þegar vinstri stjórnin sáluga lenti í samskonar vanda, og hvaða meðulum hún beitti, áður en hún gafst upp að fullu og öllu. Ógjarn- an vildu menn, að til slíkra að- gerða yrði gripið á nýjan leik, enda er slíkt aðeins gálgafrestur. Nú á þessu ári verður á nýjan leik gengið til kosninga um það, hverjir skuli hafa stjórn á málum þjóðarinnar á komandi kjörtíma- bili. í sumar eiga kjósendur að leggja sinn dóm á það, hvort nú- verandi stjórn situr áfram við völd eða ekki. í sumar á kjördag ráða þeir úrslitum um, hvort áfram verður haldið styrkri hendi um stjórnvölinn, eða hvort tefla á í tví sýnu með samsulli vinstri flokk- anna og innbyrðis deilum milli ráðamanna þeirra. Á kjördag taka kjósendur afstöðu til þess, hvort þeir vilja áframhaldandi uppbygg- ingu atvinnulífsins, eða stöðnun þess. Skömmu fyrir áramótin spurðu blöð höfuðstaðarins ýmsa málsmet andi menn meðal þjóðarinnar þeirr ar spurningar, hvaða atburður lið- ins árs hefði verið mál málanna að þeirra dómi. Flestir þeir, sem ekki höfðuðu beint til síns atvinnuvegar, töldu að það væri endurheimting hand- ritana til íslands. Vissulega er þetta einhver merkasti atburður um áraraðir í sögu íslands, og eng um láandi, þótt hann telji það at- burð ársins. Að vísu kann mörgum að finn- ast, að það sé lítið unnið við það, að fá þessar gömlu skinnbækur til landsins aftur, og nokkuð væri sama, hvar þær væru niður komn- Fyrir sðasta bæjarstjórnarfundi lágu lágu fyrir upplýsingar um, að hið danska fyrirtæki NKT, sem samið hafði verið við um lögn vatnsleiðslunnar frá landi út til Eyja, myndi ekki geta afgreitt leiðsluna fyrr en á árinu 1968 í stað 1967, eins og áður hafði ver- ið samið um. Samkvæmt einhliða upplýsingum hins danska fyrir- tækis stafar seinkunin af því, að fyrirtækið mun ekki þegar til kom hafa treyst sér til að koma leiðslunni óskemmdri frá verk- smiðju, sem er staðsett nokkuð inni í landi, niður að höfn. Urðu þetta bæjaryfirvöldum að sjálf- sögðu veruleg vonbrigði, þar sem þetta kom ekki fram fyrr en á lokastigi og eftir að bindandi LAHBSBö'KASAFN <) * O '•! i'j 4 í 4 t i U „ - ÍSLÁHDS , ar. Hverjum er frjálst að hafa sína skoðun á málinu, en frá sjónarhóli þess, sem þetta ritar, er þetta stór- sigur fyrir íslendinga, í og með frá mórölsku sjónarmiði, þótt ekki kæmi annað til greina, oggefursízt eftir þeim sigri, sem vannst í land helgismálinu forðum. Hitt ber svo að athuga fyrir þá, sem fagna heimkomu handritanna, að ekki eru öll kurl komin til graf- ar, þótt þau séu komin til landsins. Okkur ber siðferðileg skylda til að hlúa sem bezt að þeim og búa þeim veglegan samastað, svo að við verð um okkur ekki til skammar þeirra vegna. Það er því gleðilegt að vita til þess, að þegar er ákveðin bygg- ing handritahúss, þar sem hin bezta aðstaða verður fyrir hendi til rannsókna á handritunum. Það dylst engum, að þetta verð- ur kostnaðarsamt fyrirtæki og kem ur til með að kosta þjóðfélagið milljónir og jafnvel tugi milljóna fjárhagslega, en er ekki sá vaninn á góðum heimilum að taka sem bezt á móti gestum og þá ekki sízt þeim, sem gamalkunnir eru og hafa verið langdvölum í burtu? Sú á einnig að verða raunin á umheim komu handritanna. S. J. rammasamningur að minnsta kosti fyrir bæjarstjórn, hafði verið gerð ur um verkið, bæði verð og af- greiðslutíma. Út af fyrir sig þarf þetta ekki að koma að sök að öðru leyti, ef rétt verður haldið á mál- um, og skiptir minna máli en ella, þar sem ekkert var gert í lögn innanbæjarkerfisins á síðasta ári. Á fundi bæjarstjórnar, sem hald inn verður í dag, mun tekin endan leg ákvörðun um hvort haldið verð ur áfram samningum við hið danska fyrirtæki, eða hvort leitað verður tilboða annars staðar frá, eins og heyrzt hefur að í athugun væri. Vonandi ber bæjarstjórn gæfú til þess að misstíga sig' ékk-i í þessu þýðingarmikla máli kaupstaðarins. Seinkar vatnslögninni?

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.