Fylkir


Fylkir - 20.01.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 20.01.1967, Blaðsíða 1
Vestmannaeyjum, 20. janúar 1967 19. árgangur. Málgagn Sjálfslsðlfe flokkslns • ^ ; 2. tölublað Fyrsta fjdrhagsdstlnn vinstri flohhanna afgreidd við 2. umræðu í bæjarsljórn, Niðurstöðutölur 10 milljónum hærri en á fjárhagsáætlun fyrrverandi bæjarstjórnar fyrir árið 1966. Lögákveðnum ríkisframlögum sleppt úr áætluninni og útsvörin þar með gerð hærri en þau þurfa að vera. Ekkert framlag áætlað til byggingarsjóðs eða sundhallar fram- kvæmda. En fiskasafnið orðið vinsælt hjá vinstri stjórninni. Hinn 13. þ. m. var fjárhagsáætl- un kaupstaðarins fyrir árið 1967 tekin fyrir til endanlegrar af- greiðslu á fundi bæjarstjórnar. Hafa niðurstöðutölur áætlunar- innar hækkað um nær réttar 10 milljónir króna, miðað við niður- stöðutölur á fjárhagsáætlun Sjálf- stæðisflokksins fyrir árið 1966, eins og hún var afgreidd við aðra umræðu, og eru útsvörin réttum 9 milljón krónum hærri en þau voru þá áætluð. Má segja, að hér sé um stökk- breytingu að ræða í álögum á bæj- arbúa og eru margir kjósendur vinstri flokkanna ábyggilega lítið þakklátir fulltrúum sínum í bæj- arstjorn fyrir þetta gerræði. Bygg- ist hækkun útsvaranna að nokkru leyti á því að sleppt er tekjumeg- in úr áætluninni ríkisframlögum, sem þegar eru komin á fjárlög og vitað er fyrirfram að greidd verða kaupstaðnum nú á þessu ári. Er hækkun útsvaranna að þessu leyti hreinar óþarfa álögur á bæj- arbúa. Það, sem athygli vakti í sam- bandi við framlög til verklegra framkvæmda var, að nú var ekkert áætlað til byggingarsjóðs kaupstað- arins eða til sundhallarbyggingar. Var þó sundhallarbyggingin eitt af árásarefnum vinstri flokkanna á fyrrverandi meirihluta í kosningun um s. 1. vor, og þá talin óhæfa að ekki hafði verið hafizt handa á byggingu sundhallar. Hins vegar nýtur náttúrugripasafn 'b'æjarins og safn lifandi fiska mikilla vinsælda hjá núverandi meirihluta og er það vel. Fjórar ungar manneskjur hafa látið lífið í umferðarslysum á ár- inu sem leið. 22 ökumenn hafa verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Lögreglan hefur haft afskipti af 90 árekstrum bifreiða. í júní gekk í gildi breyting á umferð í mið- bænum. Voru sett upp umferðar- merki og götur málaðar. Síðan hef ur þar orðið einn árekstur, sem skapaðist vegna hálku. Þetta sýn- ir, að flestir ökumenn vilja fara eftir settum reglum og virða um- ferðarmerkingar. Þegar götur eru vel merktar, þurfa ökumenn ekki að vera í vafa um rétt sinn, einnig léttir það mikið störf lögreglunn- ar við umferðareftirlit. Vonandi er að bæjaryfirvöld sjái sér fært að halda þessum merkingum áfram. 13 Vestmannaeyingar hafa lent í bifreiðaárekstrum í Reykjavík. Lögreglan hefur gert skýrslur á 119 meint umferðarlagabrot. Auk þess hafa lögregluþjónar kært marga með sektarmiðum. Öku- menn hafa hlotið margar áminn- ingar, bókaðar og munnlegar. Flest ar eru þær fyrir vanbúnað á öku- tækjum. Oftast fylgist að lélegur ökumaður á lélegu ökutæki. Of Kom það greinilega fram í um- ræðunum um þessa stofnun á síð- asta bæjarstjórnarfundi, að vinstri flokkarnir telja hana einhverja þá beztu og vinsælustu, sem nú er í eigu bæjarins og viðurkenndu þeir, sem reyndar var vitað, að þeir hefðu notað hvert tækifæri sem margir ökumenn öðlast ekki skiln ing á settum reglum, varðandi um- ferð, fyrr en slys hefur orðið. í 311 skipti hafa menn verið færðir í fangahúsið sökum ölvun- ar og óspekta, 162 heimamenn og 149 utanbæjarmenn, þar af 22 út- lendingar. Hluti af þessu eru ungl- ingar, sem ekki mega hafa áfengi undir höndum. Ströng viðurlög ættu að vera við því að aðstoða unglinga við að komast yfir á- fengi. Að loknum dansleikjum, einkum á vertíðinni, verður fólk hér í miðbænum fyrir óþægindum af völdum drukkinna manna. Lög- reglan hefur reynt að taka þá verstu og eru fangageymslur þá fullar. Lögreglan getur ekki tekið fleiri úr umferð en fangageymslur rúma. 10 innbrot hafa verið framin á árinu, í hús og verzlanir, og hef- ur tekizt að upplýsa þau öll. 13 þjófnaðir hafa verið tilkynnt- ir, og hefur tekizt að upplýsa þá flesta. Einnig hafa verið tilkynnt- ir margir þjófnaðir 1 brennur og þjófnaðir á flugeldum úr bátum. Flugeldaþjófnáðirnir geta orðið stór-hættulegir, ef eigendur vei’ða ekki varir við þá í tíma. Foreldrar gafst til þess að sýna gestum bæjar stjórnar þessa stofnun og veitt móttöku lofsamlegum ummælum í staðinn. Má segja, að það sé kát- brosleg aðstaða, sem núverandi meirihluti er kominn í, í þessu sambandi, þegar tekið er tillit til þess rógburðar, sem fulltrúar hans höfðu í frammi fyrir síðustu kosn- ingar, einmitt um uppbyggingu hennar. En þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hvernig fulltrú- ar vinstri flokkanna neyðast til að éta ofan í sig rógburð sinn frá því í kosningabaráttunni í vor þegar til kemur og raunveruleikinn blas- ir við. ættu að útskýra fyrir börnum sín- um, hvaða afleiðingar það getur haft að taka flugelda úr bátum, þar sem ætla má, að fullorðnir menn séu ekki að þessu. Kært hefur verið yfir 25 líkams meiðingum. 19 skemmdarverk hafa verið kærð, í flestum tilfellum eru þetta • fataskemmdir og rúðubrot. Lögreglan hefur haft afskipti af sex leynivínsölum, flestir útlend- ingar. Meint kynferðisafbrot hafa ver- ið 3. Lögreglan hefur haft afskipti af 5 slysum, utan umferðar, þar af einu dauðaslysi. Ýmis mál, sem ekki verða flokk- uð 23. Nokkur barnamál hafa einnig komið til lögreglunnar. Fólki hefur verið veitt aðstoð svo sem tök hafa verið á, og farið hefur verið í fjölda eftirlitsferða. í langflestum tilfellum fer sam- an ölvun og afbrot, hverju nafni, sem þau nefast. Mikill hluti af störfum lögregl- unnar, fer í afskipti af utanbæjar- mönnum. Framhald á 4. sfðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.