Fylkir


Fylkir - 27.01.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 27.01.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 27. janúar 1967 3. tölublað. Málgagn Sjálfsfæðis- fíokksmft ■n- f Það er einkum tvennt, sem hef- ur skapað þessum bæ sérstöðu, mið að við önnur byggðarlög þessa lands. Tvö mál, sem ekki hafa ver- ið öðrum neitt sérstakt vandamál, en eru vandamál númer eitt hjá okkur. Þar er fyrst að nefna vatnið, eða öllu heldur vatnsleysið. Sern bet- ur fer, er það mál nú vel á veg komið, og þótt margvísleg óhöpp hafi hent í sambandi við vatnslögn ina, eins og raunar mátti búast við verður þó vonandi ekki langt þess að bíða, að við getum sagt skilið að fullu og öllu við rennurnar og vatnsbílanna, sem hafa verið okk- ar stoð og stytta við vatnsöflunina. Má þetta er að verða enn meira áríðandi með hverjum degi, sem líður, ekki sízt vegna þeirra hús- byggjenda, sem margir hverjir byggja ekki brunna við hin nýju hús sín, heldur treysta á, að vatnið verði komið ofan af fastalandinu, fyrir þann tíma, er þeir hyggjast flytja inn í íbúðir sínar. En það er ekki einungis kappsmál fyrir þá, að það verði sem fyrst, heldur hlýt ur það einnig að vera mikið kapps- mál fyrir alla Vestmannaeyinga í heild, að sem fyrst verði farið að dæla vatninu hingað. Er þess vissu lega óskandi, að mál þetta fái eins góða afgreiðslu og nokkur kostur er og er öllum skylt að greiða sem bezt fyrir gangi þess. Hitt málið af þessum tveimur, sem sérstæð eru fyrir Vestmanna- eyjar eru samgöngurnar eða sam- gönguerfiðleikarnir. Því er ekki að neita, að mikið átak hefur verið í þeim málum, frá því, sem unnið var, þegar einu samgöngurnar milli lands og Eyja voru stopular skipa eða bátaferðir. Má þar fyrst til nefna lagningu flugbrautarinn- ar, sem var mikið verk á sínum tíma og ómetanlegt að gildi fyrir Eyjarnar. Þverbrautin sem ekki er ýkjalangt síðan tekin var í notkun, bætti aðstöðuna til flugsins um helming og einnig hinar nýju Fokk er-vélar Flugfélagsins. í sambandi við þann orðróm, sem gengið hef- ur um þverbrautina og hæfni henn ar til flugs, væri fróðlegt að vita, hvað Flugmálastjórn hefur til mál- anna að leggja um það, og hvort orðrómurinn hefur við rök að styðj ast, eða um fleipur eitt og orðagjálf ur að ræða. En það er nú svo, að við sem aðr ir viljum ekki eingöngu treysta á flugið, enda hefur það ekki ætíð verið hægt, veðurlagsins vegna. Ekki getum við treyst á bílferðir, eins og önnur byggðarlög, heldur verðum við að setja okkar höfuð- traust á samgöngur um sjóleiðina. Lengi vel var ekki um annað að ræða þar, en strandferðaskipin, þegar þau áttu leið hér framhjá og svo ferðir með mjólkurbátnum. En þegar Herjólfur kemur til sög- unnar, er algerlega brotið blað í sögu þeirra samgangna. Hann var sem von var litinn vonarauga og kom sem nokkurs konar bjargvætt- ur til okkar í samgönguerfiðleik- unum. En jafn mikil tímamót og koma hans boðaði okkur, varðandi sam- göngurnar, var þó galli á gjöf Njarðar. Við sátum ekki einir um hituna, heldur skyldum við að nokkru leyti deila ferðum skipsins með Hornfirðingum. í byrjun töldu men þetta hverfandi galla, en það hefur sýnt sig, að sá galli er nokk- uð mikill og hefur bakað okkur ýmsa erfiðleika, pegar á hefur reynt. Og sú skoðun hefur almennt þróast með okkur, að við yrðum að fá hingað skip, sem eingöngu væri ætlað til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar og væri ekki í neinum förum öðrum. Og nú blæs ekki byrlega í þess- um málum. Þegar til mála kemur að taka Herjólf að einhverju leyti af okkur til annarra strandferða og gera ferðir hér á milli enn stop- ulari en verið hefur. Við slíkt ástand verður auðvit- að ekki unað, enda heldur spor í öfuga átt en hitt. Þær raddir eru sífellt að verða háværari, sem vilja fá hingað nýtt skip, bæði stærra og öðruvísi úr garði gert en Herjólf- ur. Við rannsóknir á málunum hefur komið í ljós að einna bezt myndi henta hér, tiltölulega ný gerð skipa svonefnd loftpúðaskip, sem eru nú um það bil að slíta barnsskónum, og eru búin að sýna hæfni sína við ýmiss konar aðstæður, og þær ekki ósvipaðar þeim, sem við bú- um við. í rauninni eru þetta ekki skip, eins og þau, sem við eigum að venjast, heldur fremur nokkurs konar flugvélar, sem svífa með yf- irborði sjávar. Sá er einnig kostur þessara svifnökkva, að þeir geta jöfnum höndum farið á láði og legi ef um sæmilegt sléttlendi er að ræða. Þá eru farartæki þessi fijót í förum og jafnast hraði þeirra á við bifreiðar, og ætti það að vera kostur fremur en hitt. Spurningin er, hvort hér sé ekki um að ræða það farartæki, sem við höfum beðið eftir, og er vel trúlegt, að svo sé. Komið hefur til að fá léð skip til reynslu, og sjá hversu til tekst. Verði sú raunin á, að farkosturinn henti okkar aðstæð um, er tæpast vaf á, aþetta ðrí um, er tæpast vafi á, að þetta verði framtíðarfarartæki okkar til fastalandsins og samgönguerfiðleik unum þar með að mestu leyti rutt úr vegi. S. J. Loftpúðaskip.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.